Fleiri fréttir Vífilfell borgi 80 milljónir en ekki 260 Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur lækkað sekt sem Samkeppniseftirlitið dæmdi Vífilfell til að greiða um 180 milljónir króna. Nefndin segir brot fyrirtækisins engu að síður alvarleg. 4.10.2011 11:44 Evruríkin fresta ákvörðun um frekari lán til Grikkja Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. 4.10.2011 08:35 Perlan auglýst - hálfur mánuður til stefnu fyrir áhugasama Perlan á Öskjuhlíð í Reykjavík er auglýst til sölu í dagblöðum í dag, en hún er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er sem kunnugt er byggð ofan á sex hitaveitugeyma, og verða einhverjir þeirra notaðir áfram sem slíkir. 4.10.2011 08:01 Jón Ólafsson kaupir níu vatnsverksmiðjur í Kína Jón Ólafsson hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water & drinks sem samanstendur af níu fyrirtækjum. Fyrirtækin starfa í austur og suðaustur Kína. Meðal annars í Hong Kong, Sjanghæ, Guangzhou og Xian 3.10.2011 15:41 Viðskipti með hlutabréf í september einn og hálfur milljarður Heildarviðskipti með hlutabréf í september námu rúmum einum og hálfum milljarði eða 70 milljónum á dag. 3.10.2011 14:37 Tæplega 600 af 26 þúsund gjaldþrota Þann 1. október 2011 voru tæplega 26 þúsund einstaklingar í alvarlegum vanskilum. Er þar átt við vanskil sem varað hafa lengur en 90 daga og hafa oftar en ekki farið fyrir dóm samkvæmt upplýsingum frá Credit Info. 3.10.2011 14:21 Aftur útboð á sérleyfum til rannsóknar á Drekasvæðinu Í dag, þann 3.október, hefst annað útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Útboðið mun vera opið til og með 2. apríl 2012 samkvæmt tilkynningu frá Orkustofnun. 3.10.2011 12:20 Miklar lækkanir í Evrópu Miklar lækkanir hafa orðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum eftir að þeir opnuðu klukkan sjö í morgun. Lækkanirnar stafa af yfirlýsingum grísku ríkisstjórnarinnar frá því í gærkvöldi þar sem sagði að ekki tækist að ná áður settum markmiðum um að lækka fjárlagahallann. 3.10.2011 08:51 Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. 3.10.2011 07:00 ESA kvartar yfir SAS SAS flugfélagið hefur að undanförnu ráðið 130 nýja flugmenn sem munu fljúga fyrir félagið næsta sumar. Fjöldi flugmanna er um 1400 og þetta er því um 10% stækkun á flotanum, segir Eivind Bjurstrøm yfirflugstjóri við ABC Nyheter í Noregi. 2.10.2011 18:46 Warren Buffet er bjartsýnn á framtíðina Milljarðamæringurinn Warren Buffet er hvergi nærri af baki dottinn í fjárfestingum sínum, þrátt fyrir að staðan á hlutabréfamörkuðum hafi verið vægast sagt skelfileg upp á síðkastið. Buffet heimsótti Kauphöllina í New York á föstudaginn. Við það tækifæri sagði hann í samtali við CNBC fréttastöðina að önnur kreppa í Bandaríkjunum væri ekki í augsýn. Hann sjálfur sæi marga fjárfestingamöguleika á hlutabréfamarkaði. 2.10.2011 14:55 Bretar háðir evrusamstarfinu David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að það yrði afskaplega slæmt fyrir Bretland ef það slitnaði upp úr evrusamstarfinu. Í þætti Andrews Marr á BBC sagði hann að að skuldastaða evruríkjanna væri ekki einungis ógn við evruna heldur einnig mikil ógn við breska hagkerfið og alþjóðahagkerfið. Hann ítrekaði að leiðtogar evruríkjanna verða að taka skjóta og ábyrga ákvörðun til að bregðast við vandanum. Cameron sagði að 40% af útflutningi Bretlands væri til evruríkjanna og Bretland gæti því ekki flúið vandann. 2.10.2011 14:01 Landspítalinn þarf að spara um 630 milljónir Landspítalanum er ætlað að lækka útgjöld um 630 milljónir króna til að mæta aðhaldsmarkmiðum í ríkisfjármálum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta samsvarar um 1,9% lækkun á fjárheimiild frá fjárlögum 2011. Af fjárhæðinni eru 86 milljónir króna sem heyra til aðhaldsaðgerða sem freðstað var til ársins 2012 við samþykkt fjárlagafrumvarpsins árið 2011 og tilheyrðu St. Jósefsspítala. 1.10.2011 14:00 Heildarskuldir ríkissjóðs 1386 milljarðar Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði í lok þessa árs komnar í 1386 milljarðar króna, eða um 85 prósent af landsframleiðslu. 1.10.2011 12:57 Algert hrun á þriðja ársfjórðungi Hlutabréfavísitölur í Frakklandi og í Þýskalandi lækkuðu um 25% á þriðja ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur á vef Telegraph. 1.10.2011 10:16 Umhverfissóðar vilja Icelandic Bandaríska fiskvinnslufyrirtækið Trident Seafoods hefur samþykkt upphæð sem jafngildir um 300 milljónum íslenskra króna í sekt vegna umhverfisspjalla við fjórtán fiskvinnslustöðvar fyrirtækisins í Alaska. 1.10.2011 05:00 12 tilboð bárust í Húsasmiðjuna Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Húsamiðjuna rann út gær og bárust alls tólf tilboð í fyrirtækið og einstakar rekstrareiningar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferlið í umboði Framtakssjóðs Íslands, mun nú taka tvær vikur til að yfirfara tilboðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði. 30.9.2011 15:05 Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins Páll Magnússon bæjarritari Kópavogsbæjar hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá því að stofununin hóf störf í ársbyrjun 2010. 30.9.2011 14:20 Viðbótarkostnaður allt að 12 milljarðar Viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi Voga getur orðið allt að tólf milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsnet sendi frá sér fyrr í dag vegna kröfu sveitarfélagsins um að um að línan skuli grafin í jörð í landi Voga. 30.9.2011 12:16 Chrome mun taka við af Firefox Það lítur allt út fyrir að Chrome forritið, sem hannað er af Google, muni taka við af Firefox sem næst vinsælasti vefvafrinn. Samkvæmt nýjustu tölum nota 23,6% notenda Chrome á meðan 26,8% notast við Firefox. Búist er við að Chrome sigli framhjá Firefox á næstu mánuðum. Firefox hefur verið afar vinsæll vefvafri síðustu ár og hefur gert notendum kleift að sérhæfa reynslu sína af internetinu. Internet Explorer heldur sæti sínu sem vinsælast vefvafri veraldar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. 30.9.2011 11:48 Lánshæfiseinkunn Nýja Sjálands lækkuð Nýja Sjáland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lent í því að lánshæfi þeirra sé lækkað. Matsfyrirtækin Fitch og Standard & Poors lækkuðu bæði í nótt lánshæfismat landsins úr AA+ niður í AA. Í gegnum tíðina hafa Nýsjálendingar verið fremur hátt metnir þegar kemur að lánshæfi enda hefur ríkissjóður þar í landi tekið lítið af lánum þótt einkageirinn hafi verið skuldum vafinn. 30.9.2011 11:08 Hættur að rannsaka fimm lífeyrissjóði Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn sinni á máli sem varðar fjárfestingar á vegum fimm lífeyrissjóða sem voru í umsjá gamla Landsbankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landsbankanum. 30.9.2011 09:55 Skarphéðinn Berg tekur tímabundið við Iceland Express Stjórn Iceland Express hefur ráðið Skarphéðinn Berg Steinarsson tímabundið í starf forstjóra fyrirtæksins en nýráðinn forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, lét óvænt af störfum í gær eftir aðeins tíu daga á forstjórastóli. Í tilkynningu frá félaginu segir að Skarphéðinn hafi þegar tekið til starfa en hann situr einnig í stjórn félagsins ásamt þeim Pálma Haraldssyni og Sigurði G. Guðjónssyni. „Stjórn félagsins mun á næstu dögum eða vikum ráða nýjan forstjóra til fyrirtækisins,“ segir einnig. 30.9.2011 09:46 Opinberar tölvupósta milli sín og Pálma - ekki hræddur við hann "Ég er ekki fæddur í gær og hef langa reynslu af samskiptum við Pálma Haraldsson og er ekki hræddur við hann og hans fólk," segir Birgir Jónsson, fyrrum forstjóri Iceland Express, en hann sagði upp störfum í gær eftir einungis tíu daga í starfi. 30.9.2011 09:17 Rauðar tölur í Evrópu Verð á hlutabréfum lækkaði enn og aftur við opnun markaða í morgun. Áhyggjur manna af erfiðleikum á evrusvæðinu eru sem fyrr aðal ástæða lækkana en við það hafa nú bæst nýjar tölur um samdrátt í smásölu í Þýskalandi og minnkandi framleiðslu í Kína. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,16 prósent og CAC vísitalan í Frakklandi um svipaða prósentutölu. Þá hefur Dax vísitalan í Frankfurt lækkað um tæp tvö prósent. Nú stefnir allt í að mánuðurinn sem er að líða sé sá versti í kauphöllum Evrópu frá hruninu í október 2008. 30.9.2011 08:56 Enn lækkanir í Asíu - versti mánuðurinn frá hruni Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu fyrir lokun markaða í nótt sem þýðir að þegar litið er á þróunina yfir mánuðinn sem er að líða að ástandið hefur ekki verið verra á hlutabréfamörkuðum þar frá því þegar hrunið stóð sem hæst í Október 2008. 30.9.2011 07:05 Útlit fyrir skort Útlit er fyrir skort á litlum og ódýrum íbúðum eftir tvö ár, að mati Davíðs Stefánssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. 30.9.2011 06:00 FÍ kaupir 39% hlutafjár í N1 Framtakssjóður Íslands (FÍ) hefur keypt um 39 prósent hlutafjár í þjónustufyrirtækinu N1 af Arion banka. Þar af er 10 prósenta hlutur sem fyrrverandi skuldabréfaeigendur N1 eiga kauprétt á síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍ. 30.9.2011 05:00 Vildi reka lykilstarfsmenn og ráða starfsfólk nátengt sér "Ég kannast ekki við samstarfsörðugleika,“ svarar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarmaður hjá Iceland Express. Hann segir að þeir hafi rætt hugmyndir og áherslur sem Birgir Jónsson hafði í huga með fyrirtækið á fundi í London í vikunni. Að sögn Skarphéðins var samhljómur í þeim. Birgir sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem hann sagði ekki vera grundvöll fyrir samstarfi á milli hans og stjórnenda félagsins. 29.9.2011 22:47 Birgir hættur eftir tíu daga starf Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. 29.9.2011 22:27 Arion banki: Íbúaverð mun hækka um átján prósent á næstu tveimur árum Íbúðaverð mun hækka um átján prósent á næstu tveimur árum að mati greiningardeildar Arion banka. Hvati til nýbyggingar verður enginn ef spár Seðlabankans um verðlækkun gengur eftir segir hagfræðingur bankans. 29.9.2011 19:30 Árni hættir í skilanefnd Glitnis Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis hefur ákveðið að segja sig úr skilanefndinni frá og með 1. október næstkomandi. Hann mun samt, að ósk slitastjórnar, sitja áfram í stjórn Íslandsbanka og að aðstoða við söluferli á eignarhlut í bankanum auk þess að gegna tilfallandi störfum sem slitastjórn kann að óska eftir vegna fyrri starfa hans fyrir Glitni. Í orðsendingu sem Árni Tómasson sendi samstarfsmönnum sínum hjá Glitni í dag segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu úr slitastjórninni vera þá að samkvæmt lögum muni verkefni skilanefnda falla til slitastjórnar um áramótin og skilanefndin ljúka störfum. Flutningur á verkefnum hafi gengið vel og svigrúm skapast fyrir sig til þess að ljúka störfum nú. 29.9.2011 15:55 Horfið frá útrásarhugmyndum Skipti, móðurfélag Símans, mun horfa frá þeirri útrás á erlenda markaði sem einkenndi reksturinn áður og mun héðan í frá einblína á íslenska fjarskiptamarkaðinn. Þetta er í samræmi við stefnumörkun fyrirtækisins sem unnið hefur verið að á síðustu mánuðum. Samhliða þessari stefnumörkum tilkynnti Skipti um að 45 starfsmönnum yrði sagt upp. Stöðugildum hjá fyrirtækinu hefur þá fækkað um 68 á árinu, en starfsmenn eru ríflega 900. Í samræmi við nýja stefnumörkun félagsins munu Skipti selja Símann DK, sem er starfsemi sem fyrirtækið vann að í Danmörku. 29.9.2011 14:47 Íslenskir aðalverktakar segja upp 40 manns Íslenskir aðalverktakar hafa ákveðið að segja upp 40 starfsmönnum nú í september auk þess sem samið hefur veirð um skert starfshlutfall við nokkra starfsmenn. Ástæðan er sögð vera verkefnaskortur og fyrirsjáanlegur samdráttur í verklegum framkvæmdum á Íslandi á komandi vetri. 29.9.2011 14:18 Kindle Fire vekur hrifningu Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. 29.9.2011 13:52 Hefur miklar áhyggjur af atvinnuleysi Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að Bandaríkin standi andspænis stórkostlegum vanda vegna mikils atvinnuleysi. Atvinnuleysið í landi hefur verið um eða yfir 9 prósent frá því í apríl 2009. 29.9.2011 13:22 Staðfest að Forlagið þurfi að greiða 25 milljónir í sekt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því í júlí að Forlagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og skuli greiða 25 milljónir króna í sekt. 29.9.2011 12:00 Skipti segir upp tugum starfsmanna Skipti, sem er meðal annars móðurfélag Símans, segir upp tugum starfsmanna í dag í miklum hagræðingaraðgerðum. Ekki hefur fengist staðfest hversu margir starfsmennirnir eru í heildina. Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en sagði að fyrirtækið myndi senda frá sér ítarlega tilkynningu eftir hádegi. Skipti á um tíu dótturfélög, en þekktust þeirra eru án efa Síminn, Skjárinn sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn og Míla. 29.9.2011 11:39 IPhone 5 væntanlegur Talið er að Apple muni kynna næstu týpu iPhone símans vinsæla á þriðjudaginn kemur. Miklar umræður hafa skapast um hverjar nýjungarnar verði en talið er að þónokkrar breytingar séu væntanlegar. Hvað varðar innviði nýja símans er talið að iPhone 5 muni notast við sama örgjörva og er í spjaldtölvunni iPad 2. Þannig verður síminn mun kraftmeiri en áður. Einnig er talið líklegt að útlitsbreytingar verði miklar. Skjárinn mun hugsanlega verða stærri og mögulega verður bakhlið tækisins kúpt en ekki flöt eins og nú er. Að auki telja sérfræðingar að líklegt sé að IPhone 5 muni styðja þrívídd en fyrr á árinu gaf fyrirtækið HTC út fyrsta símann sem útbúinn er þrívíddar skjá. 29.9.2011 11:15 Eikin alltaf vinsælust á íslensk gólf Þorgeir Björnsson, framkvæmdastjóri verslananna Stepp og Parket og gólf, segir Íslendinga varkára þegar kemur að gólfefnavali. Eikarparket haldi jafnan vinsældum sínum. 29.9.2011 11:00 Skuldir lækkaðar um rúmlega 23 milljarða Landsbankinn greip til sérstakra úrræða fyrir skuldsett heimili í maí. Nú er orðið ljóst að þau þýða að skuldir heimila og einstaklinga við bankann munu lækka um rúmlega 23 milljarða króna. 29.9.2011 11:00 Snjallar lausnir í bankaviðskiptum Íslandsbanki hefur á þessu ári lagt mikla áherslu á þróun farsímalausna í bankaviðskiptum. Í sumarbyrjun opnaði vefur sem styður við nýjustu gerðir snjallsíma en vöxtur í sölu slíkra tækja er gríðarlegur. Því er spáð að innan nokkurra ára muni umferð á netinu verða meiri í gegnum símtæki og spjaldtölvur, eins og iPad, heldur en í gegnum hefðbundnar tölvur. 29.9.2011 11:00 Gæði í gegn Harðviðarval ehf. leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum það nýjasta og besta í parketi. Harðviðarval er rótgróið, íslenskt fjölskyldufyrirtæki með áratuga reynslu af sölu byggingavara. Undanfarin tuttugu ár hefur fyrirtækið einblínt á gólfefni og býður meðal annars breitt úrval í parketi. 29.9.2011 11:00 Fremstir í gólfefnum í 76 ár Reynsla á gólfefnamarkaði og fjöldamörg vel heppnuð verkefni bæði í heimahúsum, stofnunum og fyrirtækjum er til marks um áherslu á þau gæði sem Egill Árnason ehf. býður upp á. Það er einmitt þetta sem myndar sérstöðu á þessum. 29.9.2011 11:00 Látlaust eldist oftast best Þegar gólfefni eru keypt er fjárfest til framtíðar. Hjá Birgisson í Ármúla 8 er boðið upp á úrvalsvörur frá virtum framleiðendum. 29.9.2011 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vífilfell borgi 80 milljónir en ekki 260 Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur lækkað sekt sem Samkeppniseftirlitið dæmdi Vífilfell til að greiða um 180 milljónir króna. Nefndin segir brot fyrirtækisins engu að síður alvarleg. 4.10.2011 11:44
Evruríkin fresta ákvörðun um frekari lán til Grikkja Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. 4.10.2011 08:35
Perlan auglýst - hálfur mánuður til stefnu fyrir áhugasama Perlan á Öskjuhlíð í Reykjavík er auglýst til sölu í dagblöðum í dag, en hún er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er sem kunnugt er byggð ofan á sex hitaveitugeyma, og verða einhverjir þeirra notaðir áfram sem slíkir. 4.10.2011 08:01
Jón Ólafsson kaupir níu vatnsverksmiðjur í Kína Jón Ólafsson hefur keypt kínverska fyrirtækið China Water & drinks sem samanstendur af níu fyrirtækjum. Fyrirtækin starfa í austur og suðaustur Kína. Meðal annars í Hong Kong, Sjanghæ, Guangzhou og Xian 3.10.2011 15:41
Viðskipti með hlutabréf í september einn og hálfur milljarður Heildarviðskipti með hlutabréf í september námu rúmum einum og hálfum milljarði eða 70 milljónum á dag. 3.10.2011 14:37
Tæplega 600 af 26 þúsund gjaldþrota Þann 1. október 2011 voru tæplega 26 þúsund einstaklingar í alvarlegum vanskilum. Er þar átt við vanskil sem varað hafa lengur en 90 daga og hafa oftar en ekki farið fyrir dóm samkvæmt upplýsingum frá Credit Info. 3.10.2011 14:21
Aftur útboð á sérleyfum til rannsóknar á Drekasvæðinu Í dag, þann 3.október, hefst annað útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Útboðið mun vera opið til og með 2. apríl 2012 samkvæmt tilkynningu frá Orkustofnun. 3.10.2011 12:20
Miklar lækkanir í Evrópu Miklar lækkanir hafa orðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum eftir að þeir opnuðu klukkan sjö í morgun. Lækkanirnar stafa af yfirlýsingum grísku ríkisstjórnarinnar frá því í gærkvöldi þar sem sagði að ekki tækist að ná áður settum markmiðum um að lækka fjárlagahallann. 3.10.2011 08:51
Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. 3.10.2011 07:00
ESA kvartar yfir SAS SAS flugfélagið hefur að undanförnu ráðið 130 nýja flugmenn sem munu fljúga fyrir félagið næsta sumar. Fjöldi flugmanna er um 1400 og þetta er því um 10% stækkun á flotanum, segir Eivind Bjurstrøm yfirflugstjóri við ABC Nyheter í Noregi. 2.10.2011 18:46
Warren Buffet er bjartsýnn á framtíðina Milljarðamæringurinn Warren Buffet er hvergi nærri af baki dottinn í fjárfestingum sínum, þrátt fyrir að staðan á hlutabréfamörkuðum hafi verið vægast sagt skelfileg upp á síðkastið. Buffet heimsótti Kauphöllina í New York á föstudaginn. Við það tækifæri sagði hann í samtali við CNBC fréttastöðina að önnur kreppa í Bandaríkjunum væri ekki í augsýn. Hann sjálfur sæi marga fjárfestingamöguleika á hlutabréfamarkaði. 2.10.2011 14:55
Bretar háðir evrusamstarfinu David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að það yrði afskaplega slæmt fyrir Bretland ef það slitnaði upp úr evrusamstarfinu. Í þætti Andrews Marr á BBC sagði hann að að skuldastaða evruríkjanna væri ekki einungis ógn við evruna heldur einnig mikil ógn við breska hagkerfið og alþjóðahagkerfið. Hann ítrekaði að leiðtogar evruríkjanna verða að taka skjóta og ábyrga ákvörðun til að bregðast við vandanum. Cameron sagði að 40% af útflutningi Bretlands væri til evruríkjanna og Bretland gæti því ekki flúið vandann. 2.10.2011 14:01
Landspítalinn þarf að spara um 630 milljónir Landspítalanum er ætlað að lækka útgjöld um 630 milljónir króna til að mæta aðhaldsmarkmiðum í ríkisfjármálum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta samsvarar um 1,9% lækkun á fjárheimiild frá fjárlögum 2011. Af fjárhæðinni eru 86 milljónir króna sem heyra til aðhaldsaðgerða sem freðstað var til ársins 2012 við samþykkt fjárlagafrumvarpsins árið 2011 og tilheyrðu St. Jósefsspítala. 1.10.2011 14:00
Heildarskuldir ríkissjóðs 1386 milljarðar Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði í lok þessa árs komnar í 1386 milljarðar króna, eða um 85 prósent af landsframleiðslu. 1.10.2011 12:57
Algert hrun á þriðja ársfjórðungi Hlutabréfavísitölur í Frakklandi og í Þýskalandi lækkuðu um 25% á þriðja ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur á vef Telegraph. 1.10.2011 10:16
Umhverfissóðar vilja Icelandic Bandaríska fiskvinnslufyrirtækið Trident Seafoods hefur samþykkt upphæð sem jafngildir um 300 milljónum íslenskra króna í sekt vegna umhverfisspjalla við fjórtán fiskvinnslustöðvar fyrirtækisins í Alaska. 1.10.2011 05:00
12 tilboð bárust í Húsasmiðjuna Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Húsamiðjuna rann út gær og bárust alls tólf tilboð í fyrirtækið og einstakar rekstrareiningar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferlið í umboði Framtakssjóðs Íslands, mun nú taka tvær vikur til að yfirfara tilboðin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði. 30.9.2011 15:05
Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins Páll Magnússon bæjarritari Kópavogsbæjar hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá því að stofununin hóf störf í ársbyrjun 2010. 30.9.2011 14:20
Viðbótarkostnaður allt að 12 milljarðar Viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi Voga getur orðið allt að tólf milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsnet sendi frá sér fyrr í dag vegna kröfu sveitarfélagsins um að um að línan skuli grafin í jörð í landi Voga. 30.9.2011 12:16
Chrome mun taka við af Firefox Það lítur allt út fyrir að Chrome forritið, sem hannað er af Google, muni taka við af Firefox sem næst vinsælasti vefvafrinn. Samkvæmt nýjustu tölum nota 23,6% notenda Chrome á meðan 26,8% notast við Firefox. Búist er við að Chrome sigli framhjá Firefox á næstu mánuðum. Firefox hefur verið afar vinsæll vefvafri síðustu ár og hefur gert notendum kleift að sérhæfa reynslu sína af internetinu. Internet Explorer heldur sæti sínu sem vinsælast vefvafri veraldar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. 30.9.2011 11:48
Lánshæfiseinkunn Nýja Sjálands lækkuð Nýja Sjáland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lent í því að lánshæfi þeirra sé lækkað. Matsfyrirtækin Fitch og Standard & Poors lækkuðu bæði í nótt lánshæfismat landsins úr AA+ niður í AA. Í gegnum tíðina hafa Nýsjálendingar verið fremur hátt metnir þegar kemur að lánshæfi enda hefur ríkissjóður þar í landi tekið lítið af lánum þótt einkageirinn hafi verið skuldum vafinn. 30.9.2011 11:08
Hættur að rannsaka fimm lífeyrissjóði Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn sinni á máli sem varðar fjárfestingar á vegum fimm lífeyrissjóða sem voru í umsjá gamla Landsbankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landsbankanum. 30.9.2011 09:55
Skarphéðinn Berg tekur tímabundið við Iceland Express Stjórn Iceland Express hefur ráðið Skarphéðinn Berg Steinarsson tímabundið í starf forstjóra fyrirtæksins en nýráðinn forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, lét óvænt af störfum í gær eftir aðeins tíu daga á forstjórastóli. Í tilkynningu frá félaginu segir að Skarphéðinn hafi þegar tekið til starfa en hann situr einnig í stjórn félagsins ásamt þeim Pálma Haraldssyni og Sigurði G. Guðjónssyni. „Stjórn félagsins mun á næstu dögum eða vikum ráða nýjan forstjóra til fyrirtækisins,“ segir einnig. 30.9.2011 09:46
Opinberar tölvupósta milli sín og Pálma - ekki hræddur við hann "Ég er ekki fæddur í gær og hef langa reynslu af samskiptum við Pálma Haraldsson og er ekki hræddur við hann og hans fólk," segir Birgir Jónsson, fyrrum forstjóri Iceland Express, en hann sagði upp störfum í gær eftir einungis tíu daga í starfi. 30.9.2011 09:17
