Embættismaður ráðherra: Stjórnvöld hafa ekki efni á að sjást bjarga BTB Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júní 2010 19:00 Stuttu áður en Straumur-Burðaráss fjárfestingarbanki féll fékk einn af yfirmönnum bankans þau skilaboð frá viðskiptaráðuneytinu að stjórnvöld hefðu ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni. William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, segir að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa og að þau hafi verið sem höfuðlaus her. Atburðarásin dagana áður en Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki var yfirtekinn af FME hinn 9. mars á síðasta ári er rakin í nýrri grein eftir Björn Jón Bragason sagnfræðing í nýjasta tölublaði Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn. Straumur hafði í lok árs 2008 fengið vilyrði fyrir lausafjárstuðningi upp á hundrað milljónir evra og voru fimmtíu milljónir evra greiddar út strax, en seinni helmingur lánsins var aldrei greiddur út. Þá vildu lífeyrissjóðirnir ekki lána Straumi af ótta við að þá yrði litið svo á að þeir væru að styrðja við bakið á Björgólfi Thor, að því er fram kemur í greininni. Í greininni er haft eftir William Fall, forstjóra Straums að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa á vormánuðum 2009 og eigi það sér í lagi við um Fjármálaeftirlitið. Skort hafi á forystu og stjórnvöld hafi verið sem höfuðlaus hér, en dagana áður en Straumur féll hafði bankastjórn Seðlabankans verið vikið frá störfum og nýr bankastjóri starfað í fáeina daga. Þá hafði FME verið forstjóralaust í rúman mánuð eftir að Jónas Fr. Jónsson sagði af sér. Fram kemur í greininni að Fall telji að stjórnvöld hafi skort tilfinnanlega þekkingu og reynslu til að takast á við málefni af þessu tagi. Eigi þetta jafnt við um FME, Seðlabankann, fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Hinn 6. mars 2009, þremur dögum fyrir fall Straums, sammæltust William Fall forstjóri og fjármálastjóri bankans um að án fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum yrði Straumi útilokað að opna fyrir viðskipti hinn 9. mars. Samkvæmt greininni átti Óttar Pálsson, óformlegt símtal við einhvern af undirmönnum viðskiptaráðherra hinn 7. mars. Hann gerði William Fall grein fyrir samtalinu en þar mun embættismaður ráðherra hafa sagt Óttari að ríkisstjórnin hefði ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni, en á þessum tíma var stutt í kosningar. Óttar Pálsson kveðst ekki muna hver það var sem hann ræddi við og því er umræddur embættismaður óþekktur. Fram kemur í greininni að engin viðbrögðu hefðu borist um hvaða áform ríkisstjórnin, FME eða Seðlabankinn hefðu í málefnum Straums og bankinn fékk aldrei svar við ósk sinni um fyrirgreiðslu. Takmarkaður vilji virðist því hafa verið til staðar til að leysa úr vanda bankans. Þá kemur fram í greininni að hvorki fjármálaráðherra né þáverandi stjórnarformaður FME, Gunnar Haraldsson, kannist við fund þar sem embættismönnum var gerð grein fyrir stöðu Straums. Fram kemur í grein Björns Jóns að til sé skyggnusýning sem útbúin var fyrir fundinn með embættismönnunum, dagsett 7. mars 2009, þar sem farið sé yfir helstu þætti í rekstri bankans. Þá segir í greininni að rétt fyrir fall bankans hafi William Fall reynt að ná sambandi við bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra en engin svör fengið. Stjórnendur Straums hafi síðan verið boðaðir niður í FME aðfaranótt 9. mars þar sem þeim var tilkynnt að sett yrði skilanefnd yfir bankann án þess að skýring væri gefin fyrir þessari ákvörðun. Grein Björns Jóns er að finna í nýjasta hefti Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn, en þar er atburðarásin í aðdraganda falls Straums rakin með ítarlegum hætti. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Stuttu áður en Straumur-Burðaráss fjárfestingarbanki féll fékk einn af yfirmönnum bankans þau skilaboð frá viðskiptaráðuneytinu að stjórnvöld hefðu ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni. William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, segir að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa og að þau hafi verið sem höfuðlaus her. Atburðarásin dagana áður en Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki var yfirtekinn af FME hinn 9. mars á síðasta ári er rakin í nýrri grein eftir Björn Jón Bragason sagnfræðing í nýjasta tölublaði Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn. Straumur hafði í lok árs 2008 fengið vilyrði fyrir lausafjárstuðningi upp á hundrað milljónir evra og voru fimmtíu milljónir evra greiddar út strax, en seinni helmingur lánsins var aldrei greiddur út. Þá vildu lífeyrissjóðirnir ekki lána Straumi af ótta við að þá yrði litið svo á að þeir væru að styrðja við bakið á Björgólfi Thor, að því er fram kemur í greininni. Í greininni er haft eftir William Fall, forstjóra Straums að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa á vormánuðum 2009 og eigi það sér í lagi við um Fjármálaeftirlitið. Skort hafi á forystu og stjórnvöld hafi verið sem höfuðlaus hér, en dagana áður en Straumur féll hafði bankastjórn Seðlabankans verið vikið frá störfum og nýr bankastjóri starfað í fáeina daga. Þá hafði FME verið forstjóralaust í rúman mánuð eftir að Jónas Fr. Jónsson sagði af sér. Fram kemur í greininni að Fall telji að stjórnvöld hafi skort tilfinnanlega þekkingu og reynslu til að takast á við málefni af þessu tagi. Eigi þetta jafnt við um FME, Seðlabankann, fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Hinn 6. mars 2009, þremur dögum fyrir fall Straums, sammæltust William Fall forstjóri og fjármálastjóri bankans um að án fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum yrði Straumi útilokað að opna fyrir viðskipti hinn 9. mars. Samkvæmt greininni átti Óttar Pálsson, óformlegt símtal við einhvern af undirmönnum viðskiptaráðherra hinn 7. mars. Hann gerði William Fall grein fyrir samtalinu en þar mun embættismaður ráðherra hafa sagt Óttari að ríkisstjórnin hefði ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni, en á þessum tíma var stutt í kosningar. Óttar Pálsson kveðst ekki muna hver það var sem hann ræddi við og því er umræddur embættismaður óþekktur. Fram kemur í greininni að engin viðbrögðu hefðu borist um hvaða áform ríkisstjórnin, FME eða Seðlabankinn hefðu í málefnum Straums og bankinn fékk aldrei svar við ósk sinni um fyrirgreiðslu. Takmarkaður vilji virðist því hafa verið til staðar til að leysa úr vanda bankans. Þá kemur fram í greininni að hvorki fjármálaráðherra né þáverandi stjórnarformaður FME, Gunnar Haraldsson, kannist við fund þar sem embættismönnum var gerð grein fyrir stöðu Straums. Fram kemur í grein Björns Jóns að til sé skyggnusýning sem útbúin var fyrir fundinn með embættismönnunum, dagsett 7. mars 2009, þar sem farið sé yfir helstu þætti í rekstri bankans. Þá segir í greininni að rétt fyrir fall bankans hafi William Fall reynt að ná sambandi við bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra en engin svör fengið. Stjórnendur Straums hafi síðan verið boðaðir niður í FME aðfaranótt 9. mars þar sem þeim var tilkynnt að sett yrði skilanefnd yfir bankann án þess að skýring væri gefin fyrir þessari ákvörðun. Grein Björns Jóns er að finna í nýjasta hefti Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn, en þar er atburðarásin í aðdraganda falls Straums rakin með ítarlegum hætti.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira