Viðskipti innlent

Launakrafa Stefáns Hilmarssonar ekki forgangskrafa

Stefán Hilmarsson.
Stefán Hilmarsson.

Fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, Stefán Hilmar Hilmarsson, fær ekki launakröfu sína í þrotabú Baugs upp á rúmar 25 milljónir viðurkennda sem forgangskröfu. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í morgun.

Héraðsdómur taldi einsýnt að Stefán hefði í raun gegnt yfirmannsstöðu hjá Baugi. Þar af leiðandi var kröfu hans hafnað.

Í dómsorði segir að Stefán hafi verið launahæsti starfsmaður Baugs en forstjóri félagsins var á launum frá dótturfélagi Baugs á Bretlandi, vegna lagareglna þar í landi, en það félag hafi svo gert Baugi reikning vegna launakostnaðarins.

Dómurinn viðurkenndi hinsvegar rúmlega 20 milljóna króna kröfu Stefáns sem almenna kröfu við gjaldþrotameðferð þrotabús Baugs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×