Viðskipti innlent

Svefngenglar á markaði

Efnahags og viðskiptaráðherra segir að SP Kef og Byr hafi verið svefngenglar á markaði eftir að þeir voru endurreistir eftir hrun. Hann ætlar að leggja áherslu á að slíkt muni ekki gerast aftur og endurfjármögnuð fjármálafyrirtæki verði fullgildir aðilar á markaði.

Árni Páll Árnason efnahags og viðskiptaráðherra var gestur á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Þar  var rætt um þau mál sem ráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi en einnig svaraði ráðherra fyrirspurnum nefndarmanna. Ein þeirra var fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokks um hvernig stæði á því að SPKEF og BYR hafi verið svo illa sett á laggirnar að þau lifðu ekki nema í 10 mánuði, þau hafa ekki skilað ársreikningum né uppfyllt skilyrði um eiginfjárhlutfall þrátt fyrir að vera í fullum rekstri og samkeppni við aðra banka.

Ráðherra svaraði því til að hann hefði lagt áherslu á að fjármálafyrirtæki væru ekki svefngenglar á markaði heldur alvöru endurfjármögnuð fyrirtæki.

„Ég hef þrýst á það alls staðar að ríkið stæði við sínar eigendaskyldur, til dæmis við endurfjármögnun íbúðarlánasjóðs svo hann gæti tekið þátt í skuldaúrvinnslu og gengið fram með eðlilegum ábyrgum þætti," sagði Árni og bætti við: „Þessi fyrirtæki sem verið hafa svefngenglar á markaði, að það verði tekin ákvörðun um framtíð þeirra og það hefur blessunarlega gengið. Núna í febrúar var gengið frá samruna SPKef og Landsbankans og ég vona að það gangi eftir að Íslandsbanki kaupi Byr og það er nauðsynlegt til að komast áfram í fjármálafyrirtækjunum til að vinna úr skuldavanda fyrirtækja og heimila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×