Fleiri fréttir Telur Lýsingu hafa brotið lög Neytendastofa telur að ákvæði bílasamnings, sem Lýsing gerði við bifreiðakaupanda, um vexti láns, bæði íslenskan og erlendan hluta þess, 5.8.2010 14:38 Grikkjum gengur vel að fást við fjárlagahallann Aðgerðir Grikkja til að fást við fjárlagahalla ríkissjóðs ganga vel að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. Starfslið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu var nýlega í Grikklandi til að kynna sér stöðu mála. 5.8.2010 14:03 Álfheiður er ríkasti ráðherrann Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra er ríkasti ráðherrann samkvæmt álagningaskrá sem birt var um síðustu mánaðamót. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag á Álfheiður 150 milljónir í eignir umfram skuldir sem hún greiðir auðlegðarskatt af. 5.8.2010 10:53 Rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í júlímánuði 2010 nam 629 milljónum kr. sem er 312 milljónum kr. minni velta en í júní mánuði. Gengi krónunnar styrktist um 0,12 % gagnvart evru í mánuðinum. 5.8.2010 10:24 Iceland Express fjölgar starfsmönnum vegna aukinna umsvifa Iceland Express hyggst færa út kvíarnar næsta sumar og fljúga daglega til New York frá og með júníbyrjun. Félagið mun líka fjölga áfangastöðum í Bandaríkjunum og fljúga fjórum sinnum í viku til Boston. Einnig verður flogið til Chicago. Þessi auknu umsvif Iceland Express kalla á fjölgun starfsmanna hjá félaginu. 5.8.2010 10:15 Gistinóttum fjölgaði um 5% í júní Gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum voru 157.000 en voru 149.000 í sama mánuði árið 2009. Þetta er um 5% fjölgun milli ára. 5.8.2010 09:26 Hvetja ESB til löndunarbanns á allar íslenskar sjávarafurðir Aukin harka er að færast í deilu Íslendinga og Færeyinga við Evrópusambandið og Noreg vegna makrílveiðanna. Stjórnvöld í Noregi hafa þegar sett löndunarbann á markríl frá íslenskum og færeyskum fiskiskipum. 5.8.2010 08:40 Íslendingar í sumarfríi erlendis hagnast á krónugenginu Íslendingar sem ferðast erlendis í sumarfríum sínum í ár hafa hagnast töluvert á því að gengi krónunnar hefur styrkst frá áramótum. 5.8.2010 07:11 FME sektar Atorku um 8 milljónir fyrir brot á lögum Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Atorku um átta milljónir króna vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Er þetta ein mesta sekt sem Fjármálaeftirlitið hefur beitt gegn einstöku félagi vegna slíks brots frá hruninu haustið 2008. 5.8.2010 07:01 Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5.8.2010 01:12 Afskrifar sex milljarða vegna lána til stjórnenda Atorku Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. 4.8.2010 18:30 Á fimmta hundrað manns verið sagt upp í hópuppsögnum Alls hefur 430 manns verið sagt upp störfum í hópuppsögnum það sem af er árinu, samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar. Um 18 uppsagnir hefur verið að ræða. Þar af var 89 manns sagt upp í hópuppsögnum í júlí. Um var að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði. 4.8.2010 15:48 Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 12,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,6% í 7,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,9 ma. viðskiptum. 4.8.2010 17:05 Rekstur S. Helgasonar tryggður Fjárhags- og rekstrarlegri endurskipulagningu S. Helgasonar ehf. er lokið. Félagið rekur stærstu og elstu steinsmiðju landsins og einnig verslun með afurðir sínar að Skemmuvegi 48 í Kópavogi. 