Viðskipti innlent

Rekstur S. Helgasonar tryggður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
S. Helgason hefur framleitt fjölmarga legsteina í gegnum tíðina.
S. Helgason hefur framleitt fjölmarga legsteina í gegnum tíðina.
Fjárhags- og rekstrarlegri endurskipulagningu S. Helgasonar ehf. er lokið. Félagið rekur stærstu og elstu steinsmiðju landsins og einnig verslun með afurðir sínar að Skemmuvegi 48 í Kópavogi.

Eignarhaldsfélagið Björg, sem er í eigu Sparisjóðabanka Íslands, hefur eignast fyrirtækið að fullu og tekið við rekstri þess. Í tilkynningu frá S. Helgasyni og Sparisjóðabankanum kemur fram að með þeirri ráðstöfun sem gripið hafi verið til sé rekstur S. Helgasonar tryggður.

S. Helgason er gamalgróið fyrirtæki og landsþekkt í sinni grein. Það var stofnað árið 1953 og er enn rekið á upprunalegri kennitölu sinni, en skuldastaða fyrirtækisins breyttist verulega við hrunið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×