Viðskipti innlent

Hefði viljað sjá hótunarbréf þýskra stjórnvalda

Andri Ólafsson skrifar
Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir þingmaður vinstri grænna tekur undir með Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem kvartaði undan því í fréttum Stöðvar 2 um helgina að hótunarbréf þýskra stjórnvalda vegna Edge reikninganna hefði ekki verið lagt fram í viðskiptanefnd.

Lilja og Guðlaugur sitja bæði í nefndinni sem samþykkti lagabreytingu fyrir helgi sem heimiliar að þýskum Edge innistæðueigendum verði greitt fyrr en ella hefði orðið. Lagabreytingunni var hraðað í gegn um Alþingi og Guðlaugur Þór hefur spurt hvort meintar hótanir þýskra stjórnvalda um að þau beiti sér í viðræðum íslendinga við evrópusambandið hafi ráðið för við lagabreytinguna.

Lilja Mósesdóttir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hún hefði líka viljað vitað af bréfinu áður en hún tók þátt í að samþykkja lagabreytingina. Hún heyrði fyrst af hótunarbréfinu í fréttum stöðvar 2 á föstudaginn.

Hún segist þó ekki trúa því að bréfið eitt og sér hafi ráðið gangi máli við lagabreytinguna heldur hafi aðrir hagsmunir verið að baki. Til að mynda ákvæði í lagabreytingunum sem gerir það að verkum að hægt sé að greiða starfsmönnun íslenskra fjármálafyritækja í bretlandi umsamin laun.

Ekki náðist í viðskiptaráðherra fyrir fréttir.


Tengdar fréttir

Taugatitringur vegna hótana þýskra stjórnvalda

Taugatitringur einkenndi flýtimeðferð lagabreytingar sem heimilar að þýskum eigendum innstæðna hjá Kaupþingi verði greitt fyrr en ella. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann grunar að hótunarbréf þýskra stjórnvalda hafi átt þátt í þessu og gagnrýnir að þingið hafi ekki verið upplýst um tilvist bréfsins.

Þýsk stjórnvöld hótuðu Íslendingum

Þýsk stjórnvöld hótuðu að hafa áhrif á viðræður Íslands við Evrópusambandið og samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ef þýskir innstæðueigendur Kaupþing Edge fengju ekki greitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×