Svínaflensan hefur ekki áhrif á sölu svínakjöts á Íslandi Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 13:39 Mynd/Einar „Það hefur ekki orðið mikil breyting hér á landi í neyslu svínakjöts, neytendur eru vel upplýstir um þá staðreynd að það er ekki rétt að tengja saman neyslu á þessari afurð og þeirri svínaflensu sem nú ríður yfir heiminn," segir Hörður Harðarson, formaður félags svínabænda en sala á svínakjöti hefur aukist um rúm 7% á milli ára. Hann segir svínin ekki bera flensuna til manna. „Frekar smitast svín af mönnum en að menn smitist af svínum." Engin íslensk svín hafa sýkst af upprunalega stofni veirunnar sem fyrst fannst í Mexíkó í apríl síðastliðnum. Mikið hefur dregið úr neyslu svínakjöts í Bandaríkjunum það sem af er ári og á enn eftir að minnka að mati sérfræðinga og svínabænda í Bandaríkjunum eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Ástæðuna rekja þeir til svínaflensunnar en hér á landi hefur verið mikil aukning í sölu svínakjöts. Frá júli 2008 og fram til júlí á þessu ári hefur sala á svínakjöti aukist um 7,1% miðað við sama tímabil á undan. „Það er því ekki að sjá á þessum tölum að umræðan um flensuna komi í veg fyrir að fólk versli svínakjöt," segir Hörður. Aðspurður um aukna neyslu á svínakjöti hér á landi segir Hörður að verð á svínakjöti hafi verið lágt að undanförnu. „Það er meira framboð en eftirspurn á svínakjöti og það tel ég vera helstu ástæðuna fyrir lágu verði," segir Hörður. Þar sem mikið framboð er af svínakjöti á Íslandi er eðlilegt að spyrja hvort svínabændur sjái ekki tækifæri í því að flytja svínakjöt úr landi. „Við eigum mjög erfitt með að flytja svínakjötið úr landi þar sem svínabændur þurfa að greiða háa tolla til Evrópusambandsins. Menn hafa þreifað fyrir sér á öðrum mörkuðum eins og Rússlandi og á Asíumarkaði en það hefur komið í ljós að slíkt er ekki hagkvæmt," segir formaðurinn að lokum. Tengdar fréttir Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17. ágúst 2009 10:35 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það hefur ekki orðið mikil breyting hér á landi í neyslu svínakjöts, neytendur eru vel upplýstir um þá staðreynd að það er ekki rétt að tengja saman neyslu á þessari afurð og þeirri svínaflensu sem nú ríður yfir heiminn," segir Hörður Harðarson, formaður félags svínabænda en sala á svínakjöti hefur aukist um rúm 7% á milli ára. Hann segir svínin ekki bera flensuna til manna. „Frekar smitast svín af mönnum en að menn smitist af svínum." Engin íslensk svín hafa sýkst af upprunalega stofni veirunnar sem fyrst fannst í Mexíkó í apríl síðastliðnum. Mikið hefur dregið úr neyslu svínakjöts í Bandaríkjunum það sem af er ári og á enn eftir að minnka að mati sérfræðinga og svínabænda í Bandaríkjunum eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Ástæðuna rekja þeir til svínaflensunnar en hér á landi hefur verið mikil aukning í sölu svínakjöts. Frá júli 2008 og fram til júlí á þessu ári hefur sala á svínakjöti aukist um 7,1% miðað við sama tímabil á undan. „Það er því ekki að sjá á þessum tölum að umræðan um flensuna komi í veg fyrir að fólk versli svínakjöt," segir Hörður. Aðspurður um aukna neyslu á svínakjöti hér á landi segir Hörður að verð á svínakjöti hafi verið lágt að undanförnu. „Það er meira framboð en eftirspurn á svínakjöti og það tel ég vera helstu ástæðuna fyrir lágu verði," segir Hörður. Þar sem mikið framboð er af svínakjöti á Íslandi er eðlilegt að spyrja hvort svínabændur sjái ekki tækifæri í því að flytja svínakjöt úr landi. „Við eigum mjög erfitt með að flytja svínakjötið úr landi þar sem svínabændur þurfa að greiða háa tolla til Evrópusambandsins. Menn hafa þreifað fyrir sér á öðrum mörkuðum eins og Rússlandi og á Asíumarkaði en það hefur komið í ljós að slíkt er ekki hagkvæmt," segir formaðurinn að lokum.
Tengdar fréttir Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17. ágúst 2009 10:35 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. 17. ágúst 2009 10:35