Viðskipti innlent

Karl og Guðmundur yfirheyrðir vegna rannsóknar á Milestone

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Wernersson hefur verið yfirheyrður vegna rannsóknar á Milestone. Mynd/ GVA.
Karl Wernersson hefur verið yfirheyrður vegna rannsóknar á Milestone. Mynd/ GVA.
Karl Wernersson og Guðmundur Ólason hafa báðir verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone, eignarhaldsfélags Sjóvár, og Guðmundur Ólason var forstjóri félagsins.

Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að rannsókn málsins sé búin að vera meira og minna í gangi frá því að húsleitin átti sér stað í byrjun júlí. Engar tímasetningar liggi fyrir um það hvenær niðurstöður rannsóknarinnar verði tilbúnar.

Þá greindi Morgunblaðið frá því um helgina að Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, sé jafnframt á meðal þeirra sem hafi verið yfirheyrðir með réttarstöðu grunaðs manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×