Greining: Afar litlar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs 21. október 2009 14:11 Greining Íslandsbanka telur að afar litlar líkur séu á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Nefnir greiningin t.d. að Í gjaldeyrisforðanum nú er raunar til fyrir öllum núverandi erlendum skuldum ríkissjóðs, en þær skuldir að frátöldum ábyrgðum vegna Icesave voru 320 milljarðar kr. um síðustu mánaðamót. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að líkur á því að ríkissjóður lendi í greiðslufalli eru afar háðar því hvernig endurgreiðsluferill skuldbindinga sjóðsins er og hvert aðgengi sjóðsins er að fjármagni á hverjum tíma. Ríkissjóður hefur gott aðgengi að fjármagni í krónum til að mæta afborgunum sinna lána í krónum. Litlar áhyggjur þarf að hafa af því. Erfiðara er með aðgengi að erlendu fjármagni um þessar mundir en segja má að erlendir lánamarkaðir séu sjóðnum nær lokaður. Því skiptir mestu máli þegar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs eru metnar hver endurgreiðsluferill erlendra lána sjóðsins er og hvaða aðgengi að erlendu fjármagni hann hefur á móti. Ríkið þarf nær ekkert að greiða af erlendum lánum fyrr en á árinu 2011 en þá fellur í gjalddaga 1 milljarðs evra skuldabréf sem ríkissjóður gaf út árið 2006 til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Í gjaldeyrisforða Seðlabankans um síðustu mánaðamót voru 434 milljörðum kr. en forðinn er í erlendri mynt og samsvarar um 2,36 milljörðum evra. Í forðanum er ofangreint lán og fjármagnið því aðgengilegt ríkissjóði þegar að gjalddaga kemur ef Seðlabankinn nýtir það ekki í millitíðinni til inngripa á gjaldeyrismarkaði. Fyrirhuguðum lántökum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hinum Norðurlöndunum og Póllandi er ætlað að styrkja gjaldeyrisforðann. Að því gefnu að þeim forða verði ekki eytt í inngrip á gjaldeyrismarkaði verður til innistæða fyrir afborgun þeirra þegar að gjalddaga kemur. Auk fjármögnunar á erlendum greiðslum ríkissjóðs gæti þó þurft að grípa til hluta forðans í því skyna að fjármagna greiðslur Landsvirkjunar, en fyrirtækið hefur þá sérstöðu að vera það fyrirtæki með ríkisábyrgð á skuldum sínum sem er með langhæstu erlendu skuldbindingarnar. Fyrirtækið áætlar samkvæmt síðustu ársskýrslu sinni að í heild þurfi að greiða jafnvirði u.þ.b. 25 milljarða kr. í afborganir lána á næsta ári, auk vaxta, og að árið 2011 verði afborganirnar jafnvirði 35 milljarðar kr. Hefur Landsvirkjun aðgang að lánalínu hjá Seðlabanka upp að 300 milljónir Bandaríkjadollara, jafnvirði 37 milljarða kr., næstu tvö árin ef þörf krefur til þess að mæta ofangreindum greiðslum. Áhyggjur varðandi það hvort ríkissjóður lendi í greiðslufalli snúa fyrst og fremst að því hvað verður þegar kemur að endurgreiðslu Icesave-lánsins sem hefjast mun árið 2016. Niðurstaðan þar fer að miklu leyti eftir því hverjar endurheimtur af eignum Landsbankans verða, sem og gengisþróun krónu og hagþróun á tímabilinu. Mat Seðlabankans gerir ráð fyrir að skuldbinding ríkissjóðs verði 351 milljarður kr. í upphafi árs 2016 núvirt til loka árs í ár og miðað við 75% endurheimtur. Nú eru taldar meiri líkur á að endurheimtur verði nálægt 90% og er áætlað að skuldbindingin sem standa þyrfti skil á mundi þá nema um 253 milljörðum kr. Vegna efnahagslegu fyrirvaranna sem settir hafa verið í Icesave samkomulagið er árlegum afborgunum takmörk sett. Um nokkurs konar greiðslujöfnun er að ræða þar sem árlegar greiðslur eftir 2015 ráðast m.a. af þróun vaxtar vergrar landsframleiðslu og gengisþróun á tímabilinu. Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að afar litlar líkur séu á greiðslufalli hjá ríkissjóði. Nefnir greiningin t.d. að Í gjaldeyrisforðanum nú er raunar til fyrir öllum núverandi erlendum skuldum ríkissjóðs, en þær skuldir að frátöldum ábyrgðum vegna Icesave voru 320 milljarðar kr. um síðustu mánaðamót. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að líkur á því að ríkissjóður lendi í greiðslufalli eru afar háðar því hvernig endurgreiðsluferill skuldbindinga sjóðsins er og hvert aðgengi sjóðsins er að fjármagni á hverjum tíma. Ríkissjóður hefur gott aðgengi að fjármagni í krónum til að mæta afborgunum sinna lána í krónum. Litlar áhyggjur þarf að hafa af því. Erfiðara er með aðgengi að erlendu fjármagni um þessar mundir en segja má að erlendir lánamarkaðir séu sjóðnum nær lokaður. Því skiptir mestu máli þegar líkur á greiðslufalli ríkissjóðs eru metnar hver endurgreiðsluferill erlendra lána sjóðsins er og hvaða aðgengi að erlendu fjármagni hann hefur á móti. Ríkið þarf nær ekkert að greiða af erlendum lánum fyrr en á árinu 2011 en þá fellur í gjalddaga 1 milljarðs evra skuldabréf sem ríkissjóður gaf út árið 2006 til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Í gjaldeyrisforða Seðlabankans um síðustu mánaðamót voru 434 milljörðum kr. en forðinn er í erlendri mynt og samsvarar um 2,36 milljörðum evra. Í forðanum er ofangreint lán og fjármagnið því aðgengilegt ríkissjóði þegar að gjalddaga kemur ef Seðlabankinn nýtir það ekki í millitíðinni til inngripa á gjaldeyrismarkaði. Fyrirhuguðum lántökum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hinum Norðurlöndunum og Póllandi er ætlað að styrkja gjaldeyrisforðann. Að því gefnu að þeim forða verði ekki eytt í inngrip á gjaldeyrismarkaði verður til innistæða fyrir afborgun þeirra þegar að gjalddaga kemur. Auk fjármögnunar á erlendum greiðslum ríkissjóðs gæti þó þurft að grípa til hluta forðans í því skyna að fjármagna greiðslur Landsvirkjunar, en fyrirtækið hefur þá sérstöðu að vera það fyrirtæki með ríkisábyrgð á skuldum sínum sem er með langhæstu erlendu skuldbindingarnar. Fyrirtækið áætlar samkvæmt síðustu ársskýrslu sinni að í heild þurfi að greiða jafnvirði u.þ.b. 25 milljarða kr. í afborganir lána á næsta ári, auk vaxta, og að árið 2011 verði afborganirnar jafnvirði 35 milljarðar kr. Hefur Landsvirkjun aðgang að lánalínu hjá Seðlabanka upp að 300 milljónir Bandaríkjadollara, jafnvirði 37 milljarða kr., næstu tvö árin ef þörf krefur til þess að mæta ofangreindum greiðslum. Áhyggjur varðandi það hvort ríkissjóður lendi í greiðslufalli snúa fyrst og fremst að því hvað verður þegar kemur að endurgreiðslu Icesave-lánsins sem hefjast mun árið 2016. Niðurstaðan þar fer að miklu leyti eftir því hverjar endurheimtur af eignum Landsbankans verða, sem og gengisþróun krónu og hagþróun á tímabilinu. Mat Seðlabankans gerir ráð fyrir að skuldbinding ríkissjóðs verði 351 milljarður kr. í upphafi árs 2016 núvirt til loka árs í ár og miðað við 75% endurheimtur. Nú eru taldar meiri líkur á að endurheimtur verði nálægt 90% og er áætlað að skuldbindingin sem standa þyrfti skil á mundi þá nema um 253 milljörðum kr. Vegna efnahagslegu fyrirvaranna sem settir hafa verið í Icesave samkomulagið er árlegum afborgunum takmörk sett. Um nokkurs konar greiðslujöfnun er að ræða þar sem árlegar greiðslur eftir 2015 ráðast m.a. af þróun vaxtar vergrar landsframleiðslu og gengisþróun á tímabilinu.
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira