Bretadrottning verður líka að herða sultarólina 23. júní 2010 07:17 Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. Elísabet Bretadrottning fær framfærslustyrk á hverju ári frá breska ríkinu og nemur hann 7,9 milljónum punda eða tæpum hálfum öðrum milljarði króna. Þessi styrkur hefur verið óbreyttur undanfarin 20 ár en hann á að endursskoða á 10 ára fresti. Átti sú endurskoðun að fara fram í ár og raumur eru uppi hugmyndir um að leggja styrkinn af. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er þeirri endurskoðun frestað um ár. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail mun sir Alan Reid fjármálastjóri drottningarinnar hafa tjáð stjórnvöldum að útgjöld Elísabetar væru nú um 7 milljónum punda meiri en nemur styrknum. Megnið af styrknum fer í launagreiðslur til starfsfólks drottningarinnar. Framfærslustyrk þennan má rekja aftur til Georgs þriðja Englandskonungs árið 1760. Þá samdi konungurinn við stjórnvöld að allar lendur konungsfjölskyldunnar færu í umsjón stjórnvalda en á móti fengi fjölskyldan framfærslustyrk. Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. Elísabet Bretadrottning fær framfærslustyrk á hverju ári frá breska ríkinu og nemur hann 7,9 milljónum punda eða tæpum hálfum öðrum milljarði króna. Þessi styrkur hefur verið óbreyttur undanfarin 20 ár en hann á að endursskoða á 10 ára fresti. Átti sú endurskoðun að fara fram í ár og raumur eru uppi hugmyndir um að leggja styrkinn af. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er þeirri endurskoðun frestað um ár. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail mun sir Alan Reid fjármálastjóri drottningarinnar hafa tjáð stjórnvöldum að útgjöld Elísabetar væru nú um 7 milljónum punda meiri en nemur styrknum. Megnið af styrknum fer í launagreiðslur til starfsfólks drottningarinnar. Framfærslustyrk þennan má rekja aftur til Georgs þriðja Englandskonungs árið 1760. Þá samdi konungurinn við stjórnvöld að allar lendur konungsfjölskyldunnar færu í umsjón stjórnvalda en á móti fengi fjölskyldan framfærslustyrk.
Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira