Forseti Íslands sannfærði stjórnendur Singer & Friedlander Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. ágúst 2009 13:41 Tony Shearer segist sjálfur hafa varað breska fjármálaeftirlitið við yfirtöku Kaupþings. Kaupþing yfirtók Singer & Friedlander bankannn árið 2005 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði ári áður haldið bankaráðsformanni og forstjóra Singer & Friedlander hádegisverðarboð með stjórnendum Kaupþings, að beiðni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, sem skrifuð er af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing yfirtók bankann árið 2005. Hann hefur verið afar gagnrýninn á yfirtökuna eftir að Singer & Friedlander var settur í greiðslustöðvun í október síðastliðnum. Hann bar vitni fyrir breskri þingnefnd í febrúar síðastliðnum. Þá sagðist hann hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Í síðustu viku ítrekaði hann svo gagnrýni sína á breska fjármálaeftirlitið. Af lýsingu Guðjóns að dæma var Shearer hins vegar samþykkur viðskiptunum. Hann segir að Kaupþingsmenn hafi snúið sér til Ólafs Ragnars til að sýna fram á að þeir hefðu trúnað og traust á Íslandi. Vorið 2004 hafi svo þeir Paul Selway-Swift bankaráðsformaður og Shearer komið til Íslands. Að beiðni Sigurðar Einarssonar og þeirra Kaupþingsmanna hafi forseti Íslands boðið þeim til langs hádegisverðar á Bessastöðum ásamt Kaupþingsmönnum. Þar hafi Ólafur Ragnar haldið fram ágæti Kaupþingsmanna og tíundað hvers vegna Bretarnir ættu að ganga til viðræðna við Íslendinga. „Þeir Selway-Swift og Shearer munu við svo búið hafa látið sannfærast um að óhætt væri að hefja viðræður við Kaupþingsmenn og mun hádegisverðurinn á Bessastöðum hafa skipt verulegu máli. Í nóvember 2005 stóð KB banki fyrir hófi í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af kaupum sínum á Singer & Friedlander. Þar voru viðstaddir Tony Shearer, fráfarandi bankastjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson. Í hófinu þakkaði Sigurður Einarsson forseta Íslands sérstaklega fyrir þátt hans í því að af kaupunum varð," segir Guðjón í bókinni. Tengdar fréttir Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. 10. ágúst 2009 06:30 Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. 3. febrúar 2009 15:47 Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. 4. febrúar 2009 08:28 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kaupþing yfirtók Singer & Friedlander bankannn árið 2005 eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafði ári áður haldið bankaráðsformanni og forstjóra Singer & Friedlander hádegisverðarboð með stjórnendum Kaupþings, að beiðni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings. Þetta kemur fram í Sögu af forseta, sem skrifuð er af Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing yfirtók bankann árið 2005. Hann hefur verið afar gagnrýninn á yfirtökuna eftir að Singer & Friedlander var settur í greiðslustöðvun í október síðastliðnum. Hann bar vitni fyrir breskri þingnefnd í febrúar síðastliðnum. Þá sagðist hann hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Í síðustu viku ítrekaði hann svo gagnrýni sína á breska fjármálaeftirlitið. Af lýsingu Guðjóns að dæma var Shearer hins vegar samþykkur viðskiptunum. Hann segir að Kaupþingsmenn hafi snúið sér til Ólafs Ragnars til að sýna fram á að þeir hefðu trúnað og traust á Íslandi. Vorið 2004 hafi svo þeir Paul Selway-Swift bankaráðsformaður og Shearer komið til Íslands. Að beiðni Sigurðar Einarssonar og þeirra Kaupþingsmanna hafi forseti Íslands boðið þeim til langs hádegisverðar á Bessastöðum ásamt Kaupþingsmönnum. Þar hafi Ólafur Ragnar haldið fram ágæti Kaupþingsmanna og tíundað hvers vegna Bretarnir ættu að ganga til viðræðna við Íslendinga. „Þeir Selway-Swift og Shearer munu við svo búið hafa látið sannfærast um að óhætt væri að hefja viðræður við Kaupþingsmenn og mun hádegisverðurinn á Bessastöðum hafa skipt verulegu máli. Í nóvember 2005 stóð KB banki fyrir hófi í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af kaupum sínum á Singer & Friedlander. Þar voru viðstaddir Tony Shearer, fráfarandi bankastjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson. Í hófinu þakkaði Sigurður Einarsson forseta Íslands sérstaklega fyrir þátt hans í því að af kaupunum varð," segir Guðjón í bókinni.
Tengdar fréttir Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. 10. ágúst 2009 06:30 Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12 Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. 3. febrúar 2009 15:47 Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. 4. febrúar 2009 08:28 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. 10. ágúst 2009 06:30
Breska Fjármálaeftirlitið var varað við yfirtöku Kaupþings á S&F Forstjóri Singer & Friedlander varaði Breska Fjármálaeftirlitið við því að heimila yfirtöku Kaupþings á bankanum árið 2005. Þetta kemur fram á vef Times Online í kvöld. 2. febrúar 2009 23:12
Sigurður Einarsson gefur lítið fyrir ummæli Tony Shearer „Ég gef lítið fyrir þau ummæli sem Tony Presley Shearer hefur viðhaft um Kaupþing meðal annars fyrir þingnefnd í Bretlandi," segir Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings. 3. febrúar 2009 15:47
Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. 4. febrúar 2009 08:28
Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. 3. febrúar 2009 09:11