Viðskipti innlent

Íslendingar hagnast á kreppunni

Ólöf Ýr Atladóttir. Rætt er við ferðamálastjóra í fréttinni.
Ólöf Ýr Atladóttir. Rætt er við ferðamálastjóra í fréttinni.
Íslendingar hagnast á kreppunni á meðan aðrir Evrópuþjóðir eru eyðilagðar yfir ástandinu.

Þetta kemur fram í vefútgáfu kanadíska blaðsins The Vancouver Sun. Þar segir að á meðan flest lönd í Evrópu hafi þurfi að horfast í augu við mikinn samdrátt í ferðaiðnaði sé því öfugt farið með Ísland.

Ólöf Ýr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir í viðtali við blaðið að eftir að krónan veiktist, hafi orðið mikil fjölgun ferðamanna hér á landi.

Fram kemur líka að aðsókn í Bláa Lónið hafi aukist töluvert frá því í október, þegar kreppan skall á. Lönd eins og Spánn, Grikklandi og Ítalía, sem stóli mikið á ferðaiðnaðinn hafi þurft að horfast í augu við mikinn samdrátt.

Starfsmaður ferðamálasamtaka Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við blaðið að óöryggt starfsumhverfi, gengissveiflur og svínaflensufaraldur hefði líka áhrif og að fólk taki sér styttra frí, jafnvel ekkert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×