Viðskipti innlent

Litlar breytingar á gengi krónunnar

Litlar sem engar breytingar hafa orðið á gengi krónunnar í morgun, á fyrsta viðskiptadegi eftir að Icesave frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd. Krónan hefur lækkað um 0,1% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan í 234,5 stigum.

Enn sem komið er er krónan ekki farin að fljóta eðlilega þar sem mjög mikil gjaldeyrishöft eru enn við líði og líklegt er að þeim verði haldið til haga á næstu tveimur til þremur árum.

Evran stendur í 180,1 krónu, dollarinn er 128,1 króna og pundið er 208,76 krónur samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×