Viðskipti innlent

Forstjóri efnahagsbrotadeildarinnar hittir Joly í næsta mánuði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eva Joly ætlar að hitta Aldeman í næsta mánuði. Mynd/ Anton Brink.
Eva Joly ætlar að hitta Aldeman í næsta mánuði. Mynd/ Anton Brink.
Richard Aldeman, forstjóri bresku efnahagsbrotadeildarinnar, mun hitta Evu Joly í næsta mánuði vegna rannsóknar á bankahruninu, eftir því sem Financial Times fullyrðir. Á vefnum Moneymarketing kemur fram að fundurinn sé tengdur því að lánagögn úr Kaupþingi láku á netið. Eins og áður hefur verið greint frá sýna gögnin að mörg hundruð milljarðar voru lánaðir til fáeinna viðskiptavina Kaupþings skömmu fyrir hrunið í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×