Viðskipti innlent

Landsbankinn lækkar vexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbankinn lækkar vexti í næstu viku. Mynd/ Pjetur.
Landsbankinn lækkar vexti í næstu viku. Mynd/ Pjetur.

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka inn- og útlánsvexti þann 21. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að með því sé tekið enn eitt mikilvægt skref til að létta greiðslubyrði skuldsettra heimila og fyrirtækja. Vextir óverðtryggðra útlána lækka um allt að 2,0 prósentustig og vextir óverðtryggða innlána um 1,0 til 2,5 prósentustig. Einnig lækkar bankinn vexti verðtryggðra inn- og útlána um allt að 1 prósentustig, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×