FME sektar Atorku um 8 milljónir fyrir brot á lögum 5. ágúst 2010 07:01 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Atorku um átta milljónir króna vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Er þetta ein mesta sekt sem Fjármálaeftirlitið hefur beitt gegn einstöku félagi vegna slíks brots frá hruninu haustið 2008. Á vefsíðu FME segir að þann 10. febrúar 2009 birti Atorka Group hf. tilkynningu, í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, um að það hefði samið um kyrrstöðu til 20. mars 2009 við eigendur skuldabréfa í flokknum ATOR 07 2 og ATOR 06 1. Af tilkynningu útgefanda var ljóst að kyrrstaðan náði til lokagjalddaga ATOR 07 2 sem var 16. janúar 2009 og vaxtagjalddaga ATOR 06 1 sem var 26. janúar 2009. Félagið birti einnig tilkynningu þann 20. mars 2009 þar sem fram kom að á tímabilinu sem leið frá fyrri tilkynningu félagsins, hefðu fallið vaxtagjalddagar í flokkum ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 en gjalddagar þeirra voru 15. mars, 13. mars og 17. febrúar 2009. Fram kom að útgefandinn hafði greitt til allra eigenda sem stóðu fyrir utan kyrrstöðusamning félagsins. Upplýsingar um kyrrstöðusamning við skuldabréfaeigendur vegna þessara skuldabréfaflokka höfðu ekki áður verið birtar. Fjármálaeftirlitið taldi að Atorku hefði borið að birta opinbera tilkynningu um leið og ljóst var að dráttur yrði á afborgunum af skuldabréfum útgefanda í öllum fyrrgreindum skuldabréfaflokkum, en Atorka birti fyrst opinberlega upplýsingar um greiðsludrátt vegna flokks ATOR 07 2 rúmlega þremur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga og vegna flokks ATOR 06 1 tveimur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga. Þá taldi Fjármálaeftirlitið að Atorku hefði borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem það leysir útgefanda ekki undan upplýsingaskyldu að upplýsa einungis eigendur útgefinna verðbréfa um fjárhagsörðugleika og vanskil á greiðslum. Atorka taldi m.a. að upplýsingar um að félagið greiddi ekki af skuldabréfum sínum á gjalddaga hefðu orðið opinberar upplýsingar í skilningi laga á þeim degi þegar greiðslufall varð og því hafi félaginu ekki verið skylt að tilkynna um þann atburð. Ljóst væri að þegar greiðslufall hefði orðið á skuldabréfunum urðu upplýsingar um það aðgengilegar öllum helstu fjárfestum á markaði og fjármálafyrirtækjum. Með því urðu upplýsingar um greiðslufall Atorku kunnar leikendum á fjármálamarkaði. Áréttaði Atorka að Kauphöllin hafi sett alla skuldabréfaflokka Atorku á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu félagsins. Fjármálaeftirlitið féllst ekki á framangreindar skýringar þar sem upplýsingar er varða réttindi eigenda skuldabréfa, eins og dráttur á afborgunum höfuðstóls og/eða vaxta, teljast til nægjanlega tilgreindra upplýsinga sem eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef opinberar væru, samkvæmt lögum. Þá segir einnig í greininni að upplýsingar teljast opinberar þegar útgefandi fjármálagerninga hefur birt almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu þær. Þegar greiðslufall verður á skuldabréfum eru upplýsingar um það eðli máls samkvæmt einungis á vitorði útgefandans og viðkomandi skuldabréfaeigenda. Aðrir fjárfestar, þ.e. fyrir utan skuldabréfaeigendurna, höfðu ekki aðgang að framangreindum upplýsingum. Með sömu rökum var ekki fallist á rök Atorku um að félaginu hafi ekki borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem að mati Atorku hafi upplýsingar þess efnis verið opinberar þegar nefnt samkomulag komst á, enda voru umræddar upplýsingar ekki opinberar í skilningi laganna. „Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar er litið til alvarleika brots, málsatvika, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvað brot hefur staðið lengi sem og sambærilegra mála. Með hliðsjón af framangreindu ákvað stjórn Fjármálaeftirlitsins að gera Atorku Group hf. stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000," segir á vefsíðunni. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Atorku um átta milljónir króna vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Er þetta ein mesta sekt sem Fjármálaeftirlitið hefur beitt gegn einstöku félagi vegna slíks brots frá hruninu haustið 2008. Á vefsíðu FME segir að þann 10. febrúar 2009 birti Atorka Group hf. tilkynningu, í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, um að það hefði samið um kyrrstöðu til 20. mars 2009 við eigendur skuldabréfa í flokknum ATOR 07 2 og ATOR 06 1. Af tilkynningu útgefanda var ljóst að kyrrstaðan náði til lokagjalddaga ATOR 07 2 sem var 16. janúar 2009 og vaxtagjalddaga ATOR 06 1 sem var 26. janúar 2009. Félagið birti einnig tilkynningu þann 20. mars 2009 þar sem fram kom að á tímabilinu sem leið frá fyrri tilkynningu félagsins, hefðu fallið vaxtagjalddagar í flokkum ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 en gjalddagar þeirra voru 15. mars, 13. mars og 17. febrúar 2009. Fram kom að útgefandinn hafði greitt til allra eigenda sem stóðu fyrir utan kyrrstöðusamning félagsins. Upplýsingar um kyrrstöðusamning við skuldabréfaeigendur vegna þessara skuldabréfaflokka höfðu ekki áður verið birtar. Fjármálaeftirlitið taldi að Atorku hefði borið að birta opinbera tilkynningu um leið og ljóst var að dráttur yrði á afborgunum af skuldabréfum útgefanda í öllum fyrrgreindum skuldabréfaflokkum, en Atorka birti fyrst opinberlega upplýsingar um greiðsludrátt vegna flokks ATOR 07 2 rúmlega þremur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga og vegna flokks ATOR 06 1 tveimur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga. Þá taldi Fjármálaeftirlitið að Atorku hefði borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem það leysir útgefanda ekki undan upplýsingaskyldu að upplýsa einungis eigendur útgefinna verðbréfa um fjárhagsörðugleika og vanskil á greiðslum. Atorka taldi m.a. að upplýsingar um að félagið greiddi ekki af skuldabréfum sínum á gjalddaga hefðu orðið opinberar upplýsingar í skilningi laga á þeim degi þegar greiðslufall varð og því hafi félaginu ekki verið skylt að tilkynna um þann atburð. Ljóst væri að þegar greiðslufall hefði orðið á skuldabréfunum urðu upplýsingar um það aðgengilegar öllum helstu fjárfestum á markaði og fjármálafyrirtækjum. Með því urðu upplýsingar um greiðslufall Atorku kunnar leikendum á fjármálamarkaði. Áréttaði Atorka að Kauphöllin hafi sett alla skuldabréfaflokka Atorku á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu félagsins. Fjármálaeftirlitið féllst ekki á framangreindar skýringar þar sem upplýsingar er varða réttindi eigenda skuldabréfa, eins og dráttur á afborgunum höfuðstóls og/eða vaxta, teljast til nægjanlega tilgreindra upplýsinga sem eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef opinberar væru, samkvæmt lögum. Þá segir einnig í greininni að upplýsingar teljast opinberar þegar útgefandi fjármálagerninga hefur birt almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu þær. Þegar greiðslufall verður á skuldabréfum eru upplýsingar um það eðli máls samkvæmt einungis á vitorði útgefandans og viðkomandi skuldabréfaeigenda. Aðrir fjárfestar, þ.e. fyrir utan skuldabréfaeigendurna, höfðu ekki aðgang að framangreindum upplýsingum. Með sömu rökum var ekki fallist á rök Atorku um að félaginu hafi ekki borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem að mati Atorku hafi upplýsingar þess efnis verið opinberar þegar nefnt samkomulag komst á, enda voru umræddar upplýsingar ekki opinberar í skilningi laganna. „Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar er litið til alvarleika brots, málsatvika, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvað brot hefur staðið lengi sem og sambærilegra mála. Með hliðsjón af framangreindu ákvað stjórn Fjármálaeftirlitsins að gera Atorku Group hf. stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000," segir á vefsíðunni.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira