Embættismaður ráðherra: Stjórnvöld hafa ekki efni á að sjást bjarga BTB Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júní 2010 19:00 Stuttu áður en Straumur-Burðaráss fjárfestingarbanki féll fékk einn af yfirmönnum bankans þau skilaboð frá viðskiptaráðuneytinu að stjórnvöld hefðu ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni. William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, segir að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa og að þau hafi verið sem höfuðlaus her. Atburðarásin dagana áður en Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki var yfirtekinn af FME hinn 9. mars á síðasta ári er rakin í nýrri grein eftir Björn Jón Bragason sagnfræðing í nýjasta tölublaði Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn. Straumur hafði í lok árs 2008 fengið vilyrði fyrir lausafjárstuðningi upp á hundrað milljónir evra og voru fimmtíu milljónir evra greiddar út strax, en seinni helmingur lánsins var aldrei greiddur út. Þá vildu lífeyrissjóðirnir ekki lána Straumi af ótta við að þá yrði litið svo á að þeir væru að styrðja við bakið á Björgólfi Thor, að því er fram kemur í greininni. Í greininni er haft eftir William Fall, forstjóra Straums að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa á vormánuðum 2009 og eigi það sér í lagi við um Fjármálaeftirlitið. Skort hafi á forystu og stjórnvöld hafi verið sem höfuðlaus hér, en dagana áður en Straumur féll hafði bankastjórn Seðlabankans verið vikið frá störfum og nýr bankastjóri starfað í fáeina daga. Þá hafði FME verið forstjóralaust í rúman mánuð eftir að Jónas Fr. Jónsson sagði af sér. Fram kemur í greininni að Fall telji að stjórnvöld hafi skort tilfinnanlega þekkingu og reynslu til að takast á við málefni af þessu tagi. Eigi þetta jafnt við um FME, Seðlabankann, fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Hinn 6. mars 2009, þremur dögum fyrir fall Straums, sammæltust William Fall forstjóri og fjármálastjóri bankans um að án fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum yrði Straumi útilokað að opna fyrir viðskipti hinn 9. mars. Samkvæmt greininni átti Óttar Pálsson, óformlegt símtal við einhvern af undirmönnum viðskiptaráðherra hinn 7. mars. Hann gerði William Fall grein fyrir samtalinu en þar mun embættismaður ráðherra hafa sagt Óttari að ríkisstjórnin hefði ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni, en á þessum tíma var stutt í kosningar. Óttar Pálsson kveðst ekki muna hver það var sem hann ræddi við og því er umræddur embættismaður óþekktur. Fram kemur í greininni að engin viðbrögðu hefðu borist um hvaða áform ríkisstjórnin, FME eða Seðlabankinn hefðu í málefnum Straums og bankinn fékk aldrei svar við ósk sinni um fyrirgreiðslu. Takmarkaður vilji virðist því hafa verið til staðar til að leysa úr vanda bankans. Þá kemur fram í greininni að hvorki fjármálaráðherra né þáverandi stjórnarformaður FME, Gunnar Haraldsson, kannist við fund þar sem embættismönnum var gerð grein fyrir stöðu Straums. Fram kemur í grein Björns Jóns að til sé skyggnusýning sem útbúin var fyrir fundinn með embættismönnunum, dagsett 7. mars 2009, þar sem farið sé yfir helstu þætti í rekstri bankans. Þá segir í greininni að rétt fyrir fall bankans hafi William Fall reynt að ná sambandi við bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra en engin svör fengið. Stjórnendur Straums hafi síðan verið boðaðir niður í FME aðfaranótt 9. mars þar sem þeim var tilkynnt að sett yrði skilanefnd yfir bankann án þess að skýring væri gefin fyrir þessari ákvörðun. Grein Björns Jóns er að finna í nýjasta hefti Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn, en þar er atburðarásin í aðdraganda falls Straums rakin með ítarlegum hætti. Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Stuttu áður en Straumur-Burðaráss fjárfestingarbanki féll fékk einn af yfirmönnum bankans þau skilaboð frá viðskiptaráðuneytinu að stjórnvöld hefðu ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni. William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, segir að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa og að þau hafi verið sem höfuðlaus her. Atburðarásin dagana áður en Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki var yfirtekinn af FME hinn 9. mars á síðasta ári er rakin í nýrri grein eftir Björn Jón Bragason sagnfræðing í nýjasta tölublaði Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn. Straumur hafði í lok árs 2008 fengið vilyrði fyrir lausafjárstuðningi upp á hundrað milljónir evra og voru fimmtíu milljónir evra greiddar út strax, en seinni helmingur lánsins var aldrei greiddur út. Þá vildu lífeyrissjóðirnir ekki lána Straumi af ótta við að þá yrði litið svo á að þeir væru að styrðja við bakið á Björgólfi Thor, að því er fram kemur í greininni. Í greininni er haft eftir William Fall, forstjóra Straums að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa á vormánuðum 2009 og eigi það sér í lagi við um Fjármálaeftirlitið. Skort hafi á forystu og stjórnvöld hafi verið sem höfuðlaus hér, en dagana áður en Straumur féll hafði bankastjórn Seðlabankans verið vikið frá störfum og nýr bankastjóri starfað í fáeina daga. Þá hafði FME verið forstjóralaust í rúman mánuð eftir að Jónas Fr. Jónsson sagði af sér. Fram kemur í greininni að Fall telji að stjórnvöld hafi skort tilfinnanlega þekkingu og reynslu til að takast á við málefni af þessu tagi. Eigi þetta jafnt við um FME, Seðlabankann, fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Hinn 6. mars 2009, þremur dögum fyrir fall Straums, sammæltust William Fall forstjóri og fjármálastjóri bankans um að án fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum yrði Straumi útilokað að opna fyrir viðskipti hinn 9. mars. Samkvæmt greininni átti Óttar Pálsson, óformlegt símtal við einhvern af undirmönnum viðskiptaráðherra hinn 7. mars. Hann gerði William Fall grein fyrir samtalinu en þar mun embættismaður ráðherra hafa sagt Óttari að ríkisstjórnin hefði ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni, en á þessum tíma var stutt í kosningar. Óttar Pálsson kveðst ekki muna hver það var sem hann ræddi við og því er umræddur embættismaður óþekktur. Fram kemur í greininni að engin viðbrögðu hefðu borist um hvaða áform ríkisstjórnin, FME eða Seðlabankinn hefðu í málefnum Straums og bankinn fékk aldrei svar við ósk sinni um fyrirgreiðslu. Takmarkaður vilji virðist því hafa verið til staðar til að leysa úr vanda bankans. Þá kemur fram í greininni að hvorki fjármálaráðherra né þáverandi stjórnarformaður FME, Gunnar Haraldsson, kannist við fund þar sem embættismönnum var gerð grein fyrir stöðu Straums. Fram kemur í grein Björns Jóns að til sé skyggnusýning sem útbúin var fyrir fundinn með embættismönnunum, dagsett 7. mars 2009, þar sem farið sé yfir helstu þætti í rekstri bankans. Þá segir í greininni að rétt fyrir fall bankans hafi William Fall reynt að ná sambandi við bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra en engin svör fengið. Stjórnendur Straums hafi síðan verið boðaðir niður í FME aðfaranótt 9. mars þar sem þeim var tilkynnt að sett yrði skilanefnd yfir bankann án þess að skýring væri gefin fyrir þessari ákvörðun. Grein Björns Jóns er að finna í nýjasta hefti Þjóðmála sem kemur út á fimmtudaginn, en þar er atburðarásin í aðdraganda falls Straums rakin með ítarlegum hætti.
Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira