Ákvörðun um niðurfellingu skulda almennings ekki í mínum verkahring Gunnar Örn Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 15:32 Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Mynd/Anton Brink Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna um ákvarðanir varðandi niðurfellingu skulda almennings. Hann segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendi viðskiptaráðherra fyrirspurn þess efnis um hvort hann myndi beita sér á einhvern hátt fyrir því að afskriftir sem fara á milli gömlu og nýju bankanna gangi að einhverju leyti til skuldaranna. Það er að segja að hvort að skuldir almennings verði færðar niður? Ef ekki, þá hvers vegna ekki? Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði að stjórnvöld hafi stuðlað að ýmsum úrræðum til að koma til móts við þá sem lent hafa í eða eru við það að lenda í greiðsluerfiðleikum. Má í því sambandi nefna greiðslujöfnun verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána, greiðsluaðlögun óveðtryggðra skulda og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna. Auk þess hafi stjórnvöld gert samning við lánveitendur fasteignaveðlána um að þeir beiti sömu greiðsluvandaúrræðum vegna fasteignaveðlána og Íbúðarlánasjóður. Það er bankanna að taka ákvörðun um það hvort þeir breyti útistandi kröfum með einhverjum hætti, umfram það sem stjórnvöld hafa kveðið á um. Slíka ákvörðun tekur banki á grundvelli mats á greiðslugetu skuldara. Ekki í mínum verkahring að taka slíka ákvörðun Ráðherra telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna við þessar ákvarðanir. Verði Íslandsbanki og Nýja Kaupþing að miklum meirihluta í eigu annars vegar Glitnis og hins vegar Kaupþings þá breytir það í grundvallaratriðum þýðingu verðmats eigna sem færðar voru frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Gangi þetta eftir verður stjórn bankanna jafnframt ekki í höndum íslenska ríkisins. Þegar af þeirri ástæðu mun viðskiptaráðherra ekki beita sér fyrir því að afskriftir gangi að einhverju leyti til skuldara, að því er varðar þá banka. Gylfi segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Slíkt leiðir til þess að þeir sem þurfa ekki á því að halda fá niðurfelldar skuldir og um leið verður ekki svigrúm til að koma til móts við þá sem hafa þörf fyrir það. Viðskiptaráðherra telur því rétt að bankar beiti þeirri aðferðarfræði, sem þeir hafa alltaf gert, að meta hvern skuldara út frá því hversu mikið hann getur greitt af skuld sinni. Með þeim hætti munu afskriftirnar í raun ganga til þeirra skuldara sem þurfa á því að halda. Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna um ákvarðanir varðandi niðurfellingu skulda almennings. Hann segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendi viðskiptaráðherra fyrirspurn þess efnis um hvort hann myndi beita sér á einhvern hátt fyrir því að afskriftir sem fara á milli gömlu og nýju bankanna gangi að einhverju leyti til skuldaranna. Það er að segja að hvort að skuldir almennings verði færðar niður? Ef ekki, þá hvers vegna ekki? Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði að stjórnvöld hafi stuðlað að ýmsum úrræðum til að koma til móts við þá sem lent hafa í eða eru við það að lenda í greiðsluerfiðleikum. Má í því sambandi nefna greiðslujöfnun verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána, greiðsluaðlögun óveðtryggðra skulda og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna. Auk þess hafi stjórnvöld gert samning við lánveitendur fasteignaveðlána um að þeir beiti sömu greiðsluvandaúrræðum vegna fasteignaveðlána og Íbúðarlánasjóður. Það er bankanna að taka ákvörðun um það hvort þeir breyti útistandi kröfum með einhverjum hætti, umfram það sem stjórnvöld hafa kveðið á um. Slíka ákvörðun tekur banki á grundvelli mats á greiðslugetu skuldara. Ekki í mínum verkahring að taka slíka ákvörðun Ráðherra telur það ekki í sínum verkahring að taka fram fyrir hendur bankanna við þessar ákvarðanir. Verði Íslandsbanki og Nýja Kaupþing að miklum meirihluta í eigu annars vegar Glitnis og hins vegar Kaupþings þá breytir það í grundvallaratriðum þýðingu verðmats eigna sem færðar voru frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Gangi þetta eftir verður stjórn bankanna jafnframt ekki í höndum íslenska ríkisins. Þegar af þeirri ástæðu mun viðskiptaráðherra ekki beita sér fyrir því að afskriftir gangi að einhverju leyti til skuldara, að því er varðar þá banka. Gylfi segist áður hafa lýst þeirri einörðu afstöðu sinni að ekki sé skynsamlegt að mæla fyrir um tiltekna almenna afskrift skulda. Slíkt leiðir til þess að þeir sem þurfa ekki á því að halda fá niðurfelldar skuldir og um leið verður ekki svigrúm til að koma til móts við þá sem hafa þörf fyrir það. Viðskiptaráðherra telur því rétt að bankar beiti þeirri aðferðarfræði, sem þeir hafa alltaf gert, að meta hvern skuldara út frá því hversu mikið hann getur greitt af skuld sinni. Með þeim hætti munu afskriftirnar í raun ganga til þeirra skuldara sem þurfa á því að halda.
Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira