Viðskipti innlent

SP-Fjármögnun og Avant sameinuð undir merkjum Landsbankans

Landsbankinn.
Landsbankinn.
Fjármögnunarfyrirtækin SP-fjármögnun og Avant hafa verið sameinuð undir merkjum Landsbankans samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Í tilkynningunni segir að tilgangur samrunans sé fyrst og fremst að einfalda rekstur og bjóða viðskiptavinum upp á aukið vöruframboð og góða þjónustu.

Fjármálaeftirlitið hefur þegar samþykkt samruna fjármögnunarfyrirtækjanna við Landsbankann á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki.

Engar breytingar verða á högum viðskiptavina SP- fjármögnunar og Avant við þennan samruna samkvæmt tilkynningu. Landsbankinn mun taka við öllum réttindum og skyldum fjármögnunarfyrirtækjanna.

Landsbankinn eignaðist SP-fjármögnun að fullu árið 2009 en gamli Landsbankinn hafði áður átt 51% hlut í félaginu frá árinu 2002. Bankinn eignaðist 99% hlutafjár í Avant í febrúar síðastliðinn í kjölfar nauðasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×