Fleiri fréttir

Kaupþing kyrrsetur einkaþotu stjórnarformanns Tottenham

Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans.

Bandaríkjamenn óttast atvinnuleysi

Atvinnuleysi er komið yfir 10% í fimmtán ríkjum Bandaríkjanna. Associated Press fréttastofan segir að atvinnuleysi eigi eftir að aukast í fleiri ríkjum og um sé að ræða eina mestu ógn við efnahagslegan bata.

Tveir turnar standa eftir kreppuna

Eftir eina verstu fjármálakreppu sem skekið hefur heiminn frá því í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar er allt útlit fyrir að tveir turnar standi eftir í bandarísku bankakerfi. Umræddir bankar eru JPMorgan Chase og Goldman Sachs.

Krónueignir erlendra aðila minnka umtalsvert

Krónueignir erlendra aðila hafa lækkað umtalsvert frá ársbyrjun eða um 70 milljarða króna. Þess ber að geta að langtímaeignir hafa aukist lítillega en aðallega hafa skammtímaeignir þó minnkað, úr 330 milljörðum í 260 milljarða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka inn- og útlánsvexti þann 21. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að með því sé tekið enn eitt mikilvægt skref til að létta greiðslubyrði skuldsettra heimila og fyrirtækja.

Kalifornía gæti fengið milljarða tekjur af kannabis

Tillaga um að lögleiða kannabis hefur legið frammi á ríkisþingi Kaliforníu í nokkra mánuði. Nú hafa útreikningar frá skattyfirvöldum ríkisins sýnt að tómir sjóðir Kaliforníu gætu fengið 1,4 milljarða dollara eða tæplega 180 milljarða kr. ef af lögleiðingunni verður.

Gjaldþrotið hjá Gott fólk er upp á tæpar 300 milljónir

Gjaldþrot auglýsingastofunnar Góðs fólks nemur hátt í 300 milljónum króna. Félagið á aðeins fjórar milljónir upp í 50 milljóna kröfu vegna launa og lífeyrissréttinda starfsmanna. Eigandi auglýsingastofunnar var Karl Wernersson.

Spáir því að ársverðbólgan lækki í 11,3% í júlí

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2% í júlí. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 12,2% í 11,3%, sem er minni verðbólga en sést hefur síðan í mars 2008.

Skuldatryggingarálag lækkaði við fréttir um ESB viðræður

Skuldatryggingarálag á ríkissjóð lækkaði talsvert í gær í kjölfar frétta um að alþingi hefði samþykkt aðildarviðræður við ESB. Álagið fór úr 660 punktum í upphafi dags í 624 punkta í dagslok samkvæmt gögnum frá Bloomberg.

Dr. Doom: Það versta er að baki í kreppunni

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni,“ segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi.“

Starfsmenn JP Morgan fá háar bónusgreiðslur

Laun starfsmanna JPMorgan bankans í Bandaríkjunum nálgast nú þær upphæðir sem tíðkuðust fyrir lánsfjárkrísuna. Starfsmönnunum er heitið háum bónusgreiðslum fyrir vel unnin störf.

Endurfjármögnun bankanna tilkynnt á mánudag

Ráðgert er að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu á mánudag þar sem grein verður gerð fyrir niðurstöðum samningaviðræðna og þá um leið hvernig staðið verður að endurfjármögnun bankanna. Lokafrestur sem Fjármálaeftirlitið gaf í málinu rennur hinsvegar út í dag.

Tryggingarfélögin töpuðu samanlagt 50 milljörðum í fyrra

Innlendu tryggingafélögin (vátryggingafélög í annarri starfsemi en líftryggingastarfsemi) töpuðu samanlagt 49,6 milljarða kr. á síðasta ári. Til samanburðar var samanlagður hagnaður félaganna 20,3 milljarðar kr. árið 2007.

Erlendar krónueignir hafa minnkað um 70 milljarða í ár

Peningastefnunefnd ræddi krónueignir erlendra aðila á síðasta fundi sínum í byrjun júlí. Samkvæmt nýju mati nam eign þeirra 610 milljörðum kr. í lok júní og hafði þá minnkað um 70 milljarða kr. frá ársbyrjun.

Danmörk með hæsta verðlag af ESB ríkjunum

Eurostat hefur birt skýrslu um verðlag í ríkjum ESB árið 2008. Í ljós kom að á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins er verðlag hæst í Danmörku, eða 41% hærra en meðalverðlag ríkjanna 27.

Sjóvá tapaði 30 milljörðum

Sjóvá tapaði þrjátíu milljörðum á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá skilanefnd Glitnis sem hefur yfirtekið rekstur Sjóvár. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að vátryggingastarfsemin hafi gengið vel, fjárfestingar í fasteignatengdum verkefnum hafi hinsvegar verið þungbærar.

Viðskiptaráðherra líst vel á afskriftir skulda heimilanna

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir óraunhæft að gera ráð fyrir að skuldugustu heimilin geti staðið í skilum. Hann segir mikilvægt að grípa til úrræða til að fækka gjaldþrotum og koma í veg fyrir að fólk missi heimili sín.

Útlendingar versla helmingi meira en í fyrra

Heildarúttekt erlendra greiðslukorta hér á landi var 47% meiri í júní síðastliðnum en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu verðlagi. Hagsjá Landsbankans greinir frá þessu í dag.

Mikill hagnaður hjá JP Morgan

Næst stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase & Co., skilaði 2,7 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, Niðurstöðurnar koma hæfustu greinendum á fjármálamarkaði algjörlega í opna skjöldu þar sem hagnaðurinn er mun meiri en þeir höfðu áætlað.

Þór Saari segir eignir lífeyrissjóða ganga upp í Icesave

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að Icesave samningarnir muni að óbreyttu valda þjóðinni óbætanlegu tjóni vegna þeirrar skuldastöðu sem hún kemst í. Hann segir að lífeyrissjóðirnir séu teknir sem eign á móti skuldinni.

Jákvæður kortajöfnuður í fyrsta sinn síðan 2001

Heildarúttekt af erlendum kortum hér á landi í júní nam 6,2 milljörðum kr. í júní mánuði sem er 1,2 milljarði kr. meira en Íslendingar tóku út af sínum kortum á erlendri grundu í sama mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan farið var að taka þessar tölur saman árið 2001 að kortanotkun útlendinga hér á landi hefur slegið út kortanotkun Íslendinga í útlöndum.

Rússar samþykkja lán til Íslands

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Íslandi lán upp á 500 milljónir dollara eða 64 milljarða kr. Þetta kemur fram á vefsíðuunni barentobserver.com.

Hagtölur frá Kína valda mikilli hækkun á álverði

Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%.

Erlendum ríkisborgurum á atvinnuleysisskrá fækkar hratt

Erlendum ríkisborgurum sem eru án atvinnu hefur fækkað samfellt þrjá undanfarna mánuði. Í lok júní voru alls 1.800 erlendir ríkisborgarar án atvinnu samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar og er það töluverð fækkun frá fyrri mánuði þegar 2.000 erlendir ríkisborgarar voru án atvinnu.

Endurfjármögnun erlendra skulda gæti orðið nokkuð torsótt

Hagfræðideild landsbankans gerir greiðsluflæði gjaldeyris að umtalsefni sínu í vefritinu Hagsjá þar sem fjallað er um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins og útreikninga Seðlabankans þar að lútandi. Telur hagfræðideildin að endurfjármögnun erlendra skulda fyrirtækja og hins opinbera geti orðið nokkuð torsótt.

Reykjavíkurborg og Akureyrarbær gera tugmilljóna samning við Papco

Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa, með stuttu millibili, gert samkomulag við íslenska pappírsframleiðandann Papco um að sinna öllum þörfum þessara sveitarfélaga í klósettpappír, eldhúspappír og þurrkum ýmis konar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Papco.

Umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum

Engan þarf að undra að landsmenn stundi ekki mikil viðskipti með íbúðir um þessar mundir. Íbúðaverð hefur nú lækkað um 30% að raunvirði frá því að það náði hápunkti í árslok 2007 og væntingar eru á þann veg að enn sé umtalsverð lækkun íbúðaverðs í pípunum.

Ný ríkisbréf til tveggja ára væntanleg

Helstu tíðindin í tilkynningunni um útboð ríkisbréfa á föstudag eru að væntanlega líti dagsins ljós nýr flokkur ríkisbréfa til tveggja ára. Auk hans er óskað eftir tilboðum í tvo skuldabréfaflokka, lengsta ríkisbréfaflokkinn og þann þriðja lengsta. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka.

Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði

Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu.

Erlend skuldastaða þjóðarbúsins 198% af landsframleiðslu

Heildarskuldir þjóðarbúsins í erlendri mynt nema 2.832 milljónum króna samkvæmt mati Seðlabankans sem kynnt var í dag. Seðlabankinn býst við að verg landsframleiðsla muni nema 1.427 milljónum króna á þessu ári. Miðað við þessar tölur er hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu rúmlega 198 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir