Fleiri fréttir

Eyjafjallajökull lék British Airways grátt

Öskuskýið úr Eyjafjallajökli lék flugfélagið British Airways grátt, en félagið skilaði 164 milljóna punda tapi á öðrum ársfjórðungi, andvirði um 30 milljarða króna.

Big Mac dýrastur á Norðurlöndunum

Það er dýrast að kaupa Big Mac hamborgara á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri Big Mac vísitölu. Með vísitölunni er verð á Bic Mac hamborgurum borið saman þvert á landamæri. Samkvæmt henni kostar Bic Mac í Noregi 7,20 bandaríkjadali. Í Bandaríkjunum kostar samskonar borgari einungis 3,73 dali.

Disney seldi Miramax fyrir 79 milljarða

Walt Disney hefur selt Miramax kvikmyndaverið fyrir 660 milljónir dala, eða sem nemur 79 milljörðum íslenskra króna. Salan hefur átt sér töluvert langan aðdraganda enda ljóst að um áhrifamikið fyrirtæki á þessu sviði er að ræða. Fjölmargir höfðu áhuga á að eignast fyrirtækið þar á meðal Harvey og Bob Weinstein en þeir stofnuðu það upphaflega fyrir 31 ári síðan.

Facebook fer senn á hlutabréfamarkað

Til stendur að setja fyrirtækið sem rekur Facebook samskiptavefinn á markað fljótlega, en notendur vefjarins náðu á dögunum 500 milljóna markinu.

Kyrrsettu 111 milljónir í eigu Jóns Ásgeirs

Slitastjórn Glitnis banka hf. fékk í dag úrskurð um alþjóðlega kyrrsetningu í sambandi við kröfur Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Slitastjórn Glitnis segir að kyrrsetningin komi til vegna millifærslna sem framkvæmdar voru daginn eftir að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrrsettar í Bretlandi þann 11. maí síðastliðinn.

Gamma hækkaði lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 2,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,3 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 1,1 ma. viðskiptum.

Microsoft leitar að svari við iPad

Steve Balmer, forstjóri Microsoft, segir að það sé forgangsatriði hjá fyrirtækinu að hanna búnað sem geti verið svar framleiðandans við Apple iPad. Balmer sagði á ráðstefnu í Seattle á dögunum að Microsoft ynni að því með fyrirtækjum á borð við HP, Lenovo, Asus, Dell og Toshiba að hanna tölvu með sömu eiginleikum og iPad. Það var breska blaðið Telegraph sem greindi frá þessu.

Met slegið í innflutningi á fjárfestingarvörum

Athygli vekur að innflutningur fjárfestingarvara nam ríflega fjórðungi alls vöruinnflutnings í júní. Fluttar voru inn slíkar vörur fyrir 10,2 milljarða kr. í mánuðinum, en það er mesti innflutningur slíkra vara í krónum talið í einum mánuði svo langt aftur sem tölur Hagstofu ná.

Norrænir stórbankar eru þeir öruggustu í Evrópu

Norrænu stórbankarnir Danske Bank, Handelsbanken, DnB NOR og Nordea eru þeir öruggustu í Evrópu. Þeir komu mjög vel út úr nýlegu álagsprófi ESB og skuldatryggingaálag þeirra endurspeglar trausta stöðu þeirra.

Aflaverðmætið eykst um 10,6 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 45,6 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010 samanborið við 35 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 10,6 milljarða eða 30,2% á milli ára.

Vöruskiptin hagstæðum um 8,7 milljarða í júní

Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 48,0 milljarða króna og inn fyrir 39,3 milljarða króna. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 8,7 milljarða króna. Í júní 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 6,2 milljarða króna á sama gengi.

Um 85% andvígir því að útlendingar kaupi íslenskar náttúruauðlindir

Tæplega 85% eru mjög andvígir eða frekar andvígir því að erlendir aðilar geti keypt íslenskar náttúruauðlindir, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Teit Atlason guðfræðing og bloggara. Um 10,6% eru hvorki hlynntir né andvígir en 4,5% voru mjög eða frekar hlynntir.

Tekjurnar helmingi lægri en upplýsingar benda til

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir laun sín á síðasta ári hafa verið víðs fjarri því sem fram komi upplýsingum tekjublaða sem birst hafa undanfarinn sólarhring.

Gamma hækkaði um 0,3%

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 9,2 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 6,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 3 ma. viðskiptum.

Eignarhaldsfélag Daggar gert upp

Búið er að slíta þrotabúi Insolidum ehf, sem var í eigu Daggar Pálsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Kröfuhafar félagsins fengu greiddar um 7,3 milljónir eða um 1,5% upp í kröfur sínar. Helstu kröfurhafar félagsins voru SPRON og Landsbankinn.

Forsetinn launahæstur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var tekjuhæsti stjórnmálamaður á Íslandi í fyrra. Samkvæmt tekjusíðum Vísis var hann með 1591 þúsund krónur í laun á mánuði á síðasta ári.

Töluvert dregur úr hagnaði Marel

Hagnaður af heildarstarfsemi Marel eftir skatta nam 100.000 evrum eða 15,7 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 17,3 milljónum evra eða 2,7 milljörðum króna.

Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku

Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku.

Eyjafjallajökull var EasyJet dýr

Gosið í Eyjafjallajökli kostaði breska lággjaldaflugfélagið EasyJet 65 milljónir sterlingspunda. Það gerir um 12.3 milljarða króna.

Íslenskt tölvukerfi notað í kauphöllinni í London

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software ehf. hefur á skömmum tíma selt eigið tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi til 38 landa með aðstoð netsins, þar á meðal til fjölmargra stórfyrirtækja og stofnana, svo sem til kauphallarinnar í Lundúnum og Deutsche bank. Einnig hefur kauphöllin í New York og örgjörvaframleiðandinn Intel hlaðið kerfinu niður til reynslu.

Skuldatryggingaálag Íslands hríðlækkar

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hríðlækkað í vikunni. Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni er álagið nú komið niður í 286 punkta og hefur ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári.

Neytendur ekki bjartsýnni síðan fyrir hrunið 2008

Væntingar neytenda halda áfram að glæðast ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var um hádegisbilið í gær. Væntingavísitalan hækkar nú um 6 stig og er vísitalan nú 67,1 stig sem er það hæsta sem hún hefur verið frá því fyrir hrun.

Fjögur fyrirtæki styðja sprotafyrirtæki

Fyrirtækin N1, CCP, Nýherji og Íslandspóstur hafa ákveðið að niðurgreiða þátttökugjöld í Viðskiptasmiðjuna - Hraðbraut nýrra fyrirtækja fyrir valin fyrirtæki. Með stuðningnum vilja fyrirtækin efla nýsköpun og styðja sprotafyrirtæki á Íslandi. Þá vilja þau benda á mikilvægi þess að frumkvöðlar sæki sér þekkingu og sérfræðiráðgjöf þegar nýjum fyrirtækjum er komið á legg.

Spáir öðru hruni á danska fasteignamarkaðinum

Lítilsháttar hækkanir á fasteignaverðum í Danmörku að undanförnu eru skammgóður vermir fyrir danska íbúðaeigendur að mati Jakob Madsen prófessors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Nýtt olíuævintýri mögulega í uppsiglingu í Danmörku

Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.

Gott uppgjör hjá Deutsche Bank

Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung ársins en hreinn hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,2 milljarði evra eða tæplega 190 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1,1 milljarði kr.

BP staðfestir að Hayward láti af störfum

Stjórn BP olíufélagsins hefur staðfest að Tony Hayward láti af störfum sem forstjóri félagsins og að Bandaríkjamaðurinn Bob Dudley taki við stöðunni.

Sjá næstu 50 fréttir