Viðskipti innlent

Stýrivaxtalækkun í takt við væntingar

Stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar um 0,5 prósentur er í takt við væntingar sérfræðinga. Greining Arion banka spáði þessari lækkun sem og sérfræðingahópur á vegum Reuters fréttastofunnar.

Greining Íslandsbanka spáði vaxtalækkun á bilinu 0,5 til 0,75 prósentustig en greining MP Banka spáði lækkun upp á 0,25 prósentustig. Greining MP Banka taldi hugsanlegt að óvissan í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar myndi draga úr vilja peningastefnunefndar til að lækka vextina mikið að þessu sinni.

Stýrivextir Seðlabankans hafa nú lækkað um 10 prósentustig síðan að þeir náðu hámarki í árslok 2008 er þeir voru 18%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×