Kaupþing kyrrsetur einkaþotu stjórnarformanns Tottenham 19. júlí 2009 09:10 Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira