Viðskipti innlent

Segir gengisdóm þýða AGS tafir og minni vaxtalækkun

Greining MP Banka telur hugsanlegt er að þriðja endurskoðunin Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) tefjist vegna óvissu í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar þar sem gengisbinding lána var dæmd ólögleg. Þessi dómur feli í sér að töluverður kostnaður fellur á ýmis fjármálafyrirtæki sem og á skattgreiðendur.

Af þessum sökum telur greiningin að viðbúið sé að hluti peningastefnunefndarinnar telji óráðlegt að breyta vöxtum að sinni.

Vaxtaákvörðunin verður tilkynnt nú fyrir hádegið en greiningardeildir hafa almennt verið að spá að stýrivextirnir lækki um 0,5 til 0,75 prósentustig. Greining MP Banka telur aftur á móti að lækkunin muni aðeins nema 0,25 prósentustigum vegna dóms Hæstaréttar.

„En líklegt er einnig að hluti nefndarinnar vilji áfram lækka vexti vegna erfiðra efnahagsaðstæðna. Það eru því töluverðar líkur á óbreyttum vöxtum í fyrramálið og einnig töluverðar líkur á lækkun um hálfa prósent," segir í Markaðsvísi greiningar MP Banka.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×