Viðskipti innlent

Áttatíu starfsmönnum Kaupþings stefnt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 80 starfsmönnum gamla Kaupþings hefur verið stefnt til greiðslu skuldar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið.

Ólafur Garðarsson, formaður slitastjórnar Kaupþings, segir í samtali við Viðskiptablaðið að stærsti hluti þessara starfsmanna hafi verið með tiltölulega lágar fjárhæðir, undir fimmtán milljónum króna eða minn. En svo séu aðrir með mun hærri fjárhæðir.

Fólkinu var birt stefnan fyrir um mánuði síðan og hafi réttarhléið verið notað til þess að leysa mál og semja um skuldir án atbeina dómstóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×