Fleiri fréttir

Norðmenn eiga eitt prósent af allri Evrópu

Olíusjóður Norðmanna gildnar stöðugt. Stjórn sjóðsins er dugleg við að fjárfesta erlendis og er nú svo komið að hann á eitt prósent af öllum hlutabréfum í Evrópu.

Bankarnir borga ekki í láni ríkisins

Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum.

Nýsir selur Konditori

„Við erum að endurskipuleggja fyrirtækið og ætlum að einblína á kjarnastarfsemi sem snýr að rekstri og umsjón fasteigna. Veitingahúsarekstur var ekki hluti af kjarnastarfsemi,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri fasteigna- og fjárfestingarfélagsins Nýsis.

Þórður í lok dags

Þórður Jónasson hjá Askar Capital var gestur Sindra Sindrasonar þættinum Í lok dags í dag. Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sjá viðtalið.

Gengi Færeyjabanka hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði mest á síðasta viðskiptadegi vikunnar í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,86 prósent. Gengi bréfa í 365, Eimskipafélaginu, Atlantic Airways og FL Group hækkaði um rúmt prósent. Bréf í SPRON, Össuri, Atlantic Petroleum, Icelandair og Marel hækkaði um minna en prósent.

Dregur úr einkaneyslu vestanhafs

Einkaneysla jókst um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í apríl. Þetta eru fyrstu vísbendingar um kólnun í bandarísku hagkerfi, að sögn fréttaveitu Bloomberg.

Sund fær 1,2% hlut í Glitni fyrir FL -bréf

Sund ehf. og tengd félög eiga nú 6,13% í Glitni eftir að hafa skipt á bréfum sínum í FL Group fyrir bréf í Glitni eins og samið var um þegar FL Group var skráð af markaði.

Verkfræðistofur sameinast

Verkfræðifyrirtækin Raftæknistofan, Línuhönnun og Verkfræðistofan Afl eru að sameinast. Sameiningin var tilkynnt á starfsmannafundi fyrr í morgun og má búast við tilkynningu frá fyrirtækjunum seinna í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Smá „föstudagsfílingur“ í markaðnum

Gengi hlutabréfa hefur hækkað almennt á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan hækkaði um 1,5 prósent og hefur nú hækkað um 2,3 prósent í vikunni. Vísitölur á öðrum hlutabréfamörkuðum í Asíu hækkuðu minna.

Forstjóri Atorku færði 342 milljónir kr. milli félaga

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, færði í gær bréf í félaginu fyrir 342 milljónir kr. milli félaga í sinni eigu. Um var ræða rúmlega 48 milljónir hluta á genginu 6,98 sem voru í eigu Móatúns, einkahlutafélags Magnúsar.

Gífurlegar lækkanir á fasteignaverði í Bretlandi

Húsnæðisverð í Bretlandi lækkaði í maí um 2,5% frá fyrri mánuði. Þetta var því sjöundi mánuðurinn í röð þar sem húsnæðisverð lækkar í Bretlandi og er því á pari við fyrrum lengsta samfellda tímabil húsnæðisverðslækkana í upphaf tíunda áratugarins.

Hafna margfaldri kreditkortaþóknun

„Það er andstætt góðum viðskiptaháttum að lauma kortum inn á markaðinn með þeim hætti sem hér virðist hafa verið á hafður,“ segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sem félagsmenn fengu í hendur um miðjan mánuðinn.

Bréf Bakkavarar féllu um þrjú prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 2,64 prósent á fremur rólegum degi í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féllu bréf Bakkavarar um rétt tæp 3,2 prósent.

Spölur úr hagnaði í tap

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöngin, tapaði 146 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 67 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Fyrstu þrír mánuðir ársins var annar fjórðungurinn í bókum Spalar en árinu lýkur þar í enda september ár hvert. Á fyrri hluta ársins tapaði félagið 169 milljónum króna samanborið við 89 milljóna króna hagnað árið á undan.

Samningar í gangi við seðlabanka Englands og Evrópu

Samningaviðræður eru nú í gangi við seðlabanka bæði Englands og Evrópu um lántöku til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands. Sem kunnugt er af fréttum hefur ríkisstjórnin farið fram á 500 milljarða kr. lántökuheimild á alþingi til þessa og reiknað er með að heimildin verði samþykkt í dag.

Verslunarkeðjan Iceland vex hraðast í Bretlandi

Veltan hjá verslunarkeðjunni Iceland jókst um rúm 12% á milli ára í Bretlandi og var það mesta aukningin hjá tíu stærstu verslunarkeðjum landsins með dagvöru. Til samanburðar jókst velta Tesco um 6%.

Bandarískur hagvöxtur yfir spám

Hagvöxtur jókst um 0,9 prósent í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Niðurstaðan kom nokkuð á óvart í jákvæðum skilningi.

Ólafur segir það versta yfirstaðið í efnahagslífinu

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu, en það versta er yfirstaðið. Þetta er skoðun Ólafs Ísleifssonar prófessors við Háskólann í Reykjavík, en hann hélt framsögu á hádegisfundi Norden i Fokus í Stokkhólmi í gær.

Fiskvinnslan GPG Norge stefnir í gjaldþrot

Allar horfur eru á að fiskvinnslufyrirtækið GPG Norge verði lýst gjaldþrota á næstunni eða þá að fyrirtækið verði þvingað í þrot að því er fram kemur í blaðinu Fiskeren. Í raun er fyrirtækið sagt gjaldþrota vegna óuppgerðra launa og orlofs starfsmanna.

Minnsta atvinnuleysi í Danmörku síðan um 1970

Atvinnuleysi í Danmörku mælist nú 1,8% og hefur ekki verið minna síðan á árunum uppúr 1970. Það er einkum atvinnuleysi meðal eldri starfsmanna og kvenna sem hefur minnkað mikið frá áramótum.

Össurarbréf ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hefur hækkað um 0,41 prósent það sem af er dags í Kauphöll Íslands. Viðskiptadagurinn byrjaði á afar rólegum nótum. Bréf fyrirtækisins eru þau einu sem hafa hækkað. Þrjú hafa lækkað á sama tíma en önnur standa í stað.

Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði

Verð á hráolíu til afhendingar í júlí lækkaði í rafrænum viðskiptum í New York í morgun niður í rúma 130 Bandaríkjadali tunnan og verð á samsvarandi samningi í London fór niður í tæpa 130 dali.

Risademantur seldur á uppboði í Hong Kong

Demantur á stærð við borðtennisbolta eða rúmlega 101 karat var seldur á uppboði í Hong Kong í vikunni. Um er að ræða fjórða demantinn yfir 100 karöt að stærð sem seldur hefur verið opinberlega í heiminum.

Evrópa á uppleið

Næstsíðasti viðskiptadagur vikunnar á evrópskum fjármálamörkuðum hefur byrjað ágætlega en gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í dag. Þá hækkuðu helstu vísitölur í Asíu sömuleiðis talsvert í morgun eftir að sýnt var fram á að eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum var meiri í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins en reiknað hafði verið með.

Landsbankinn opnar Icesave í Hollandi

Í dag hefur Landsbankinn innlánastarfsemi á netinu á meginlandi Evrópu með opnun Icesave í Hollandi. Á komandi ári mun Landsbankinn sækja inn á fleiri evrópska markaði og opnun Icesave í Hollandi er fyrsta skrefið í þá átt.

Mishkin seðlabankastjóri segir upp

Frederic Mishkin, einn af seðlabankastjórum bandaríska seðlabankans, hefur sagt upp hjá bankanum og ætlar að snúa aftur til kennslu í hagfræði í vetur. Mishkin skrifaði skýrslu um íslensk efnahagsmál fyrir tveimur árum.

Hlutabréf hækkað vestanhafs

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs.

Jón Bjarki í lok dags

Jón Bjarki Bendtsson sérfræðingur í Greiningu Glitnis var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag. Smelltu á hlekkinn hér að ofan til þess að sjá viðtalið.

Gríðarleg velta á skuldabréfum slær ýmis met í maí

Gríðarleg velta hefur verið á skuldabréfamarkaði það sem af er ári og hafa ýmis met fallið í maí. Í fyrsta lagi er veltan í maímánuði orðin sú mesta í sögunni en hún er komin yfir 684 milljarða kr..

Færeyjabanki hækkaði mest í dag

Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag, eða um 1,62 prósent. Sprettur var í Kauphöllinni í byrjun dags og leiddi SPRON hækkanalestina fyrst um sinn þegar gengið spratt upp um þrjú prósent. Þróunin jafnaði sig þegar á leið og nam hækkun bréfa í SPRON 1,1 prósenti.

Sjá næstu 50 fréttir