Bókfært virði 200 milljörðum hærra en markaðsvirði Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 14. ágúst 2009 18:55 Frá aðalfundi Exista 2008. Mynd/Anton Brink Exista færði eignarhluti sína í Kaupþingi og fleiri félögum á tæplega 200 milljarða króna meira virði í bækur sínar en markaðurinn sagði til um. Bókhaldsaðferðin er þó fullkomlega lögleg. Í upphafi árs 2007 var tekin sú ákvörðun að færa eignarhluti Existu í Kaupþingi og finnska fjármálafyrirtækinu Sampo samkvæmt svokallaðri hlutdeildaraðferð. Það þýðir að markaðsvirði hlutanna er ekki notað heldur er stuðst við afkomu félaganna til að meta virði þeirra. Sé litið á uppgjör á þriðja ársfjórðungi síðasta árs má sjá að munur á bókfærðu verði og markaðsvirði er rúmlega 180 milljarðar króna. Á mannamáli þýðir þetta að markaðurinn mat verðmæti eignarhlutanna á tæplega 500 milljarða en bókhald Existu rúmlega 680 milljarða. Hefði markaðsvirði félaganna verið notað í stað hlutdeildaraðferðar hefði eigið fé Existu verið um 37% lægra. Stjórnendur Existu sögðu í viðtölum að þessi aðferð væri betri þar sem félögin væru mjög sterk og meira virði en markaðurinn segði til um. Sé tekið tillit til fréttaflutnings síðustu mánaða má hinsvegar setja spurningarmerki við hvort afkoma Kaupþings hafi verið jafn sterk og talið var. Sampo var einnig selt ásamt tryggingarrisanum Storebrand með mörg hundruð milljarða tapi og hefði markaðsverð því verið betri fulltrúi fyrir verð eignanna en hið bókfærða verð. Fréttastofa hefur í dag rætt við nokkra endurskoðendur sem efast um að hin svokallaða hlutdeildaraðferð verði lögleg reikningsskilaaðferð í framtíðinni. Hún geri almenningi sem fjárfesti í hlutabréfum erfiðara fyrir með að meta hið raunverulega virði félaganna. Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Exista færði eignarhluti sína í Kaupþingi og fleiri félögum á tæplega 200 milljarða króna meira virði í bækur sínar en markaðurinn sagði til um. Bókhaldsaðferðin er þó fullkomlega lögleg. Í upphafi árs 2007 var tekin sú ákvörðun að færa eignarhluti Existu í Kaupþingi og finnska fjármálafyrirtækinu Sampo samkvæmt svokallaðri hlutdeildaraðferð. Það þýðir að markaðsvirði hlutanna er ekki notað heldur er stuðst við afkomu félaganna til að meta virði þeirra. Sé litið á uppgjör á þriðja ársfjórðungi síðasta árs má sjá að munur á bókfærðu verði og markaðsvirði er rúmlega 180 milljarðar króna. Á mannamáli þýðir þetta að markaðurinn mat verðmæti eignarhlutanna á tæplega 500 milljarða en bókhald Existu rúmlega 680 milljarða. Hefði markaðsvirði félaganna verið notað í stað hlutdeildaraðferðar hefði eigið fé Existu verið um 37% lægra. Stjórnendur Existu sögðu í viðtölum að þessi aðferð væri betri þar sem félögin væru mjög sterk og meira virði en markaðurinn segði til um. Sé tekið tillit til fréttaflutnings síðustu mánaða má hinsvegar setja spurningarmerki við hvort afkoma Kaupþings hafi verið jafn sterk og talið var. Sampo var einnig selt ásamt tryggingarrisanum Storebrand með mörg hundruð milljarða tapi og hefði markaðsverð því verið betri fulltrúi fyrir verð eignanna en hið bókfærða verð. Fréttastofa hefur í dag rætt við nokkra endurskoðendur sem efast um að hin svokallaða hlutdeildaraðferð verði lögleg reikningsskilaaðferð í framtíðinni. Hún geri almenningi sem fjárfesti í hlutabréfum erfiðara fyrir með að meta hið raunverulega virði félaganna.
Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira