Fleiri fréttir Skuld upp á 173 milljarða dala Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) sótti um greiðslustöðvun í gær. Ákvörðunin er vegna mikils taps undanfarins árs. Samhliða þessu hefur verið ákveðið að GM verði tekið úr bandarísku Dow Jones-vísitölunni. 2.6.2009 01:15 Erlendir kröfuhafar hafa ekki sett tímapressu Viðskiptaráðherra segir að erlendir kröfuhafar hafi ekki sett mikla tímapressu á endurreisn bankakerfisins og vilji frekar að farið sé hægt í hlutina. Verið er að leggja lokahönd á skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna en ríkisbankarnir verða minni en áður var gert ráð fyrir. 1.6.2009 18:45 Hefði viljað sjá hótunarbréf þýskra stjórnvalda Lilja Mósesdóttir þingmaður vinstri grænna tekur undir með Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem kvartaði undan því í fréttum Stöðvar 2 um helgina að hótunarbréf þýskra stjórnvalda vegna Edge reikninganna hefði ekki verið lagt fram í viðskiptanefnd. 1.6.2009 12:10 Rússneska banka vantar fjármagn Efnahagur Rússlands á í vandræðum. Það sama gildir um banka landsins, sem þurfa aðstoð upp á rúma fimm þúsund milljarða íslenskra króna til þess að komast í gegnum erfiðleikana. 1.6.2009 11:28 Vilja breyta 3300 milljarða króna skuld í hlutafé Meirihluti hluthafa í General Motors mun styðja samkomulag sem felur í sér að 27 milljarða dala, eða 3300 milljarða íslenskra króna, skuld fyrirtækisins verði skipt í hlutafé, segir talsmaður hluthafanna í samtali við AP fréttastofuna. 31.5.2009 16:32 Hugsanlega komin lausn á Icesavedeilunni Skuldabréf, tryggt með veði í eignum Landsbankans í Bretlandi, gæti verið lausnin á Icesavedeilunni. Þannig gæti íslenska ríkið sloppið við ábyrgðir og lántökur vegna skuldanna. Íslensk stjórnvöld hafa viðrað þessa hugmynd við Breta og Hollendinga. 31.5.2009 12:14 Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fengu í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónum punda eða um 4 milljörðum íslenskra króna sem er um 40% aukning frá fyrra ári. 31.5.2009 11:26 Verð á lúxusíbúðum í London hefur hrapað Verð á lúxusíbúðum í London hefur lækkað um 20% frá því í maí í fyrra að því er segir í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. 31.5.2009 09:38 Elsta einkenni New York borgar selt hótelkóngi Ítalski hótelkóngurinn Valter Mainetti hefur fest kaup á Flatiron byggingunni í New York en þessi hníflaga bygging er elsta einkenni New York borgar og jafnframt fyrsti skýjakljúfurinn sem byggður var í borginni árið 1902. 31.5.2009 09:16 Aðalverksmiðjum Ssangyong lokað Stjórnendur suður-kóreska Ssangyong bílaframleiðandans tilkynntu í morgun að þeir hefðu lokað aðalverksmiðjum sínum tímabundið, en starfsmenn í verksmiðjunum hafa verið í verkfalli að undanförnu vegna fyrirhugaðra uppsagna í fyrirtækinu. 31.5.2009 09:00 Black Sunshine endar sennilega hjá sérstökum sakskóknara Fjármálaeftirlitið hefur enn til skoðunar málefni huldufélagsins Black Sunshine. Kaupþing flutti ónýt lánasöfn að fjárhæð 80 milljarða inn í félagið í stað þess að afskrifa tapið. Bankinn stofnaði fleiri félög í þessum tilgangi. Yfirgnæfandi líkur eru á að málið endi inni á borði hjá sérstökum sakskóknara. 31.5.2009 08:12 MIT velur HR til að halda ráðstefnu MIT háskólinn í Bandaríkjunum hefur valið MBA í Háskólanum í Reykjavík úr hópi 20 umsækjenda til að halda eina stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims í mars á næsta ári. Ráðstefnan heitir MIT Global Start-up Workshop og dregur til sín um 500 frumkvöðla, fjárfesta, stjórnmálamenn, háskólakennara og nemendur alls staðar að úr heiminum. 30.5.2009 19:18 Taugatitringur vegna hótana þýskra stjórnvalda Taugatitringur einkenndi flýtimeðferð lagabreytingar sem heimilar að þýskum eigendum innstæðna hjá Kaupþingi verði greitt fyrr en ella. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann grunar að hótunarbréf þýskra stjórnvalda hafi átt þátt í þessu og gagnrýnir að þingið hafi ekki verið upplýst um tilvist bréfsins. 30.5.2009 19:00 Rússar vilja hraða samningum um aðild þeirra að WTO Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum. 30.5.2009 11:00 LSS afþakkaði öll tilboði í skuldabréfaútboði Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) ákvað að afþakka öll tilboð sem bárust í skuldabréfaútboð sjóðsins í gær. Þátttaka var dræm í útboðinu en sjóðurinn hafði stefnt að því að afla a.m.k. tveggja milljarða kr. 30.5.2009 10:15 Exista greiddi ekki af skuldabréfi Exista greiddi ekki af skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær með vísan í viðræður sem nú standa yfir við lánadrottna félagsins. 30.5.2009 09:49 Opel hugsanlega í kanadíska eigu Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. 29.5.2009 20:30 Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29.5.2009 15:49 FME sektar Glitni um 4 milljónir vegna Birnuklúðurs Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Glitni banka hf. um 4 milljónir kr. vegna klúðursins í kringum hlutabréfakaup Birnu Einarsdóttur, nú bankastjóra Íslandsbanka, í Glitni árið 2007. Sektin er vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. 29.5.2009 14:37 Höll Musterisriddara í Frakklandi er til sölu Einn af síðustu flóttastöðum Musterisriddaranna í Frakklandi, höllin Chateau de La Jarhte, er nú til sölu. Hægt er að kaupa þessa sögufrægu höll fyrir 5,4 milljónir evra eða um rétt tæpan milljarð kr. 29.5.2009 13:46 Opið allan sólarhringinn hjá Office1 í Skeifunni Nú er opið allan sólarhringinn í Office1 Skeifunni. „Við reyndum þetta í skólavertíðinni í fyrra með frábærum árangri,“ segir Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri Office1 í tilkynningu um málið. 29.5.2009 13:18 Segir Seðlabankann vera að herða gjaldeyrishöftin „Fljótt á litið virðist Seðlabankinn fremur vera að herða á gjaldeyrishöftunum en skýra túlkun þeirra. Áhrif þessa verða væntanlega þau að gjaldeyrisútflæði vegna vaxtagreiðslna verður töluvert minna það sem eftir er árs en útlit var fyrir.“ 29.5.2009 12:47 Gengið heldur áfram að styrkjast, evran að nálgast 170 krónur Gengi krónunnar hefur haldið áfram að styrkjast í dag, eða um 1,4% og er gengisvísitalan komin niður í 224 stig. 29.5.2009 12:37 Tapið hjá Álftanesi nam 832 milljónum í fyrra Sveitarfélagið Álftanes skilaði tapi upp á 832 milljónir kr. á síðasta ári, það er A hluti þess. Áætlun gerði ráð fyrir tapi upp á 294 milljónir kr. 29.5.2009 12:35 Stoðir selja Straumi hlut í Royal Unibrew Stoðir hafa selt Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í dönsku bjórverksmiðjunni Royal Unibrew sem er sí næststærsta í Danmörku. 29.5.2009 12:22 Spölur ehf. með tap upp á 238 milljónir Tap Spalar ehf. eftir skatta fyrir tímabilið 1. október 2008 til 31. mars 2009 nam kr. 238 milljónum kr. en tap á tímabilinu 1. október 2007 til 31. mars 2008 nam 169 milljónum kr. 29.5.2009 12:03 Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarð Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarða kr. á síðasta ári, það er A og B hluta. Þetta kemur fram í ársreikningi Fjarðarbyggðar sem lagður var fram í gærdag. Fjármagnsgjöld skýra þetta tap að mestu leyti. 29.5.2009 11:31 Apple á Norðurlöndum selt til Rússa Bjarni Ákason eigandi Humac hefur selt starfsemi Apple á Norðurlöndunum til rússneska félagsins ECS Group. Þetta kemur fram í frétt á business.dk. 29.5.2009 11:20 Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. 29.5.2009 10:32 Gengi Marel Food Systems hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hefur hækkað um 0,33 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi Össurar hefur lækkað um 0,49 prósent á sama tíma. 29.5.2009 10:21 Álverðið er komið undir 1.400 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli fór undir 1.400 dollara á tonnið á markaðinum í London í morgun. Stendur verðið nú, miðað við þriggja mánaða framvirka samninga, í 1.399.50 dollurum. 29.5.2009 09:54 Nýr forstjóri ráðinn til MP Banka Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar hefur verið ráðinn forstjóri MP Banka. 29.5.2009 09:37 Vöruskiptin hagstæð um 2,3 milljarða í apríl Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 31,7 milljarða króna og inn fyrir 29,4 milljarða króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í apríl 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 0,9 milljarða króna á sama gengi. 29.5.2009 09:24 Bresk góðgerðarsamtök fá allt endurgreitt Bresku góðgerðarsamtökin The League of Friends í Cumbriu munu fá alla innistæðu sín hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidda. Samtökin reka Brampton War Memorial spítalann. 29.5.2009 09:20 Fulltrúar AGS ekki ánægðir með frammistöðu stjórnvalda Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem verið hafa á landinu undanfarna daga eru ekki ánægðir með frammistöðu íslenskra stjórnvalda við að framkvæma sameignlega áætlun þeirra og AGS samkvæmt heimildum Fréttastofu. 29.5.2009 08:45 JPMorgan selur hlut Kaupþings í Booker JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr. 29.5.2009 08:27 Engin lán hafa verið gjaldfelld Viðræður innlendra og erlendra kröfuhafa við stjórnendur Existu um endurskipulagningu félagsins héldu áfram í gær. 29.5.2009 04:00 12% hafa samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið. 28.5.2009 19:23 Kæru SVÞ á hendur Ríkiskaupum var vísað frá Kærunefnd útboðsmála hefur vísað frá kæru Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á hendur Ríkiskaupum. Samkvæmt kærunefndinni heyrir framsal rammasamninga ekki undir lög um opinber innkaup eins og SVÞ héldu fram í kæru til kærunefndar útboðsmála. 28.5.2009 16:23 Pundið er aftur komið undir 200 krónur Gengi krónunnar hélt áfram að styrkjast í dag og fór pundið aftur undir 200 kr. Kostar núna rúmlega 199 kr. 28.5.2009 16:05 Kauphöllin áminnir og sektar fimm félög Kauphöllin hefur í dag veitt fimm félögum opinberlega áminningu og sektað hvert þeirra um 1,5 milljónir kr. vegna þess að félögin birtu ekki ársreikninga sína fyrir 30. apríl .sl. Öll félögin beittu fyrir sig undanþáguákvæði til að komast hjá birtingu ársreikninga sinna. 28.5.2009 15:59 Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 23,5 prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör ruku upp um 23,5 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna endaði í 1,26 krónum á hlut eftir að hafa farið undir krónu á hlut í gær. Þá hafði það aldrei verið lægra. 28.5.2009 15:35 Forbes birtir listann yfir tekjuhæstu fyrirsæturnar Forbes tímaritið hefur birt lista sinn yfir tíu tekjuhæstu fyrirsætur heimsins á tímabilinu frá því í júní í fyrra og þar til í dag. 28.5.2009 14:34 Afkoma ríkissjóðs versnar um tæpa 50 milljarða Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 20,7 milljarða kr., sem er 49,1 milljarði kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. 28.5.2009 12:25 Seðlabankinn snupraður fyrir frestun á birtingum „Í ljósi þess hversu mjög kastljós beinist að Íslandi og íslenskum hagstærðum, og hversu óvissa er mikil um þróun ýmissa stærða í hagkerfinu væri heppilegt ef Seðlabankinn stæði við útgáfuáætlun sína eins og kostur er.“ 28.5.2009 12:07 Sjá næstu 50 fréttir
Skuld upp á 173 milljarða dala Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) sótti um greiðslustöðvun í gær. Ákvörðunin er vegna mikils taps undanfarins árs. Samhliða þessu hefur verið ákveðið að GM verði tekið úr bandarísku Dow Jones-vísitölunni. 2.6.2009 01:15
Erlendir kröfuhafar hafa ekki sett tímapressu Viðskiptaráðherra segir að erlendir kröfuhafar hafi ekki sett mikla tímapressu á endurreisn bankakerfisins og vilji frekar að farið sé hægt í hlutina. Verið er að leggja lokahönd á skiptingu eigna milli gömlu og nýju bankanna en ríkisbankarnir verða minni en áður var gert ráð fyrir. 1.6.2009 18:45
Hefði viljað sjá hótunarbréf þýskra stjórnvalda Lilja Mósesdóttir þingmaður vinstri grænna tekur undir með Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem kvartaði undan því í fréttum Stöðvar 2 um helgina að hótunarbréf þýskra stjórnvalda vegna Edge reikninganna hefði ekki verið lagt fram í viðskiptanefnd. 1.6.2009 12:10
Rússneska banka vantar fjármagn Efnahagur Rússlands á í vandræðum. Það sama gildir um banka landsins, sem þurfa aðstoð upp á rúma fimm þúsund milljarða íslenskra króna til þess að komast í gegnum erfiðleikana. 1.6.2009 11:28
Vilja breyta 3300 milljarða króna skuld í hlutafé Meirihluti hluthafa í General Motors mun styðja samkomulag sem felur í sér að 27 milljarða dala, eða 3300 milljarða íslenskra króna, skuld fyrirtækisins verði skipt í hlutafé, segir talsmaður hluthafanna í samtali við AP fréttastofuna. 31.5.2009 16:32
Hugsanlega komin lausn á Icesavedeilunni Skuldabréf, tryggt með veði í eignum Landsbankans í Bretlandi, gæti verið lausnin á Icesavedeilunni. Þannig gæti íslenska ríkið sloppið við ábyrgðir og lántökur vegna skuldanna. Íslensk stjórnvöld hafa viðrað þessa hugmynd við Breta og Hollendinga. 31.5.2009 12:14
Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fengu í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónum punda eða um 4 milljörðum íslenskra króna sem er um 40% aukning frá fyrra ári. 31.5.2009 11:26
Verð á lúxusíbúðum í London hefur hrapað Verð á lúxusíbúðum í London hefur lækkað um 20% frá því í maí í fyrra að því er segir í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. 31.5.2009 09:38
Elsta einkenni New York borgar selt hótelkóngi Ítalski hótelkóngurinn Valter Mainetti hefur fest kaup á Flatiron byggingunni í New York en þessi hníflaga bygging er elsta einkenni New York borgar og jafnframt fyrsti skýjakljúfurinn sem byggður var í borginni árið 1902. 31.5.2009 09:16
Aðalverksmiðjum Ssangyong lokað Stjórnendur suður-kóreska Ssangyong bílaframleiðandans tilkynntu í morgun að þeir hefðu lokað aðalverksmiðjum sínum tímabundið, en starfsmenn í verksmiðjunum hafa verið í verkfalli að undanförnu vegna fyrirhugaðra uppsagna í fyrirtækinu. 31.5.2009 09:00
Black Sunshine endar sennilega hjá sérstökum sakskóknara Fjármálaeftirlitið hefur enn til skoðunar málefni huldufélagsins Black Sunshine. Kaupþing flutti ónýt lánasöfn að fjárhæð 80 milljarða inn í félagið í stað þess að afskrifa tapið. Bankinn stofnaði fleiri félög í þessum tilgangi. Yfirgnæfandi líkur eru á að málið endi inni á borði hjá sérstökum sakskóknara. 31.5.2009 08:12
MIT velur HR til að halda ráðstefnu MIT háskólinn í Bandaríkjunum hefur valið MBA í Háskólanum í Reykjavík úr hópi 20 umsækjenda til að halda eina stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims í mars á næsta ári. Ráðstefnan heitir MIT Global Start-up Workshop og dregur til sín um 500 frumkvöðla, fjárfesta, stjórnmálamenn, háskólakennara og nemendur alls staðar að úr heiminum. 30.5.2009 19:18
