Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta tæplega 13 milljarðar

Skuldabréfavelta nam tæplega 12,8 milljörðum í dag. Enn einn daginn var mest velta með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir tæpa 8,2 milljarða króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,17% í tæplega níu milljóna króna heildarviðskiptum í dag. Stendur vísitalan nú í 759,76 stigum.

Mest hækkuðu bréf Bakkavarar eða um 0,89%.

Marel hækkaði um 0,55% en Össur lækkaði um 0,85%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×