Viðskipti innlent

Ætla í mál við hollenska seðlabankann vegna Icesave

Gerard van Vliet
Gerard van Vliet

Gerard van Vliet sem fer fyrir hópi hollenskra sparifjáreigenda sem töpuðu meira en 20.887 evrum á Icesave segir hópinn nú undirbúa mál á hendur hollenska seðlabankanum. Hópurinn telur að hollenskir eftirlitsaðilar hafi ekki síður brugðist en þeir íslensku.

Í nokkuð ítarlegu bréfi sem Gerard sendir Ólafi Elíassyni, sem er meðlimur í hinum svokallaða InDefence hópi, fer hann yfir stöðuna í málinu. Hann hefur nú rannsakað málið í rúmt ár og kom meðal annars hingað til lands og átti fund með ráðamönnum þjóðarinnar.

Gerard fer fyrir samtökunum Icesaving Association, sem berjast fyrir því að hópur sparifjáreigenda fái hlut sinn bættan eftir hrun Landsbankans. Í hópunum eru um 200 einstaklingar sem samtals áttu 4,2 milljarða krona á Icesave reikningum í Hollandi.

Gerard hefur komist að þeirri niðurstöðu að hollenski seðlabankinn hefði getað gert miklu meira í málinu, en hafi þess í stað kosið að hundsa þau viðvörunarljós sem blikkuðu. Því sé bankinn (sam) ábyrgur í málinu.

Gerard segir að í deilu Íslands og Hollands vegna Icesave sé það mjög fjarri sannleikanum að skella allri skuldinni á Íslendinga, það sé mun frekar staðreynd sem hægt er að gefa sér fyrirfram. Hann segir samábyrgð vera mun nærri lagi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×