Viðskipti innlent

Atvinnuleysi mælist 8%

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Atvinnuleysi í júní mánuði mældist 8,0% sem er 0,1% minna en í maí samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi hefur nú dregist saman undanfarna þrjá mánuði en í apríl mældist atvinnuleysi 9,1% sem er jafnframt mesta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi.

Vinnumálastofnun reiknar með því að atvinnuleysið í ágúst verði á bilinu 7,6% til 8,1%.

Hjöðnun atvinnuleysis yfir sumarmánuðina skýrist að stærstum hluta af árstíðarsveiflu.

Vinnuafl eykst yfir sumartímann sem hefur áhrif til hlutfallslegrar lækkunar atvinnuleysis. Búast má við að atvinnuleysi muni aukast á nýjan leik með haustinu því þá dregst vinnuafl saman á nýjan leik auk þess sem þá koma til framkvæmda hópuppsagnir sem tilkynnt hefur verið um nú í vor. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka í dag.

Hinsvegar er mjög ólíklegt að atvinnuleysi muni aukast með viðlíka hraða og síðastliðinn vetur í kjölfar bankahrunsins. Þó er enn til staðar töluverður undirliggjandi þrýstingur til atvinnuleysis. Gera má ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki í þessari niðursveiflu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að atvinnuleysi verði þá í kringum 10%.



Atvinnulausum fækkar


Í lok júní voru 15.217 skráðir án atvinnu á skrá og er það fækkun um 331 frá fyrri mánuði. Atvinnulausum á skrá vinnumálastofnunar hefur nú fækkað samfellt undanfarna fjóra mánuði en aldrei höfðu fleiri verið skráðir atvinnulausir en í lok mars þegar þeir voru 16.822 talsins.

Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá júlí til ágúst. Versnandi efnahagsástand gæti hins vegar haft betur gagnvart árstíðarsveiflunni nú og atvinnuleysið aukist af þeim sökum.

Vinnumálastofnun reiknar með því að atvinnuleysið í ágúst verði á bilinu 7,6% til 8,1%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×