Viðskipti innlent

Heildarsala skuldabréfa hrapar milli mánaða

Heildarsala skuldabréfa í september 2009 nam 728 milljónum kr. samanborið við 16,6 milljarða kr. mánuðinn áður.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að sala í formi verðtryggðra skuldabréfa nam 728 milljónum kr. en engin sala var á óverðtryggðum skuldabréfum.

Þegar litið er á talnaefni um skuldabréfasöluna kemur í ljós að einu bréfin sem seld voru í september voru skuldabréf sveitarfélaga.

Það sem af er ári nemur skuldabréfasalan rúmum 198 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×