4.8.2010 15:21 Skattalega óhagstætt fyrir ríkið að eigandinn sé sænskt félag Það er óhagstæðara fyrir íslenska ríkið að eigandi HS Orku er sænskt félag en ekki kanadískt. Þetta segir forstöðumaður skattasviðs KPMG. Ef eigandinn væri skráður í Kanada, en ekki Svíþjóð, nyti íslenska ríkið aukinna skatttekna vegna eignarhaldsins. 4.8.2010 12:15 Mikið framboð á verslunarhúsnæði í kreppunni Fermetrafjöldi verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist töluvert frá því að kreppan braust út. Á síðasta ári jókst fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 7,9% en heildarfermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er nú 816.408 fm. eða sem nemur 4 fm. á hvern íbúa. 4.8.2010 10:57 Græn framtíð endurnýtir raftæki fyrir Grænlendinga Græn framtíð ehf., sem sérhæfir sig í endurnýtingu á smáraftækjum, hefur ýtt úr vör endurnýtingaráætlun fyrir fjarskiptafélagið Tele Greenland. 4.8.2010 10:39 Greiddar atvinnuleysisbætur lækkuðu um 300 milljónir í júlí Í júlí fækkaði þeim sem fá atvinnuleysisbætur um rúmlega 2.000 einstaklinga og greidd upphæð atvinnuleysisbóta lækkaði um rúmlega 300 milljónir kr. miðað við mánuðinn á undan. 4.8.2010 10:31 Störfum fjölgar að nýju í Danmörku Störfum fer nú fjölgandi að nýju í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum sem Dansk Jobindex og Danske Bank hafa unnið í sameiningu voru 14.600 ný atvinnutilboð lögð fram á netið í júlímánuði. Er þetta 1.000 fleiri störf en mánuðinn áður og mesti fjöldi nýrra starfa síðan í janúar 2009. 4.8.2010 09:58 Fjárfestingarsjóður hagnast vel á vínkaupum Fjárfestingarsjóður á Spáni hefur hagnast vel á því að fjárfesta í víni. Sjóðurinn, sem bankinn Banca March stofnaði í desember s.l. hefur sýnt mun meiri hagnað en verðbréfa- og vogunarsjóðir það sem af er árinu. 4.8.2010 09:32 Reykjavíkurborg semur við Skýrr Reykjavíkurborg hefur undirritað samstarfssamning við Skýrr ehf. um innleiðingu á skeytamiðlun fyrir rafræna reikninga. 3.8.2010 17:06 Gamma lækkaði um 0,2% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 4,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2 ma. viðskiptum. 3.8.2010 17:02 Icelandair fjölgar ferðum til Bandaríkjanna og Parísar Icelandair hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá New York og Boston í Bandaríkjunum og París í Frakklandi. Næsta sumar verður því flogið tvisvar á dag til þessara borga. 3.8.2010 14:19 30 milljóna króna viðskipti á dag Heildarviðskipti með hlutabréf í júlí námu rúmri 661 milljón eða 30 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í júní mánuði 1.221 milljón eða 58 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels (MARL) 456 milljónir og með bréf Össurar (OSSR) 153 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti Kauphallarinnar fyrir júlí. 3.8.2010 14:06 Bandaríkjadalur fellur Bandarískur dalur hefur veikst um 0,97% gagnvart íslensku krónunni það sem af er degi. Erlendir fjölmiðlar segja að hann sé í frjálsu falli þessa stundina. Til að mynda hefur breska pundið styrkst gagnvart bandaríkjadal og hefur ekki verið eins sterkt gagnvart honum síðan í febrúar. 3.8.2010 13:32 Rösklega 740 þúsund litrar af áfengi seldust fyrir helgi Sala áfengis var svipuð fyrir verslunarmannahelgina núna og fyrir ári síðan. Samtals seldust 743 þúsund lítrar af áfengi í vikunni fyrir 3.8.2010 11:00 Innflutningstölur sýna að botninum er náð í kreppunni Innflutningur jókst á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Aukningin í magni mæld var lítil eða 0,8% en um er að ræða viðsnúning engu að síður frá því sem hefur verið í undangenginni kreppu. 3.8.2010 10:55 Stækkun verksmiðju Actavis í Hafnarfirði er á áætlun Framkvæmdir við stækkun lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði ganga samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að hefja framleiðslu í nýja hlutanum um áramót. Við stækkunina eykst framleiðslugetan á Íslandi um 50%, eða í um einn og hálfan milljarð taflna á ári. 3.8.2010 10:30 Töluverður samdráttur í smásöluverslun Smásöluverslun hér á landi dróst saman um 11% í fyrra frá árinu áður miðað við árið áður og 15,5% frá árinu 2007. Þetta kemur fram í Árbók 3.8.2010 10:03 Slæmi bankinn skilar hagnaði en sá góði er rekinn með tapi Slæmi hlutinn af breska bankanum Northern Rock hefur skilað töluverðum hagnaði á fyrrihluta ársins á meðan að góði hluti bankans hefur skilað tapi. 3.8.2010 09:31 Staða óverðtryggðra ríkisbréfa jókst um 104% á einu ári Staða óverðtryggðra ríkisbréfa nam 579,10 milljörðum kr. í lok júní 2010, samanborið við 283,67 milljarða kr. í júní í fyrra, sem er aukning um 295,43 milljarða kr. eða 104% á einu ári. 3.8.2010 08:37 Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á áli Miklar verðhækkanir hafa orðið á heimsmarkaðsverði á áli að undanförnu. 3.8.2010 08:08 ESB undir þrýstingi að refsa Íslandi vegna makrílveiðanna Mikill þrýstingur er nú á stjórn Evrópusambandsins um að beita Íslendinga og Færeyingar refsiaðgerðum vegna makrílveiða þessara þjóða. 3.8.2010 07:47 Olíuverðið aftur komið yfir 80 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er nú aftur komið yfir 80 dollara á tunnuna og hefur ekki verið hærra síðan í maí síðastliðnum. 3.8.2010 07:45 Gífurlegar verðhækkanir á hveiti, matvælaverð hækkar Gífurlegar verðhækkanir hafa orðið á hveiti síðasta mánuðinn, þær mestu á síðustu 30 árum. 3.8.2010 07:39 Newsweek selt á einn dollara Hið þekkta fréttatímarit Newsweek hefur verið selt en það hefur verið í eigu stórblaðsins Washington Post undanfarin 50 ár. 3.8.2010 07:23 Bretar vilja einna síst verja sumarfríi sínu á Íslandi Óvenjuhátt hlutfall Breta mun eyða sumarfríi sínu á heimaslóðum í ár. Ísland er meðal þeirra landa sem Breta vilja síst heimsækja í sumarfríi sínu. 3.8.2010 07:16 HSBC hagnaðist um 2100 milljarða króna Hagnaður HSBC, stærsta banka í Evrópu, nam 11.1 milljarði sterlingspunda á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn nemur um 2100 milljörðum íslenskra króna. 2.8.2010 11:51 Metsala á Audi bifreiðum Audi bílaverksmiðjurnar seldu 554 939 bíla á fyrri helmingi ársins miðað við 465 804 á fyrri helmingi síðasta ár. Salan á fyrri helmingi ársins er meiri en á metárinu 2008, segir í frétt á norska viðskiptavefnum e24.no. 2.8.2010 11:15 Hótar að hætta við kaupin á HS Orku Ross Beaty, forstjóri kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, hefur hótað að fresta eða jafnvel hætta við kaup fyrirtækisins á HS Orku vegna pólitískrar óvissu, að því er Financial Times greinir frá í dag. 1.8.2010 18:37 Heimsins versta starf er laust Olíufélagið BP auglýsir um þessar mundir starf talsmanns fyrirtækisins laust til umsóknar. Talsmaðurinn á að sjá um tengsl fyrirtækisins við fjölmiðla, en fyrirtækið varð fyrir miklum álitshnekki þegar að olíupallur í Mexíkóflóa gaf sig með þeim afleiðingum að úr varð gifurlegt umhverfisslys. CNN kallar starfið sem nú er verið að auglýsa, versta starf í heimi. 1.8.2010 10:39 Sjá næstu 50 fréttir
Telur Lýsingu hafa brotið lög Neytendastofa telur að ákvæði bílasamnings, sem Lýsing gerði við bifreiðakaupanda, um vexti láns, bæði íslenskan og erlendan hluta þess, 5.8.2010 14:38
Grikkjum gengur vel að fást við fjárlagahallann Aðgerðir Grikkja til að fást við fjárlagahalla ríkissjóðs ganga vel að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. Starfslið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu var nýlega í Grikklandi til að kynna sér stöðu mála. 5.8.2010 14:03
Álfheiður er ríkasti ráðherrann Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra er ríkasti ráðherrann samkvæmt álagningaskrá sem birt var um síðustu mánaðamót. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag á Álfheiður 150 milljónir í eignir umfram skuldir sem hún greiðir auðlegðarskatt af. 5.8.2010 10:53
Rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í júlímánuði 2010 nam 629 milljónum kr. sem er 312 milljónum kr. minni velta en í júní mánuði. Gengi krónunnar styrktist um 0,12 % gagnvart evru í mánuðinum. 5.8.2010 10:24
Iceland Express fjölgar starfsmönnum vegna aukinna umsvifa Iceland Express hyggst færa út kvíarnar næsta sumar og fljúga daglega til New York frá og með júníbyrjun. Félagið mun líka fjölga áfangastöðum í Bandaríkjunum og fljúga fjórum sinnum í viku til Boston. Einnig verður flogið til Chicago. Þessi auknu umsvif Iceland Express kalla á fjölgun starfsmanna hjá félaginu. 5.8.2010 10:15
Gistinóttum fjölgaði um 5% í júní Gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum voru 157.000 en voru 149.000 í sama mánuði árið 2009. Þetta er um 5% fjölgun milli ára. 5.8.2010 09:26
Hvetja ESB til löndunarbanns á allar íslenskar sjávarafurðir Aukin harka er að færast í deilu Íslendinga og Færeyinga við Evrópusambandið og Noreg vegna makrílveiðanna. Stjórnvöld í Noregi hafa þegar sett löndunarbann á markríl frá íslenskum og færeyskum fiskiskipum. 5.8.2010 08:40
Íslendingar í sumarfríi erlendis hagnast á krónugenginu Íslendingar sem ferðast erlendis í sumarfríum sínum í ár hafa hagnast töluvert á því að gengi krónunnar hefur styrkst frá áramótum. 5.8.2010 07:11
FME sektar Atorku um 8 milljónir fyrir brot á lögum Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Atorku um átta milljónir króna vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Er þetta ein mesta sekt sem Fjármálaeftirlitið hefur beitt gegn einstöku félagi vegna slíks brots frá hruninu haustið 2008. 5.8.2010 07:01
Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. 5.8.2010 01:12
Afskrifar sex milljarða vegna lána til stjórnenda Atorku Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. 4.8.2010 18:30
Á fimmta hundrað manns verið sagt upp í hópuppsögnum Alls hefur 430 manns verið sagt upp störfum í hópuppsögnum það sem af er árinu, samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar. Um 18 uppsagnir hefur verið að ræða. Þar af var 89 manns sagt upp í hópuppsögnum í júlí. Um var að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði. 4.8.2010 15:48
Litlar breytingar á GAMMA Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 12,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,6% í 7,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,9 ma. viðskiptum. 4.8.2010 17:05
Rekstur S. Helgasonar tryggður Fjárhags- og rekstrarlegri endurskipulagningu S. Helgasonar ehf. er lokið. Félagið rekur stærstu og elstu steinsmiðju landsins og einnig verslun með afurðir sínar að Skemmuvegi 48 í Kópavogi. 4.8.2010 15:21
Skattalega óhagstætt fyrir ríkið að eigandinn sé sænskt félag Það er óhagstæðara fyrir íslenska ríkið að eigandi HS Orku er sænskt félag en ekki kanadískt. Þetta segir forstöðumaður skattasviðs KPMG. Ef eigandinn væri skráður í Kanada, en ekki Svíþjóð, nyti íslenska ríkið aukinna skatttekna vegna eignarhaldsins. 4.8.2010 12:15
Mikið framboð á verslunarhúsnæði í kreppunni Fermetrafjöldi verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist töluvert frá því að kreppan braust út. Á síðasta ári jókst fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 7,9% en heildarfermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er nú 816.408 fm. eða sem nemur 4 fm. á hvern íbúa. 4.8.2010 10:57
Græn framtíð endurnýtir raftæki fyrir Grænlendinga Græn framtíð ehf., sem sérhæfir sig í endurnýtingu á smáraftækjum, hefur ýtt úr vör endurnýtingaráætlun fyrir fjarskiptafélagið Tele Greenland. 4.8.2010 10:39
Greiddar atvinnuleysisbætur lækkuðu um 300 milljónir í júlí Í júlí fækkaði þeim sem fá atvinnuleysisbætur um rúmlega 2.000 einstaklinga og greidd upphæð atvinnuleysisbóta lækkaði um rúmlega 300 milljónir kr. miðað við mánuðinn á undan. 4.8.2010 10:31
Störfum fjölgar að nýju í Danmörku Störfum fer nú fjölgandi að nýju í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum sem Dansk Jobindex og Danske Bank hafa unnið í sameiningu voru 14.600 ný atvinnutilboð lögð fram á netið í júlímánuði. Er þetta 1.000 fleiri störf en mánuðinn áður og mesti fjöldi nýrra starfa síðan í janúar 2009. 4.8.2010 09:58
Fjárfestingarsjóður hagnast vel á vínkaupum Fjárfestingarsjóður á Spáni hefur hagnast vel á því að fjárfesta í víni. Sjóðurinn, sem bankinn Banca March stofnaði í desember s.l. hefur sýnt mun meiri hagnað en verðbréfa- og vogunarsjóðir það sem af er árinu. 4.8.2010 09:32
Reykjavíkurborg semur við Skýrr Reykjavíkurborg hefur undirritað samstarfssamning við Skýrr ehf. um innleiðingu á skeytamiðlun fyrir rafræna reikninga. 3.8.2010 17:06
Gamma lækkaði um 0,2% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 4,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 2,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2 ma. viðskiptum. 3.8.2010 17:02
Icelandair fjölgar ferðum til Bandaríkjanna og Parísar Icelandair hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá New York og Boston í Bandaríkjunum og París í Frakklandi. Næsta sumar verður því flogið tvisvar á dag til þessara borga. 3.8.2010 14:19
30 milljóna króna viðskipti á dag Heildarviðskipti með hlutabréf í júlí námu rúmri 661 milljón eða 30 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í júní mánuði 1.221 milljón eða 58 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels (MARL) 456 milljónir og með bréf Össurar (OSSR) 153 milljónir. Þetta kemur fram í yfirliti Kauphallarinnar fyrir júlí. 3.8.2010 14:06
Bandaríkjadalur fellur Bandarískur dalur hefur veikst um 0,97% gagnvart íslensku krónunni það sem af er degi. Erlendir fjölmiðlar segja að hann sé í frjálsu falli þessa stundina. Til að mynda hefur breska pundið styrkst gagnvart bandaríkjadal og hefur ekki verið eins sterkt gagnvart honum síðan í febrúar. 3.8.2010 13:32
Rösklega 740 þúsund litrar af áfengi seldust fyrir helgi Sala áfengis var svipuð fyrir verslunarmannahelgina núna og fyrir ári síðan. Samtals seldust 743 þúsund lítrar af áfengi í vikunni fyrir 3.8.2010 11:00
