Viðskipti innlent

Sekt gamla Landsbanka stórlækkuð

Landsbankinn.
Landsbankinn.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur stórlækkað fjársekt sem lögð var á Landsbanka Íslands, eða gamla Landsbankann. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu á þessu ári að bankinn hefði brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann.

Fjársektin var upphaflega 40 milljónir króna en áfrýjunarnefndin lækkaði sektina niður í 7,5 milljónir króna.

Tilefnið var vegna samkomulags á milli Landsbankans og Magnúsar Kristinssonar og hlutafélaga í hans eig sem fól í sér að bankinn tæki yfir hlutabréf Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf. í nokkrum félögum, þar á meðal í Toyota, Sólningu Bílaleigu Flugleiða og Pizza-Pizza svo dæmi séu tekin.

„Kaupsamningar um yfirtöku LÍ á félögunum voru síðan gerðir þann 1. júlí 2009. Samkvæmt LÍ var yfirtakan liður í fullnustugerð á hendur fyrrnefndum aðilum.  Félögin M. Kristinsson ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. voru síðan öll seld eignarhaldsfélaginu Bifreiðar ehf. þann 4. ágúst 2009. Sama dag seldi LÍ jafnframt félagið Pizza Pizza ehf. til eignarhaldsfélagsins Pizzasmiðjunnar ehf. Bílaleiga Flugleiða var svo seld félaginu Norðurlöndin ehf. þann 26. febrúar 2010. Tilkynning LÍ til Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku á dótturfélögum Bergeyjar eignarhaldfélags ehf. er dagsett 16. júní 2010,“ segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×