Viðskipti innlent

Lárus nýr forstjóri Icelandic Group

Lárus Ásgeirsson.
Lárus Ásgeirsson.
Lárus Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Lárus hefur mikla reynslu úr íslensku atvinnulífi og af alþjóðaviðskiptum.

Hann starfaði hjá Marel frá 1991 til 2009 þar sem hann var m.a. framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs um árabil. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Scanvaegt International, dótturfélags Marels í Danmörku frá 2006-2008.

Lárus var staðgengill forstjóra Marel Food Systems frá 2006-2009. Síðast var hann forstjóri Sjóvár frá 2009-2011.

Lárus lauk BSc prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í vélaverkfræði frá Oklahoma State University. Hann hefur setið í ýmsum stjórnum félaga á Íslandi og erlendis.

Icelandic Group í dag eitt af fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og eitt þeirra tíu stærstu í heiminum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins. Félagið veltir um 150 milljörðum króna á ári en hjá því starfa um 3.700 manns víðs vegar um heiminn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×