Fleiri fréttir

VÍS og Sparisjóðurinn AFL í eina sæng

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Sparisjóðurinn Afl hafa samið um að sparisjóðurinn verði umboðsaðili VÍS í Skagafirði og á Siglufirði. Í kjölfarið munu starfsmenn á þjónustuskrifstofu VÍS á Sauðárkróki flytjast yfir til sparisjóðsins. Þetta kemur fram á Feykir.is.

Bakkavör féll um 26,7% í dag

Miklar sveiflur eru á gengi hluta í Bakkavör þessa dagana. Í dag féll gengi Bakkavarar um 26,7% en í kauphöllinni eftir að hafa hækkað um rúm 15% í gærdag.

Hagdeild ASÍ: Kreppan nær botni á fyrrihluta næsta árs

Sú mikla lægð sem gengur yfir íslenskt efnahagslíf nær botni sínum á fyrri hluta næsta árs og fyrir höndum er vinna við að reisa hagkerfið að nýju. Mikill samdráttur í landsframleiðslu leiðir til þess að landsmenn hafa minni verðmæti til skiptanna og tímabundið dregur úr lífskjörum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012.

Samkeppnishæfni Dana á undir högg að sækja

Dönsk yfirvöld hafa nú áhyggjur af minnkandi samkeppnishæfni atvinnulífs landsins. Orsakir þessa eru launahækkanir innanlands og sterkt gengi dönsku krónunnar. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár verður enn verra að því er segir á börsen.dk.

Hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir greiði niður Icesave-skuld

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóðina að Icesave eiga rétt á sér, þ.e. sjóðirnir borgi niður skuldina en fái fjármagn frá ríkissjóði á móti. Með þessu mætti lækka verulega vaxtauppsöfnun fyrir ríkissjóð og slík fjárfesting gæti verið á álitlegum kjörum fyrir lífeyrissjóðina.

OR verður skipt í tvo fyrirtæki

Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur í tvö fyrirtæki, þar sem annað sinnir sérleyfisstarfsemi eins og veitum og hitt sér um raforkuframleiðslu- og sölu, er á lokastigi. Stefnt er að því að skipta fyrirtækinu upp um áramót.

Frekari kaupmáttarskeriðing framundan næstu misserin

Nú hefur kaupmáttur launa ekki verið lægri síðan í árslok 2002 og reikna má með enn frekari kaupmáttarskerðingu næstu misseri. Ljóst er að samningsstaða flestra launþega er nokkuð veik og reikna má með að enn fleiri komi til með að sæta beinum nafnlaunalækkunum.

FME sektar Haga, Askar Capital, HS Orku og fleiri

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta samtals ellefu félög fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Þeirra á meðal eru Hagar, Askar Capital, HS orka og SP-fjármögnun.

FME sektar fjögur bæjarfélög fyrir brot á lögum

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað fjögur bæjarfélög og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins.

Sala hljóðrita dróst saman um 31% milli ára

Sala hljóðrita dróst saman um 31 prósent milli áranna 2008 og 2007 í eintökum talið. Á síðasta ári seldust ríflega 446.000 eintök af innlendum og erlendum hljóðritum á heildsölustigi sem er 200.000 eintökum færra en árið á undan.

Aflaverðmæti eykst um tæp 20% milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 65 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2009, samanborið við rúmlega 54 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæplega 11 milljarða eða 19,7 % á milli ára. Aflaverðmæti í júli nam 11,2 milljörðum króna miðað við 8,9 milljarða í júlí 2008.

Notaði Glitnisbónusinn til að fjárfesta í gardínum

Sveinung Hartvedt fyrrum forstjóri Glitnir Securites í Noregi er hættur í bankageiranum og hefur notað myndarlegar launa- og bónusgreiðslur sínar frá Glitni í fyrra til þess að fjárfesta í fyritæki sem framleiðir gardínur.

Seðlabankinn: Óbreyttir dráttarvextir

Seðlabanki Íslands hefur birt mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Hefur bankinn ákveðið að halda þeim óbreyttum.

Íbúðalánasjóður með útboð á íbúðabréfum

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að efna til útboðs á íbúðabréfum í flokkunum HFF150224, HFF150434 og HFF150644. Íbúðalánasjóður stefnir að því að taka tilboðum allt að fjárhæð 3 milljarðar króna að nafnverði.

Töluverð þörf á endurnýjun

Næstu tuttugu ár spáir Airbus því að Norðurlönd þurfi yfir 400 nýjar flugvélar og ætlar sér helmingshlut í aukningunni. Hún er vegna endurnýjunar.

Segir lausafjárskort ekki hafa fellt bankakerfið

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við háskóla Íslands, segir að bankalán, sem menn fengu til að til að kaupa hlutabréf í bönkum, með veð í þeim sjálfum, felldu bankakerfið, en ekki lausafjárskortur. Sautján hundruð milljarðar króna hafi farið úr bönkunum í svona lán.

Vita ekki hvort bankinn stöðvaði millifærslu Kaupþings

Seðlabanki Íslands vísar til væntanlegrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um hvort bankinn hafi komið í veg fyrir að Kaupþing á Íslandi sendi 150 milljónir punda til dótturfélags síns, Singer&Friedlander, daginn fyrir fall Kaupþings. Engar upplýsingar séu til um þetta í bankanum.

Atorka vill leita nauðasamninga

Stjórn Atorku hefur ákveðið að leggja fram beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Fjárhagsstaða Atorku breyttist til hins verra við fall íslenska bankakerfisins á haustmánuðum 2008. Fyrir fall bankanna var útlit fyrir að Atorka myndi standa af sér alþjóðlegu efnahagskreppuna. Eftir fall bankanna og mikla gengislækkun íslensku krónunnar varð stjórn Atorku hins vegar ljóst að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja fjárhag félagsins.

Bakkavör hækkaði um 15,4%

Bakkavör hækkaði um 15,4% í kauphöllinni í dag en viðskiptin á bakvið þá hækkun námu tæpum 660 þúsund kr.

Norðurlönd með mikla þörf fyrir nýjar flugvélar

Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu.

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 0,5% í dag og stendur gengisvísitalan í tæpum 234 stigum. Gætir þar væntanlega áhrifa þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett endurskoðun á áætlun sinni og stjórnvalda á dagskrá í næstu viku.

Flanagan: Öll skilyrði uppfyllt fyrir endurskoðun AGS

Mark Flanagan formaður sendiefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir að öll megin skilyrðum séu uppfyllt fyrir endurskoðun sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í viðtali við Flanagan á heimsíðu AGS.

Greining: Afar litlar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs

Greining Íslandsbanka telur að afar litlar líkur séu á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Nefnir greiningin t.d. að Í gjaldeyrisforðanum nú er raunar til fyrir öllum núverandi erlendum skuldum ríkissjóðs, en þær skuldir að frátöldum ábyrgðum vegna Icesave voru 320 milljarðar kr. um síðustu mánaðamót.

Fréttaskýring: 500 milljónir evra skiluðu sér ekki til Bretlands

Margumrætt 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokasprettinum að falli bankans skilaði sér ekki, nema í litlum mæli, til Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýlegum dómi við High Court í London í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að úr dóminum má lesa að ef lánið hefði verið sent til Bretlands mátti hugsanlega koma í veg fyrir fall Kaupþings.

Merkilega lítil fjölgun vanskila

Einstaklingum á vanskilaskrá hefur fjölgað um 25 prósent frá ársbyrjun 2008. Greining Íslandsbanka segir að miðað við þau erfiðu efnahagslegu skilyrði sem heimilin hafa búið við undanfarin misseri komi þetta ekki á óvart.

Dómur: Markmiðið að upplýsa almenning um fall Kaupþings

Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. hjá skilanefnd Kaupþings segir að eitt af megin markmiðum þess að farið var í mál við bresk stjórnvöld vegna yfirtökunnar á Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi var að upplýsa almenning og rannsóknaraðila um hvað í rauninni gerðist.

Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir Evrópu

„Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund.

Berlingske: George Soros gæti keypt Ísland

Danska blaðið Berlingske Tidende fjallar um hvaða lönd ríkustu einstaklingar heimsins gæti keypt fyrir auðæfi sín. Í sjötta sæti af tíu er George Soros en hann gæti keypt Ísland.

FT: Málsókn Kaupþings tilbúningur og óraunveruleg

Financial Times (FT) fjallar um niðurstöðu í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum og vitnar m.a. í niðurstöðu breska dómstólsins (High Court) þar sem segir að málsóknin hafi haft á sér yfirbragð tilbúnings og óraunveruleika.

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð fer hríðlækkandi

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð hefur farið hríðlækkandi og stendur nú í 358 punktum. Fyrir síðustu helgi hafði það hinsvegar farið hækkandi og stóð í 410 punktum s.l. föstudag samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Deutsche Bank þrefaldar hagnað sinn milli ára

Deutsche Bank skilaði uppgjöri sínu fyrir þriðja ársfjórðung í morgun. Hagnaður bankans nam 1,4 milljörðum evra, eða um 256 milljörðum kr. Er þetta þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra er hann nam 435 milljónum evra.

Flugakademía Keilis farin í útrás til Kína

Stefnt er að því að hér á landi stundi árlega 200 Kínverjar flugnám hjá Flug­akademíu Keilis í Reykjanesbæ. Von er á fyrsta nemendahópnum í janúar. Skólinn tók nýverið í notkun þrjár nýjar og tæknilega fullkomnar kennsluflugvélar.

Ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup

Þrjú félög athafnamannsins Sigurðar Bollasonar skilja eftir sig ellefu milljarða króna skuld eftir misheppnuð hlutabréfakaup í Landsbankanum, Glitni og Existu á árinu 2008. Allar eignirnar eru verðlausar og þurfa lánadrottnar Sigurðar því að öllum líkindum að afskrifa milljarðana ellefu.

Ekki búið að taka ákvörðun í máli Baldurs

Engin ákvörðun hefur verið tekin í Menntamálamálaráðuneytinu í máli Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra en hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara. Menntamálaráðherra sagði um helgina að máið yrði skoðað eftir helgi. Rætt hefur verið um að Baldur verði annaðhvort sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur, eða þá að honum verði vikið frá störfum.

Ætla í mál við hollenska seðlabankann vegna Icesave

Gerard van Vliet sem fer fyrir hópi hollenskra sparifjáreigenda sem töpuðu meira en 20.887 evrum á Icesave segir hópinn nú undirbúa mál á hendur hollenska seðlabankanum. Hópurinn telur að hollenskir eftirlitsaðilar hafi ekki síður brugðist en þeir íslensku.

Yfir 50% sjóða Landsvaka til skyldra aðila

Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss. Þetta segir á vefsíðu AFL sem hyggst stefna sjóðsstjórum Landsvaka eins og fram hefur komið í fréttum.

Sjá næstu 50 fréttir