Viðskipti innlent

Á fimmta hundrað manns verið sagt upp í hópuppsögnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill meirihluti þeirra sem sagt hefur verið upp starfar í byggingariðnaði.
Mikill meirihluti þeirra sem sagt hefur verið upp starfar í byggingariðnaði.
Alls hefur 430 manns verið sagt upp störfum í hópuppsögnum það sem af er árinu, samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar. Um 18 uppsagnir hefur verið að ræða. Þar af var 89 manns sagt upp í hópuppsögnum í júlí. Um var að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði.

Þeir starfsmenn, sem sagt var upp í júlí, koma til með að missa vinnuna í september og fram í október. Ástæður uppsagna í byggingariðnaði er fyrirsjáanlegur verkefnaskortur þar sem lítið er framundan í bygginga- og verktakastarfsemi.

Heildarfjöldi atvinnulausra er hins vegar miklu meiri, eða um 14360.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×