Taugatitringur vegna hótana þýskra stjórnvalda Taugatitringur einkenndi flýtimeðferð lagabreytingar sem heimilar að þýskum eigendum innstæðna hjá Kaupþingi verði greitt fyrr en ella. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann grunar að hótunarbréf þýskra stjórnvalda hafi átt þátt í þessu og gagnrýnir að þingið hafi ekki verið upplýst um tilvist bréfsins. 30.5.2009 19:00
Rússar vilja hraða samningum um aðild þeirra að WTO Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum. 30.5.2009 11:00
LSS afþakkaði öll tilboði í skuldabréfaútboði Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) ákvað að afþakka öll tilboð sem bárust í skuldabréfaútboð sjóðsins í gær. Þátttaka var dræm í útboðinu en sjóðurinn hafði stefnt að því að afla a.m.k. tveggja milljarða kr. 30.5.2009 10:15
Exista greiddi ekki af skuldabréfi Exista greiddi ekki af skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær með vísan í viðræður sem nú standa yfir við lánadrottna félagsins. 30.5.2009 09:49
Opel hugsanlega í kanadíska eigu Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. 29.5.2009 20:30
Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29.5.2009 15:49
FME sektar Glitni um 4 milljónir vegna Birnuklúðurs Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Glitni banka hf. um 4 milljónir kr. vegna klúðursins í kringum hlutabréfakaup Birnu Einarsdóttur, nú bankastjóra Íslandsbanka, í Glitni árið 2007. Sektin er vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. 29.5.2009 14:37
Höll Musterisriddara í Frakklandi er til sölu Einn af síðustu flóttastöðum Musterisriddaranna í Frakklandi, höllin Chateau de La Jarhte, er nú til sölu. Hægt er að kaupa þessa sögufrægu höll fyrir 5,4 milljónir evra eða um rétt tæpan milljarð kr. 29.5.2009 13:46
Opið allan sólarhringinn hjá Office1 í Skeifunni Nú er opið allan sólarhringinn í Office1 Skeifunni. „Við reyndum þetta í skólavertíðinni í fyrra með frábærum árangri,“ segir Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri Office1 í tilkynningu um málið. 29.5.2009 13:18
Segir Seðlabankann vera að herða gjaldeyrishöftin „Fljótt á litið virðist Seðlabankinn fremur vera að herða á gjaldeyrishöftunum en skýra túlkun þeirra. Áhrif þessa verða væntanlega þau að gjaldeyrisútflæði vegna vaxtagreiðslna verður töluvert minna það sem eftir er árs en útlit var fyrir.“ 29.5.2009 12:47
Gengið heldur áfram að styrkjast, evran að nálgast 170 krónur Gengi krónunnar hefur haldið áfram að styrkjast í dag, eða um 1,4% og er gengisvísitalan komin niður í 224 stig. 29.5.2009 12:37
Tapið hjá Álftanesi nam 832 milljónum í fyrra Sveitarfélagið Álftanes skilaði tapi upp á 832 milljónir kr. á síðasta ári, það er A hluti þess. Áætlun gerði ráð fyrir tapi upp á 294 milljónir kr. 29.5.2009 12:35
Stoðir selja Straumi hlut í Royal Unibrew Stoðir hafa selt Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í dönsku bjórverksmiðjunni Royal Unibrew sem er sí næststærsta í Danmörku. 29.5.2009 12:22
Spölur ehf. með tap upp á 238 milljónir Tap Spalar ehf. eftir skatta fyrir tímabilið 1. október 2008 til 31. mars 2009 nam kr. 238 milljónum kr. en tap á tímabilinu 1. október 2007 til 31. mars 2008 nam 169 milljónum kr. 29.5.2009 12:03
Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarð Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarða kr. á síðasta ári, það er A og B hluta. Þetta kemur fram í ársreikningi Fjarðarbyggðar sem lagður var fram í gærdag. Fjármagnsgjöld skýra þetta tap að mestu leyti. 29.5.2009 11:31
Apple á Norðurlöndum selt til Rússa Bjarni Ákason eigandi Humac hefur selt starfsemi Apple á Norðurlöndunum til rússneska félagsins ECS Group. Þetta kemur fram í frétt á business.dk. 29.5.2009 11:20
Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. 29.5.2009 10:32
Gengi Marel Food Systems hækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hefur hækkað um 0,33 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi Össurar hefur lækkað um 0,49 prósent á sama tíma. 29.5.2009 10:21
Álverðið er komið undir 1.400 dollara á tonnið Heimsmarkaðsverð á áli fór undir 1.400 dollara á tonnið á markaðinum í London í morgun. Stendur verðið nú, miðað við þriggja mánaða framvirka samninga, í 1.399.50 dollurum. 29.5.2009 09:54
Nýr forstjóri ráðinn til MP Banka Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar hefur verið ráðinn forstjóri MP Banka. 29.5.2009 09:37
Vöruskiptin hagstæð um 2,3 milljarða í apríl Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 31,7 milljarða króna og inn fyrir 29,4 milljarða króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í apríl 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 0,9 milljarða króna á sama gengi. 29.5.2009 09:24
Bresk góðgerðarsamtök fá allt endurgreitt Bresku góðgerðarsamtökin The League of Friends í Cumbriu munu fá alla innistæðu sín hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidda. Samtökin reka Brampton War Memorial spítalann. 29.5.2009 09:20
Fulltrúar AGS ekki ánægðir með frammistöðu stjórnvalda Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem verið hafa á landinu undanfarna daga eru ekki ánægðir með frammistöðu íslenskra stjórnvalda við að framkvæma sameignlega áætlun þeirra og AGS samkvæmt heimildum Fréttastofu. 29.5.2009 08:45
JPMorgan selur hlut Kaupþings í Booker JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr. 29.5.2009 08:27
Engin lán hafa verið gjaldfelld Viðræður innlendra og erlendra kröfuhafa við stjórnendur Existu um endurskipulagningu félagsins héldu áfram í gær. 29.5.2009 04:00
12% hafa samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið. 28.5.2009 19:23
Kæru SVÞ á hendur Ríkiskaupum var vísað frá Kærunefnd útboðsmála hefur vísað frá kæru Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á hendur Ríkiskaupum. Samkvæmt kærunefndinni heyrir framsal rammasamninga ekki undir lög um opinber innkaup eins og SVÞ héldu fram í kæru til kærunefndar útboðsmála. 28.5.2009 16:23
Pundið er aftur komið undir 200 krónur Gengi krónunnar hélt áfram að styrkjast í dag og fór pundið aftur undir 200 kr. Kostar núna rúmlega 199 kr. 28.5.2009 16:05
Kauphöllin áminnir og sektar fimm félög Kauphöllin hefur í dag veitt fimm félögum opinberlega áminningu og sektað hvert þeirra um 1,5 milljónir kr. vegna þess að félögin birtu ekki ársreikninga sína fyrir 30. apríl .sl. Öll félögin beittu fyrir sig undanþáguákvæði til að komast hjá birtingu ársreikninga sinna. 28.5.2009 15:59
Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 23,5 prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör ruku upp um 23,5 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna endaði í 1,26 krónum á hlut eftir að hafa farið undir krónu á hlut í gær. Þá hafði það aldrei verið lægra. 28.5.2009 15:35
Forbes birtir listann yfir tekjuhæstu fyrirsæturnar Forbes tímaritið hefur birt lista sinn yfir tíu tekjuhæstu fyrirsætur heimsins á tímabilinu frá því í júní í fyrra og þar til í dag. 28.5.2009 14:34
Afkoma ríkissjóðs versnar um tæpa 50 milljarða Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 20,7 milljarða kr., sem er 49,1 milljarði kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. 28.5.2009 12:25
Seðlabankinn snupraður fyrir frestun á birtingum „Í ljósi þess hversu mjög kastljós beinist að Íslandi og íslenskum hagstærðum, og hversu óvissa er mikil um þróun ýmissa stærða í hagkerfinu væri heppilegt ef Seðlabankinn stæði við útgáfuáætlun sína eins og kostur er.“ 28.5.2009 12:07