Svínaflensan hefur ekki áhrif á sölu svínakjöts á Íslandi Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 13:39 Mynd/Einar „Það hefur ekki orðið mikil breyting hér á landi í neyslu svínakjöts, neytendur eru vel upplýstir um þá staðreynd að það er ekki rétt að tengja saman neyslu á þessari afurð og þeirri svínaflensu sem nú ríður yfir heiminn," segir Hörður Harðarson, formaður félags svínabænda en sala á svínakjöti hefur aukist um rúm 7% á milli ára. Hann segir svínin ekki bera flensuna til manna. „Frekar smitast svín af mönnum en að menn smitist af svínum." Engin íslensk svín hafa sýkst af upprunalega stofni veirunnar sem fyrst fannst í Mexíkó í apríl síðastliðnum. Mikið hefur dregið úr neyslu svínakjöts í Bandaríkjunum það sem af er ári og á enn eftir að minnka að mati sérfræðinga og svínabænda í Bandaríkjunum eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Ástæðuna rekja þeir til svínaflensunnar en hér á landi hefur verið mikil aukning í sölu svínakjöts. Frá júli 2008 og fram til júlí á þessu ári hefur sala á svínakjöti aukist um 7,1% miðað við sama tímabil á undan. „Það er því ekki að sjá á þessum tölum að umræðan um flensuna komi í veg fyrir að fólk versli svínakjöt," segir Hörður. Aðspurður um aukna neyslu á svínakjöti hér á landi segir Hörður að verð á svínakjöti hafi verið lágt að undanförnu. „Það er meira framboð en eftirspurn á svínakjöti og það tel ég vera helstu ástæðuna fyrir lágu verði," segir Hörður. Þar sem mikið framboð er af svínakjöti á Íslandi er eðlilegt að spyrja hvort svínabændur sjái ekki tækifæri í því að flytja svínakjöt úr landi. „Við eigum mjög erfitt með að flytja svínakjötið úr landi þar sem svínabændur þurfa að greiða háa tolla til Evrópusambandsins. Menn hafa þreifað fyrir sér á öðrum mörkuðum eins og Rússlandi og á Asíumarkaði en það hefur komið í ljós að slíkt er ekki hagkvæmt," segir formaðurinn að lokum. Tengdar fréttir Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17. ágúst 2009 10:35 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
„Það hefur ekki orðið mikil breyting hér á landi í neyslu svínakjöts, neytendur eru vel upplýstir um þá staðreynd að það er ekki rétt að tengja saman neyslu á þessari afurð og þeirri svínaflensu sem nú ríður yfir heiminn," segir Hörður Harðarson, formaður félags svínabænda en sala á svínakjöti hefur aukist um rúm 7% á milli ára. Hann segir svínin ekki bera flensuna til manna. „Frekar smitast svín af mönnum en að menn smitist af svínum." Engin íslensk svín hafa sýkst af upprunalega stofni veirunnar sem fyrst fannst í Mexíkó í apríl síðastliðnum. Mikið hefur dregið úr neyslu svínakjöts í Bandaríkjunum það sem af er ári og á enn eftir að minnka að mati sérfræðinga og svínabænda í Bandaríkjunum eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Ástæðuna rekja þeir til svínaflensunnar en hér á landi hefur verið mikil aukning í sölu svínakjöts. Frá júli 2008 og fram til júlí á þessu ári hefur sala á svínakjöti aukist um 7,1% miðað við sama tímabil á undan. „Það er því ekki að sjá á þessum tölum að umræðan um flensuna komi í veg fyrir að fólk versli svínakjöt," segir Hörður. Aðspurður um aukna neyslu á svínakjöti hér á landi segir Hörður að verð á svínakjöti hafi verið lágt að undanförnu. „Það er meira framboð en eftirspurn á svínakjöti og það tel ég vera helstu ástæðuna fyrir lágu verði," segir Hörður. Þar sem mikið framboð er af svínakjöti á Íslandi er eðlilegt að spyrja hvort svínabændur sjái ekki tækifæri í því að flytja svínakjöt úr landi. „Við eigum mjög erfitt með að flytja svínakjötið úr landi þar sem svínabændur þurfa að greiða háa tolla til Evrópusambandsins. Menn hafa þreifað fyrir sér á öðrum mörkuðum eins og Rússlandi og á Asíumarkaði en það hefur komið í ljós að slíkt er ekki hagkvæmt," segir formaðurinn að lokum.
Tengdar fréttir Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17. ágúst 2009 10:35 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17. ágúst 2009 10:35