Fleiri fréttir Karl og Guðmundur yfirheyrðir vegna rannsóknar á Milestone Karl Wernersson og Guðmundur Ólason hafa báðir verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá. Hafa þeir stöðu grunaðs manns. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone, eignarhaldsfélags Sjóvár, og Guðmundur Ólason var forstjóri félagsins. 17.8.2009 14:01 Svínaflensan hefur ekki áhrif á sölu svínakjöts á Íslandi „Það hefur ekki orðið mikil breyting hér á landi í neyslu svínakjöts, neytendur eru vel upplýstir um þá staðreynd að það er ekki rétt að tengja saman neyslu á þessari afurð og þeirri svínaflensu sem nú ríður yfir heiminn,“ segir Hörður Harðarson, formaður félags svínabænda. 17.8.2009 13:39 Langmesta verðbólgan hér á landi af EES löndunum Verðbólgan í júlí var 16,5% hér á landi og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins hefur birt. Næst Íslandi kemst Rúmenía með 5% verðbólgu, þar á eftir kemur Ungverjaland með 4,9% verðbólgu og í Póllandi mælist verðbólgan 4,5%. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. 17.8.2009 11:53 Litlar breytingar á gengi krónunnar Litlar sem engar breytingar hafa orðið á gengi krónunnar í morgun, á fyrsta viðskiptadegi eftir að Icesave frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd. 17.8.2009 11:07 Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17.8.2009 10:35 Töluverð aukning aflaverðmætis Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 42 milljörðum króna fyrstu fimm mánuði ársins 2009, samanborið við 40 milljarða á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 2 milljarða eða 4,2 % á milli ára. 17.8.2009 09:08 Íslendingar hagnast á kreppunni Íslendingar hagnast á kreppunni á meðan aðrir Evrópuþjóðir eru eyðilagðar yfir ástandinu. Þetta kemur fram í vefútgáfu kanadíska blaðsins The Vancouver Sun. Þar segir að á meðan flest lönd í Evrópu hafi þurfi að horfast í augu við mikinn samdrátt í ferðaiðnaði sé því öfugt farið með Ísland 16.8.2009 17:45 Forseti Íslands sannfærði stjórnendur Singer & Friedlander Kaupþing yfirtók Singer & Friedlander bankannn árið 2005 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði ári áður haldið bankaráðsformanni og forstjóra Singer & Friedlander hádegisverðarboð með stjórnendum Kaupþings, að beiðni Sigurðar Einarssonar. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, sem skrifuð er af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. 16.8.2009 13:41 Mishkin: Skýrslan var ekki heilbrigðisvottorð „Við gengum út frá því að Ísland væri þróað ríki með öflugar stofnanir, en áttuðum okkur ekki á að þær höfðu ekki burði til að veita svona stóru bankakerfi aðhald,“ segir Frederic Mishkin, prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York, Hann segir skýrslu frá árinu 2006 ekki hafa verið heilbrigðisvottorð fyrir íslenskt efnahagslíf. 16.8.2009 12:45 Rotið eðli bankanna að koma í ljós Tæpu ári eftir hrun íslensku bankanna er rotið eðli þeirra smátt og smátt að koma í ljós, segir í grein í breska blaðinu Telegraph. Greinin birtist á vef Telegraph í gærkvöldi og ber yfirskriftina: Hvaða ljótu leyndarmál bíða uppljóstrunar eftir bankahrunið á Íslandi? 16.8.2009 12:17 Skuggamálaráðherra vill kaupauka og bónusgreiðslur í burtu George Osborne, skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í fjármálum, vill útrýma kaupaukum og öðrum bónusgreiðslum til æðstu yfirmanna banka og fjármálastofnanna sem hlotið hafa opinbera aðstoð af einhverju tagi. 16.8.2009 08:30 Fyrirtæki Kevins Stanford skuldar skatti 30 milljónir Fyrirtæki í eigu athafnamannsins Kevins Stanford, viðskiptafélaga Baugs og stórs skuldanautar í Kaupþing, er farið í þrot vegna rúmlega 30 milljóna skattaskuldar. Félagið sem um ræðir heitir Brookes Chauffeur Services og keyrði áður kóngana í smásöluverslun í London um borgina. 16.8.2009 07:13 Magma Energy stefnir hátt Stjórnarformaður Magma Energy segir að stefna félagsins sé að verða eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði jarðhitaorku. Félagið hefur nú hafið viðræður um kaup á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. 15.8.2009 18:49 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 30% minni en í fyrra Heildarútlán Íbúðalánasjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs voru um 17,4 milljarðar en það eru um 30% minni útlán en á fyrstu sex mánuðum ársins 2008. 15.8.2009 16:11 Stærsti bankinn sem verður gjaldþrota í ár Colonial bankinn í Montgomery í Alabama er stærsti bankinn í Bandaríkjunum sem verður gjaldþrota á þessu ári. Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók bankann yfir bankann í gær en meira en 70 fjármálastofnanir hafa verið teknar yfir það sem af er ársins. 15.8.2009 15:07 Þór með stöðu grunaðs manns Rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá er vel á veg komin. Nokkrir eru með stöðu grunaðs í rannsókninni, þar á meðal Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 15.8.2009 10:03 Bretar beittu Íslendinga hörku Dálkahöfundurinn Andrew Hill segir í Financial Times í dag að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki. En ábyrgðin sé hins vegar líka í höndum íslenskra yfirvalda og sérstaklega þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á síðustu árum og einnig Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að breska og íslenska fjármálaeftirlitið og yfirvöld beggja landa deili ábyrgð á því hvernig fór með Icesave reikningana. 15.8.2009 10:00 27 alþjóðlegir bankar í mál vegna Spron Tuttugu og sjö stórir alþjóðlegir bankar hafa nú hafið skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Sparisjóði Reykjavíkur. Stjórnendur bankanna eru ósáttir við að ríkið hafi yfirtekið rekstur Spron og vilja fá viðurkennda skaðabótaskyldu. Telja þeir að yfirtakan hafi valdið þeim óþarfa tjóni þar sem samningar um lánalengingar voru þegar í gangi til að bjarga bankanum frá þroti. 14.8.2009 19:01 Bókfært virði 200 milljörðum hærra en markaðsvirði Exista færði eignarhluti sína í Kaupþingi og fleiri félögum á tæplega 200 milljarða króna meira virði í bækur sínar en markaðurinn sagði til um. Bókhaldsaðferðin er þó fullkomlega löglega. 14.8.2009 18:55 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs dragast saman um 7% Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs rúmlega 2,4 milljörðum króna í júlí. Þar af voru rúmir 1,7 milljarðar vegna almennra lána og tæpar 700 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um rúm 6,9 % frá fyrri mánuði. 14.8.2009 17:07 Tap Skipta 2,1 milljarður á fyrri hluta árs Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 2,1 milljarði króna sem skýrist einkum af gengisþróun íslensku krónunnar á tímabilinu. Tap á sama tímabili árið 2008 var 4,0 milljarðar króna. Skipti á meðal annars Símann og er fyrirtækið í eigu Exista. 14.8.2009 16:52 Kröfuhafar samþykktu nauðasamninga Allir kröfuhafar Eimskips greiddu atkvæði með nauðasamningafrumvarpi félagsins en atkvæði voru greidd á kröfuhafafundi félagsins í dag. Í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að félagið muni nú leggja fram skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrir héraðsdómara í næstu viku. 14.8.2009 15:59 Fjölmörg mál rannsökuð frá bankahruni Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað fjölda mála frá bankahruni, tuttugu málum hefur verið vísað til embættis sérstaks saksóknara og einu máli hefur verið vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. 14.8.2009 15:38 Endurfjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings tryggð Ríkisstjórn Íslands hefur tryggt fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings, en hún var samþykkt á hluthafafundum í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Landsbankinn þarf hins vegar meiri tíma. 14.8.2009 17:32 Eignir tryggingafélaganna hafa dregist saman um fimmtung Í lok júní námu heildareignir tryggingafélaganna 121,3 milljörðum króna og jukust þær um tæpar 900 milljónir króna frá fyrri mánuði. Á sama tíma fyrir ári námu heildareignir tryggingafélaganna 157,3 milljörðum króna og hafa þær því dregist saman um ríflega fimmtung síðan þá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 14.8.2009 17:21 Skuldabréfavelta tæplega 13 milljarðar Skuldabréfavelta nam tæplega 12,8 milljörðum í dag. Enn einn daginn var mest velta með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir tæpa 8,2 milljarða króna. 14.8.2009 16:40 Fimm milljarða króna tap hjá Icelandair Group Icelandair Group skilaði fimm milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins segir rekstrarniðurstöðuna ekki vænlega þegar til lengri tíma er litið. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að félagið sé að gera betur en áætlanir fyrir árshelminginn gerðu ráð fyrir. 14.8.2009 16:21 Lögfræðistofa Reykjavíkur ætlar ekki að rukka Exista fyrir skilanefnd Landsbankans Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur skilað skilanefnd Landsbanka Íslands umboði til þess að annast hagsmunagæslu fyrir nefndina vegna málefna Exista. 14.8.2009 16:12 Forstjóri efnahagsbrotadeildarinnar hittir Joly í næsta mánuði Richard Aldeman, forstjóri bresku efnahagsbrotadeildarinnar, mun hitta Evu Joly í næsta mánuði vegna rannsóknar á bankahruninu, eftir því sem Financial Times fullyrðir. 14.8.2009 11:43 Færri misstu heimili sín en búist var við Um það bil 11,400 einstuaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrft að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. 14.8.2009 10:55 Háir vextir líklegir næstu þrjú árin Háir vextir eru líklega komnir til að vera, að minnsta kosti næstu þrjú árin ef Seðlabankinn breytir ekki þeim forsendum sem bankinn leggur til grundvallar stýrivaxtaákvörðun sinni. 14.8.2009 10:09 Spá Seðlabankans svartsýnni en í maí Uppfærð spá Seðlabankans gerir ráð fyrir meiri samdrætti landsframleiðslu næstu tvö árin en maíspá bankans. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem gefin voru út í dag. 13.8.2009 21:03 Viðskiptahallinn hverfi 2010 Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður á næsta ári. Þetta kemur fram í Peningamálum bankans. 13.8.2009 19:24 Rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Imons langt komin Rannsókn sérstaks sakskóknara á meintri markaðsmisnotkun Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, er einna lengst komin af þeim þrjátíu málum sem eru til meðferðar hjá embættinu. 13.8.2009 18:59 Kröfur í þrotabú Fons nema 40 milljörðum Launakröfur í þrotabú Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, nema um þrjátíu milljónum króna. Heildarkröfur í búið nema hins vegar tæpum fjörutíu milljörðum. Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabúsins staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu í dag. 13.8.2009 18:55 Kröfuhafar afar ósáttir við háan rekstrarkostnað Exista Rekstrarkostnaður Existu hleypur enn á hundruðum milljóna króna og eru til að mynda tveir forstjórar starfandi hjá félaginu. Kröfuhafar, með Landsbankann í broddi fylkingar, munu vera ósáttir við þetta og krefjast þess að stjórnendur félagsins fari að sínum hugmyndum, að öðrum kosti verði félagið sett í þrot. 13.8.2009 18:50 Vextir lækka ekki fyrr en stjórnvöld ganga frá lausum endum „Vaxtaákvörðun Seðlabankans er að sjálfsögðu vonbrigði en hún kemur mér ekkert á óvart. Ég tel að stjórnvöld þurfi fyrst að ganga frá lausum endum í mörgum afar erfiðum málum áður en Seðlabankinn getur hafið vaxtalækkunarferli sitt,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við fréttastofu. 13.8.2009 14:11 Krónan styrktist um tæpt prósent í dag Gengi krónunnar styrktist um 0,86% í dag. Gengisvísitalan stendur nú í 232,3 stigum. 13.8.2009 16:20 Töluverð velta með hlutabréf Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,55% í tæplega 143 milljóna króna heildarviðskiptum í dag. Stendur vísitalan nú í 758,43 stigum. 13.8.2009 16:01 Ákvörðun um niðurfellingu skulda almennings ekki í mínum verkahring Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna um ákvarðanir varðandi niðurfellingu skulda almennings. Hann segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. 13.8.2009 15:32 Gengi krónunnar allt of lágt Gengi krónunnar er mun lægra en peningastefnunefnd Seðlabankans telur viðunandi. Þeim mun lengur sem gengi krónunnar er svona lágt þeim mun líklegra er að það komi fram í aukinni verðbólgu. 13.8.2009 13:07 Aflinn dróst saman í júlí Afli íslenskra skipa var 8,4% meiri á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu verði. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka. Aflinn í júlí var hins vegar 1,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Veruleg verðlækkun sjávarfangs á erlendum mörkuðum hefur hins vegar orðið til þess að töluvert minna hefur fengist fyrir aflann á erlendum mörkuðum í ár, en á sama tíma í fyrra. 13.8.2009 13:07 Atvinnuleysi mælist 8% Atvinnuleysi í júní mánuði mældist 8,0% sem er 0,1% minna en í maí samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi hefur nú dregist saman undanfarna þrjá mánuði en í apríl mældist atvinnuleysi 9,1% sem er jafnframt mesta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi. 13.8.2009 12:51 Nýr kaupandi Magasin í stórviðskiptum við Kaupþing Alshair Fiyaz, pakistanski fjárfestirinn, sem keypt hefur hlut í Magasin og Illum var í miklum viðskiptum við Kaupþing samkvæmt upplýsingum úr lánabók Kaupþings í Luxemburg. Lánaheimildir hans hjá bankanum námu 191,1 milljón evra þann 25. september síðastliðinn. 13.8.2009 11:43 Gengið mun lægra en peninganefnd telur viðunandi Gengi krónu er mun lægra en peningastefnunefndin hefur talið viðunandi þó það hafi talist stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun. Fyrir vikið hefur hægt á hjöðnun verðbólgunnar. Eigi að síður er þess vænst að verðbólga minnki hratt á ný síðar á árinu. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu Seðlabanka Íslands. 13.8.2009 11:22 Sjá næstu 50 fréttir
Karl og Guðmundur yfirheyrðir vegna rannsóknar á Milestone Karl Wernersson og Guðmundur Ólason hafa báðir verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá. Hafa þeir stöðu grunaðs manns. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone, eignarhaldsfélags Sjóvár, og Guðmundur Ólason var forstjóri félagsins. 17.8.2009 14:01
Svínaflensan hefur ekki áhrif á sölu svínakjöts á Íslandi „Það hefur ekki orðið mikil breyting hér á landi í neyslu svínakjöts, neytendur eru vel upplýstir um þá staðreynd að það er ekki rétt að tengja saman neyslu á þessari afurð og þeirri svínaflensu sem nú ríður yfir heiminn,“ segir Hörður Harðarson, formaður félags svínabænda. 17.8.2009 13:39
Langmesta verðbólgan hér á landi af EES löndunum Verðbólgan í júlí var 16,5% hér á landi og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins hefur birt. Næst Íslandi kemst Rúmenía með 5% verðbólgu, þar á eftir kemur Ungverjaland með 4,9% verðbólgu og í Póllandi mælist verðbólgan 4,5%. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. 17.8.2009 11:53
Litlar breytingar á gengi krónunnar Litlar sem engar breytingar hafa orðið á gengi krónunnar í morgun, á fyrsta viðskiptadegi eftir að Icesave frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd. 17.8.2009 11:07
Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17.8.2009 10:35
Töluverð aukning aflaverðmætis Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 42 milljörðum króna fyrstu fimm mánuði ársins 2009, samanborið við 40 milljarða á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 2 milljarða eða 4,2 % á milli ára. 17.8.2009 09:08
Íslendingar hagnast á kreppunni Íslendingar hagnast á kreppunni á meðan aðrir Evrópuþjóðir eru eyðilagðar yfir ástandinu. Þetta kemur fram í vefútgáfu kanadíska blaðsins The Vancouver Sun. Þar segir að á meðan flest lönd í Evrópu hafi þurfi að horfast í augu við mikinn samdrátt í ferðaiðnaði sé því öfugt farið með Ísland 16.8.2009 17:45
Forseti Íslands sannfærði stjórnendur Singer & Friedlander Kaupþing yfirtók Singer & Friedlander bankannn árið 2005 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði ári áður haldið bankaráðsformanni og forstjóra Singer & Friedlander hádegisverðarboð með stjórnendum Kaupþings, að beiðni Sigurðar Einarssonar. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, sem skrifuð er af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. 16.8.2009 13:41
Mishkin: Skýrslan var ekki heilbrigðisvottorð „Við gengum út frá því að Ísland væri þróað ríki með öflugar stofnanir, en áttuðum okkur ekki á að þær höfðu ekki burði til að veita svona stóru bankakerfi aðhald,“ segir Frederic Mishkin, prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York, Hann segir skýrslu frá árinu 2006 ekki hafa verið heilbrigðisvottorð fyrir íslenskt efnahagslíf. 16.8.2009 12:45
Rotið eðli bankanna að koma í ljós Tæpu ári eftir hrun íslensku bankanna er rotið eðli þeirra smátt og smátt að koma í ljós, segir í grein í breska blaðinu Telegraph. Greinin birtist á vef Telegraph í gærkvöldi og ber yfirskriftina: Hvaða ljótu leyndarmál bíða uppljóstrunar eftir bankahrunið á Íslandi? 16.8.2009 12:17
Skuggamálaráðherra vill kaupauka og bónusgreiðslur í burtu George Osborne, skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í fjármálum, vill útrýma kaupaukum og öðrum bónusgreiðslum til æðstu yfirmanna banka og fjármálastofnanna sem hlotið hafa opinbera aðstoð af einhverju tagi. 16.8.2009 08:30
Fyrirtæki Kevins Stanford skuldar skatti 30 milljónir Fyrirtæki í eigu athafnamannsins Kevins Stanford, viðskiptafélaga Baugs og stórs skuldanautar í Kaupþing, er farið í þrot vegna rúmlega 30 milljóna skattaskuldar. Félagið sem um ræðir heitir Brookes Chauffeur Services og keyrði áður kóngana í smásöluverslun í London um borgina. 16.8.2009 07:13
Magma Energy stefnir hátt Stjórnarformaður Magma Energy segir að stefna félagsins sé að verða eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði jarðhitaorku. Félagið hefur nú hafið viðræður um kaup á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. 15.8.2009 18:49
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 30% minni en í fyrra Heildarútlán Íbúðalánasjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs voru um 17,4 milljarðar en það eru um 30% minni útlán en á fyrstu sex mánuðum ársins 2008. 15.8.2009 16:11
Stærsti bankinn sem verður gjaldþrota í ár Colonial bankinn í Montgomery í Alabama er stærsti bankinn í Bandaríkjunum sem verður gjaldþrota á þessu ári. Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók bankann yfir bankann í gær en meira en 70 fjármálastofnanir hafa verið teknar yfir það sem af er ársins. 15.8.2009 15:07
Þór með stöðu grunaðs manns Rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá er vel á veg komin. Nokkrir eru með stöðu grunaðs í rannsókninni, þar á meðal Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 15.8.2009 10:03
Bretar beittu Íslendinga hörku Dálkahöfundurinn Andrew Hill segir í Financial Times í dag að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki. En ábyrgðin sé hins vegar líka í höndum íslenskra yfirvalda og sérstaklega þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á síðustu árum og einnig Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að breska og íslenska fjármálaeftirlitið og yfirvöld beggja landa deili ábyrgð á því hvernig fór með Icesave reikningana. 15.8.2009 10:00
27 alþjóðlegir bankar í mál vegna Spron Tuttugu og sjö stórir alþjóðlegir bankar hafa nú hafið skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Sparisjóði Reykjavíkur. Stjórnendur bankanna eru ósáttir við að ríkið hafi yfirtekið rekstur Spron og vilja fá viðurkennda skaðabótaskyldu. Telja þeir að yfirtakan hafi valdið þeim óþarfa tjóni þar sem samningar um lánalengingar voru þegar í gangi til að bjarga bankanum frá þroti. 14.8.2009 19:01
Bókfært virði 200 milljörðum hærra en markaðsvirði Exista færði eignarhluti sína í Kaupþingi og fleiri félögum á tæplega 200 milljarða króna meira virði í bækur sínar en markaðurinn sagði til um. Bókhaldsaðferðin er þó fullkomlega löglega. 14.8.2009 18:55
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs dragast saman um 7% Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs rúmlega 2,4 milljörðum króna í júlí. Þar af voru rúmir 1,7 milljarðar vegna almennra lána og tæpar 700 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um rúm 6,9 % frá fyrri mánuði. 14.8.2009 17:07
Tap Skipta 2,1 milljarður á fyrri hluta árs Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 2,1 milljarði króna sem skýrist einkum af gengisþróun íslensku krónunnar á tímabilinu. Tap á sama tímabili árið 2008 var 4,0 milljarðar króna. Skipti á meðal annars Símann og er fyrirtækið í eigu Exista. 14.8.2009 16:52
Kröfuhafar samþykktu nauðasamninga Allir kröfuhafar Eimskips greiddu atkvæði með nauðasamningafrumvarpi félagsins en atkvæði voru greidd á kröfuhafafundi félagsins í dag. Í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að félagið muni nú leggja fram skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrir héraðsdómara í næstu viku. 14.8.2009 15:59
Fjölmörg mál rannsökuð frá bankahruni Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað fjölda mála frá bankahruni, tuttugu málum hefur verið vísað til embættis sérstaks saksóknara og einu máli hefur verið vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. 14.8.2009 15:38
Endurfjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings tryggð Ríkisstjórn Íslands hefur tryggt fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings, en hún var samþykkt á hluthafafundum í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Landsbankinn þarf hins vegar meiri tíma. 14.8.2009 17:32
Eignir tryggingafélaganna hafa dregist saman um fimmtung Í lok júní námu heildareignir tryggingafélaganna 121,3 milljörðum króna og jukust þær um tæpar 900 milljónir króna frá fyrri mánuði. Á sama tíma fyrir ári námu heildareignir tryggingafélaganna 157,3 milljörðum króna og hafa þær því dregist saman um ríflega fimmtung síðan þá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. 14.8.2009 17:21
Skuldabréfavelta tæplega 13 milljarðar Skuldabréfavelta nam tæplega 12,8 milljörðum í dag. Enn einn daginn var mest velta með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir tæpa 8,2 milljarða króna. 14.8.2009 16:40
Fimm milljarða króna tap hjá Icelandair Group Icelandair Group skilaði fimm milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins segir rekstrarniðurstöðuna ekki vænlega þegar til lengri tíma er litið. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að félagið sé að gera betur en áætlanir fyrir árshelminginn gerðu ráð fyrir. 14.8.2009 16:21
Lögfræðistofa Reykjavíkur ætlar ekki að rukka Exista fyrir skilanefnd Landsbankans Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur skilað skilanefnd Landsbanka Íslands umboði til þess að annast hagsmunagæslu fyrir nefndina vegna málefna Exista. 14.8.2009 16:12
Forstjóri efnahagsbrotadeildarinnar hittir Joly í næsta mánuði Richard Aldeman, forstjóri bresku efnahagsbrotadeildarinnar, mun hitta Evu Joly í næsta mánuði vegna rannsóknar á bankahruninu, eftir því sem Financial Times fullyrðir. 14.8.2009 11:43
Færri misstu heimili sín en búist var við Um það bil 11,400 einstuaklingar og fjölskyldur á Bretlandi misstu heimili sín á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt opinberum tölum þar í landi. Búist hafði verið við að töluvert fleiri fjölskyldur þyrft að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í ljósi mikils atvinnuleysis á Bretlandi. 14.8.2009 10:55
Háir vextir líklegir næstu þrjú árin Háir vextir eru líklega komnir til að vera, að minnsta kosti næstu þrjú árin ef Seðlabankinn breytir ekki þeim forsendum sem bankinn leggur til grundvallar stýrivaxtaákvörðun sinni. 14.8.2009 10:09
Spá Seðlabankans svartsýnni en í maí Uppfærð spá Seðlabankans gerir ráð fyrir meiri samdrætti landsframleiðslu næstu tvö árin en maíspá bankans. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem gefin voru út í dag. 13.8.2009 21:03
Viðskiptahallinn hverfi 2010 Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður á næsta ári. Þetta kemur fram í Peningamálum bankans. 13.8.2009 19:24
Rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Imons langt komin Rannsókn sérstaks sakskóknara á meintri markaðsmisnotkun Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, er einna lengst komin af þeim þrjátíu málum sem eru til meðferðar hjá embættinu. 13.8.2009 18:59
Kröfur í þrotabú Fons nema 40 milljörðum Launakröfur í þrotabú Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, nema um þrjátíu milljónum króna. Heildarkröfur í búið nema hins vegar tæpum fjörutíu milljörðum. Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabúsins staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu í dag. 13.8.2009 18:55
Kröfuhafar afar ósáttir við háan rekstrarkostnað Exista Rekstrarkostnaður Existu hleypur enn á hundruðum milljóna króna og eru til að mynda tveir forstjórar starfandi hjá félaginu. Kröfuhafar, með Landsbankann í broddi fylkingar, munu vera ósáttir við þetta og krefjast þess að stjórnendur félagsins fari að sínum hugmyndum, að öðrum kosti verði félagið sett í þrot. 13.8.2009 18:50
Vextir lækka ekki fyrr en stjórnvöld ganga frá lausum endum „Vaxtaákvörðun Seðlabankans er að sjálfsögðu vonbrigði en hún kemur mér ekkert á óvart. Ég tel að stjórnvöld þurfi fyrst að ganga frá lausum endum í mörgum afar erfiðum málum áður en Seðlabankinn getur hafið vaxtalækkunarferli sitt,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við fréttastofu. 13.8.2009 14:11
Krónan styrktist um tæpt prósent í dag Gengi krónunnar styrktist um 0,86% í dag. Gengisvísitalan stendur nú í 232,3 stigum. 13.8.2009 16:20
Töluverð velta með hlutabréf Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,55% í tæplega 143 milljóna króna heildarviðskiptum í dag. Stendur vísitalan nú í 758,43 stigum. 13.8.2009 16:01
Ákvörðun um niðurfellingu skulda almennings ekki í mínum verkahring Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna um ákvarðanir varðandi niðurfellingu skulda almennings. Hann segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. 13.8.2009 15:32
Gengi krónunnar allt of lágt Gengi krónunnar er mun lægra en peningastefnunefnd Seðlabankans telur viðunandi. Þeim mun lengur sem gengi krónunnar er svona lágt þeim mun líklegra er að það komi fram í aukinni verðbólgu. 13.8.2009 13:07
Aflinn dróst saman í júlí Afli íslenskra skipa var 8,4% meiri á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu verði. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka. Aflinn í júlí var hins vegar 1,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Veruleg verðlækkun sjávarfangs á erlendum mörkuðum hefur hins vegar orðið til þess að töluvert minna hefur fengist fyrir aflann á erlendum mörkuðum í ár, en á sama tíma í fyrra. 13.8.2009 13:07
Atvinnuleysi mælist 8% Atvinnuleysi í júní mánuði mældist 8,0% sem er 0,1% minna en í maí samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi hefur nú dregist saman undanfarna þrjá mánuði en í apríl mældist atvinnuleysi 9,1% sem er jafnframt mesta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi. 13.8.2009 12:51
Nýr kaupandi Magasin í stórviðskiptum við Kaupþing Alshair Fiyaz, pakistanski fjárfestirinn, sem keypt hefur hlut í Magasin og Illum var í miklum viðskiptum við Kaupþing samkvæmt upplýsingum úr lánabók Kaupþings í Luxemburg. Lánaheimildir hans hjá bankanum námu 191,1 milljón evra þann 25. september síðastliðinn. 13.8.2009 11:43
Gengið mun lægra en peninganefnd telur viðunandi Gengi krónu er mun lægra en peningastefnunefndin hefur talið viðunandi þó það hafi talist stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun. Fyrir vikið hefur hægt á hjöðnun verðbólgunnar. Eigi að síður er þess vænst að verðbólga minnki hratt á ný síðar á árinu. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu Seðlabanka Íslands. 13.8.2009 11:22
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur