Viðskipti innlent

Álrisinn Alcoa enn spenntur fyrir tækifærum á Íslandi

Brent Reitan aðstoðarforstjóri álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, segir að félagið sé enn verulega spennt fyrir Íslandi og þeim tækifæri sem þar geti verið í boði.

Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Reitan. Hann segir að Fjarðarál hafi verið árangursrík framkvæmd og að Alcoa gæti hugsað sér að fjárfesta frekar á Íslandi sökum þess.

Fram kemur í viðtalinu að Alcoa hefur dregið úr álframleiðslu sinni um 20% til 25% á öðrum stöðum í heiminum. Þetta er gert sökum þess hve álbirgðir í heiminum eru orðnar miklar.

Birgðirnir nema nú um 4,5 milljónum tonna og reiknar Reitan með að þær muni fari vaxandi í náinni framtíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×