Rauðar tölur í Evrópu Verð á hlutabréfum lækkaði enn og aftur við opnun markaða í morgun. Áhyggjur manna af erfiðleikum á evrusvæðinu eru sem fyrr aðal ástæða lækkana en við það hafa nú bæst nýjar tölur um samdrátt í smásölu í Þýskalandi og minnkandi framleiðslu í Kína. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,16 prósent og CAC vísitalan í Frakklandi um svipaða prósentutölu. Þá hefur Dax vísitalan í Frankfurt lækkað um tæp tvö prósent. Nú stefnir allt í að mánuðurinn sem er að líða sé sá versti í kauphöllum Evrópu frá hruninu í október 2008. 30.9.2011 08:56
Enn lækkanir í Asíu - versti mánuðurinn frá hruni Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu fyrir lokun markaða í nótt sem þýðir að þegar litið er á þróunina yfir mánuðinn sem er að líða að ástandið hefur ekki verið verra á hlutabréfamörkuðum þar frá því þegar hrunið stóð sem hæst í Október 2008. 30.9.2011 07:05
Útlit fyrir skort Útlit er fyrir skort á litlum og ódýrum íbúðum eftir tvö ár, að mati Davíðs Stefánssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. 30.9.2011 06:00
FÍ kaupir 39% hlutafjár í N1 Framtakssjóður Íslands (FÍ) hefur keypt um 39 prósent hlutafjár í þjónustufyrirtækinu N1 af Arion banka. Þar af er 10 prósenta hlutur sem fyrrverandi skuldabréfaeigendur N1 eiga kauprétt á síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍ. 30.9.2011 05:00
Vildi reka lykilstarfsmenn og ráða starfsfólk nátengt sér "Ég kannast ekki við samstarfsörðugleika,“ svarar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarmaður hjá Iceland Express. Hann segir að þeir hafi rætt hugmyndir og áherslur sem Birgir Jónsson hafði í huga með fyrirtækið á fundi í London í vikunni. Að sögn Skarphéðins var samhljómur í þeim. Birgir sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem hann sagði ekki vera grundvöll fyrir samstarfi á milli hans og stjórnenda félagsins. 29.9.2011 22:47
Birgir hættur eftir tíu daga starf Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. 29.9.2011 22:27
Arion banki: Íbúaverð mun hækka um átján prósent á næstu tveimur árum Íbúðaverð mun hækka um átján prósent á næstu tveimur árum að mati greiningardeildar Arion banka. Hvati til nýbyggingar verður enginn ef spár Seðlabankans um verðlækkun gengur eftir segir hagfræðingur bankans. 29.9.2011 19:30
Árni hættir í skilanefnd Glitnis Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis hefur ákveðið að segja sig úr skilanefndinni frá og með 1. október næstkomandi. Hann mun samt, að ósk slitastjórnar, sitja áfram í stjórn Íslandsbanka og að aðstoða við söluferli á eignarhlut í bankanum auk þess að gegna tilfallandi störfum sem slitastjórn kann að óska eftir vegna fyrri starfa hans fyrir Glitni. Í orðsendingu sem Árni Tómasson sendi samstarfsmönnum sínum hjá Glitni í dag segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu úr slitastjórninni vera þá að samkvæmt lögum muni verkefni skilanefnda falla til slitastjórnar um áramótin og skilanefndin ljúka störfum. Flutningur á verkefnum hafi gengið vel og svigrúm skapast fyrir sig til þess að ljúka störfum nú. 29.9.2011 15:55
Horfið frá útrásarhugmyndum Skipti, móðurfélag Símans, mun horfa frá þeirri útrás á erlenda markaði sem einkenndi reksturinn áður og mun héðan í frá einblína á íslenska fjarskiptamarkaðinn. Þetta er í samræmi við stefnumörkun fyrirtækisins sem unnið hefur verið að á síðustu mánuðum. Samhliða þessari stefnumörkum tilkynnti Skipti um að 45 starfsmönnum yrði sagt upp. Stöðugildum hjá fyrirtækinu hefur þá fækkað um 68 á árinu, en starfsmenn eru ríflega 900. Í samræmi við nýja stefnumörkun félagsins munu Skipti selja Símann DK, sem er starfsemi sem fyrirtækið vann að í Danmörku. 29.9.2011 14:47
Íslenskir aðalverktakar segja upp 40 manns Íslenskir aðalverktakar hafa ákveðið að segja upp 40 starfsmönnum nú í september auk þess sem samið hefur veirð um skert starfshlutfall við nokkra starfsmenn. Ástæðan er sögð vera verkefnaskortur og fyrirsjáanlegur samdráttur í verklegum framkvæmdum á Íslandi á komandi vetri. 29.9.2011 14:18
Kindle Fire vekur hrifningu Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple. 29.9.2011 13:52
Hefur miklar áhyggjur af atvinnuleysi Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að Bandaríkin standi andspænis stórkostlegum vanda vegna mikils atvinnuleysi. Atvinnuleysið í landi hefur verið um eða yfir 9 prósent frá því í apríl 2009. 29.9.2011 13:22
Staðfest að Forlagið þurfi að greiða 25 milljónir í sekt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því í júlí að Forlagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og skuli greiða 25 milljónir króna í sekt. 29.9.2011 12:00
Skipti segir upp tugum starfsmanna Skipti, sem er meðal annars móðurfélag Símans, segir upp tugum starfsmanna í dag í miklum hagræðingaraðgerðum. Ekki hefur fengist staðfest hversu margir starfsmennirnir eru í heildina. Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en sagði að fyrirtækið myndi senda frá sér ítarlega tilkynningu eftir hádegi. Skipti á um tíu dótturfélög, en þekktust þeirra eru án efa Síminn, Skjárinn sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn og Míla. 29.9.2011 11:39
IPhone 5 væntanlegur Talið er að Apple muni kynna næstu týpu iPhone símans vinsæla á þriðjudaginn kemur. Miklar umræður hafa skapast um hverjar nýjungarnar verði en talið er að þónokkrar breytingar séu væntanlegar. Hvað varðar innviði nýja símans er talið að iPhone 5 muni notast við sama örgjörva og er í spjaldtölvunni iPad 2. Þannig verður síminn mun kraftmeiri en áður. Einnig er talið líklegt að útlitsbreytingar verði miklar. Skjárinn mun hugsanlega verða stærri og mögulega verður bakhlið tækisins kúpt en ekki flöt eins og nú er. Að auki telja sérfræðingar að líklegt sé að IPhone 5 muni styðja þrívídd en fyrr á árinu gaf fyrirtækið HTC út fyrsta símann sem útbúinn er þrívíddar skjá. 29.9.2011 11:15
Eikin alltaf vinsælust á íslensk gólf Þorgeir Björnsson, framkvæmdastjóri verslananna Stepp og Parket og gólf, segir Íslendinga varkára þegar kemur að gólfefnavali. Eikarparket haldi jafnan vinsældum sínum. 29.9.2011 11:00
Skuldir lækkaðar um rúmlega 23 milljarða Landsbankinn greip til sérstakra úrræða fyrir skuldsett heimili í maí. Nú er orðið ljóst að þau þýða að skuldir heimila og einstaklinga við bankann munu lækka um rúmlega 23 milljarða króna. 29.9.2011 11:00
Snjallar lausnir í bankaviðskiptum Íslandsbanki hefur á þessu ári lagt mikla áherslu á þróun farsímalausna í bankaviðskiptum. Í sumarbyrjun opnaði vefur sem styður við nýjustu gerðir snjallsíma en vöxtur í sölu slíkra tækja er gríðarlegur. Því er spáð að innan nokkurra ára muni umferð á netinu verða meiri í gegnum símtæki og spjaldtölvur, eins og iPad, heldur en í gegnum hefðbundnar tölvur. 29.9.2011 11:00
Gæði í gegn Harðviðarval ehf. leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum það nýjasta og besta í parketi. Harðviðarval er rótgróið, íslenskt fjölskyldufyrirtæki með áratuga reynslu af sölu byggingavara. Undanfarin tuttugu ár hefur fyrirtækið einblínt á gólfefni og býður meðal annars breitt úrval í parketi. 29.9.2011 11:00
Fremstir í gólfefnum í 76 ár Reynsla á gólfefnamarkaði og fjöldamörg vel heppnuð verkefni bæði í heimahúsum, stofnunum og fyrirtækjum er til marks um áherslu á þau gæði sem Egill Árnason ehf. býður upp á. Það er einmitt þetta sem myndar sérstöðu á þessum. 29.9.2011 11:00
Látlaust eldist oftast best Þegar gólfefni eru keypt er fjárfest til framtíðar. Hjá Birgisson í Ármúla 8 er boðið upp á úrvalsvörur frá virtum framleiðendum. 29.9.2011 11:00