Viðskipti innlent

Hvetja ESB til löndunarbanns á allar íslenskar sjávarafurðir

Aukin harka er að færast í deilu Íslendinga og Færeyinga við Evrópusambandið og Noreg vegna makrílveiðanna. Stjórnvöld í Noregi hafa þegar sett löndunarbann á markríl frá íslenskum og færeyskum fiskiskipum.

Á neyðarfundi sem haldinn var í London síðdegis í gær hvöttu fulltrúar uppsjávarfiskútgerða innan Evrópusambandsins og í Noregi til þess að allsherjar löndunarbann yrði sett á allar ferskar og frosnar sjávarafurðir frá Íslandi og Færeyjum.

Í sameiginlegri yfirlýsingu sem gefin var út eftir fundinn var greint frá áhyggjum þessara útgerða yfir því sem kallað er "óábyrgar" makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga. Jafnframt var löndunarbanni Norðmanna fagnað.

Fjallað er um málið á vefsíðunni fishnewseu.com. Þar segir að á fundinum hafi m.a. verið rætt um leiðir til að setja bann á allan innflutning á makrílafurðum frá Íslandi og Færeyjum til ESB.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×