Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka 29. maí 2009 10:32 Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent