Viðskipti innlent

Langmesta verðbólgan hér á landi af EES löndunum

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Verðbólgan í júlí var 16,5% hér á landi og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins hefur birt.

Næst Íslandi kemst Rúmenía með 5% verðbólgu, þar á eftir kemur Ungverjaland með 4,9% verðbólgu og í Póllandi mælist verðbólgan 4,5%. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Dregið hefur úr verðbólgu innan EES svæðisins undanfarið. Nú mælist hún 0,2% en var 4,4% fyrir ári. Verðhjöðnun er í fjórtán löndum innan svæðisins en umtalsverð fjölgun hefur verið undanfarið í löndum sem upplifa slíkt ástand.

Mest er verðhjöðnunin á Írlandi eða -2,6% en þar var 3,6% verðbólga fyrir ári.

Að meðaltali er verðbólgan nú 0,2% meðal ríkja evrusvæðisins og -0,7% meðal ríkja ESB.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×