Seðlabankastjóri: Brýnt að eyða óvissunni 23. júní 2010 18:30 Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira