Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta nam rúmum 11 milljörðum í dag

Skuldabréfavelta nam rúmum 11,2 milljörðum króna í dag. Velta með íbúðabréf nam einungis um 3,4 milljörðum.

Velta með hlutabréf nam tæpum 42 milljónum króna og lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,65% í viðskiptum dagsins.

Viðskipti með bréf Færeyjabanka nam rúmum 36 milljónum króna og breyttist gengi bréfa félagsins ekki í viðskiptum dagsins. Stendur gengið í 121,5 krónum á hlut.

Hlutabréf Bakkavarar lækkuðu um tæp 22% í dag og enduðu þau í 1,41 krónu á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×