Viðskipti innlent

Katrín tekur við af Sibert

Katrín Ólafsdóttir
Katrín Ólafsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur skipað dr. Katrínu Ólafsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Katrín lauk doktorsprófi í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 2009.

Fimm eiga sæti í peningastefnunefndinni: þrír fulltrúar Seðlabankans og tveir fulltrúar skipaðir af ráðherra. Katrín tekur við af dr. Anne Sibert, prófessor við Birkbeck-háskóla í Bretlandi. Skipað var í nefndina árið 2009 til alls fimm ára. Sibert hættir því áður en skipunartímabili hennar er lokið.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×