Innflutningstölur sýna að botninum er náð í kreppunni Innflutningur jókst á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Aukningin í magni mæld var lítil eða 0,8% en um er að ræða viðsnúning engu að síður frá því sem hefur verið í undangenginni kreppu. 3.8.2010 10:55
Stækkun verksmiðju Actavis í Hafnarfirði er á áætlun Framkvæmdir við stækkun lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði ganga samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að hefja framleiðslu í nýja hlutanum um áramót. Við stækkunina eykst framleiðslugetan á Íslandi um 50%, eða í um einn og hálfan milljarð taflna á ári. 3.8.2010 10:30
Töluverður samdráttur í smásöluverslun Smásöluverslun hér á landi dróst saman um 11% í fyrra frá árinu áður miðað við árið áður og 15,5% frá árinu 2007. Þetta kemur fram í Árbók 3.8.2010 10:03
Slæmi bankinn skilar hagnaði en sá góði er rekinn með tapi Slæmi hlutinn af breska bankanum Northern Rock hefur skilað töluverðum hagnaði á fyrrihluta ársins á meðan að góði hluti bankans hefur skilað tapi. 3.8.2010 09:31
Staða óverðtryggðra ríkisbréfa jókst um 104% á einu ári Staða óverðtryggðra ríkisbréfa nam 579,10 milljörðum kr. í lok júní 2010, samanborið við 283,67 milljarða kr. í júní í fyrra, sem er aukning um 295,43 milljarða kr. eða 104% á einu ári. 3.8.2010 08:37
Miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á áli Miklar verðhækkanir hafa orðið á heimsmarkaðsverði á áli að undanförnu. 3.8.2010 08:08
ESB undir þrýstingi að refsa Íslandi vegna makrílveiðanna Mikill þrýstingur er nú á stjórn Evrópusambandsins um að beita Íslendinga og Færeyingar refsiaðgerðum vegna makrílveiða þessara þjóða. 3.8.2010 07:47
Olíuverðið aftur komið yfir 80 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er nú aftur komið yfir 80 dollara á tunnuna og hefur ekki verið hærra síðan í maí síðastliðnum. 3.8.2010 07:45
Gífurlegar verðhækkanir á hveiti, matvælaverð hækkar Gífurlegar verðhækkanir hafa orðið á hveiti síðasta mánuðinn, þær mestu á síðustu 30 árum. 3.8.2010 07:39
Newsweek selt á einn dollara Hið þekkta fréttatímarit Newsweek hefur verið selt en það hefur verið í eigu stórblaðsins Washington Post undanfarin 50 ár. 3.8.2010 07:23
Bretar vilja einna síst verja sumarfríi sínu á Íslandi Óvenjuhátt hlutfall Breta mun eyða sumarfríi sínu á heimaslóðum í ár. Ísland er meðal þeirra landa sem Breta vilja síst heimsækja í sumarfríi sínu. 3.8.2010 07:16
HSBC hagnaðist um 2100 milljarða króna Hagnaður HSBC, stærsta banka í Evrópu, nam 11.1 milljarði sterlingspunda á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn nemur um 2100 milljörðum íslenskra króna. 2.8.2010 11:51
Metsala á Audi bifreiðum Audi bílaverksmiðjurnar seldu 554 939 bíla á fyrri helmingi ársins miðað við 465 804 á fyrri helmingi síðasta ár. Salan á fyrri helmingi ársins er meiri en á metárinu 2008, segir í frétt á norska viðskiptavefnum e24.no. 2.8.2010 11:15
Hótar að hætta við kaupin á HS Orku Ross Beaty, forstjóri kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, hefur hótað að fresta eða jafnvel hætta við kaup fyrirtækisins á HS Orku vegna pólitískrar óvissu, að því er Financial Times greinir frá í dag. 1.8.2010 18:37
Heimsins versta starf er laust Olíufélagið BP auglýsir um þessar mundir starf talsmanns fyrirtækisins laust til umsóknar. Talsmaðurinn á að sjá um tengsl fyrirtækisins við fjölmiðla, en fyrirtækið varð fyrir miklum álitshnekki þegar að olíupallur í Mexíkóflóa gaf sig með þeim afleiðingum að úr varð gifurlegt umhverfisslys. CNN kallar starfið sem nú er verið að auglýsa, versta starf í heimi. 1.8.2010 10:39