Viðskipti innlent

Arion banki selur BM Vallá

BM Vallá.
BM Vallá.
Arion banki hefur undirritað samning um sölu á B.M. Vallá ehf., frá Eignarbjargi efh., sem er dótturfélag Arion banka. Kaupandinn er BMV Holding ehf., sem er félag í eigu erlendra og íslenskra fjárfesta samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Hluthafar BMV Holding eru Norcem á Íslandi ehf., Björgun ehf., Jarðefnaiðnaður ehf., Suðurhraun ehf.,  Hlér ehf., Harðbakur ehf. og Suðurverk hf.

Markmið nýrra eigenda B.M. Vallá er að viðhalda leiðandi stöðu félagsins á íslenskum byggingamarkaði að því er greinir frá í tilkynningu.

Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér þann 31. mars síðastliðinn og í auglýsingum sem birtar voru í kjölfarið, var B.M. Vallá auglýst til sölu.

Í kjölfar kynningar á félaginu var kallað eftir tilboðum frá áhugasömum fjárfestum og á þeim grundvelli var ákveðið að ganga til viðræðna við fyrrgreinda aðila, sem áttu hagstæðasta tilboðið. Þeim viðræðum er nú lokið með undirritun samnings um kaup þeirra á B.M. Vallá. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Kaupverð er ekki gefið upp í tilkynningu bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×