Viðskipti innlent

Útlendingar versla helmingi meira en í fyrra

Fjölmargir ferðamenn koma til Íslands með skemmtiferðaskipum.
Fjölmargir ferðamenn koma til Íslands með skemmtiferðaskipum.
Heildarúttekt erlendra greiðslukorta hér á landi var 47% meiri í júní síðastliðnum en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu verðlagi. Hagsjá Landsbankans greinir frá þessu í dag.

Fyrstu sex mánuði ársins hefur heildarúttekt erlendra greiðslukorta verið 51% meiri en fyrir sama tímabil í fyrra. Því virðist svo að erlendir ferðamenn eyði meiru af íslenskum krónum á ferðalögum sínum hér á landi en á sama tíma í fyrra.

Frá júní 2008 hefur gengi evrunnar styrkst um tæplega 45% gagnvart íslensku krónunni og því virðist aukning kortaveltu útlendinga samsvara því að um það bil jafn mörgum evrum sé eytt hér á landi og í fyrra. En fyrir þessar evrur er eflaust hægt að kaupa mun meira af vörum og þjónustu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×