Viðskipti innlent

Sund fær 1,2% hlut í Glitni fyrir FL -bréf

Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Sunds.
Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Sunds.

Sund ehf. og tengd félög eiga nú 6,13% í Glitni eftir að hafa skipt á bréfum sínum í FL Group fyrir bréf í Glitni eins og samið var um þegar FL Group var skráð af markaði.

Fyrir viðskipti dagsins átti Sund, sem er eignarhaldsfélag í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur og barna hennar Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, 4,97% hlut í Glitni. Í viðskiptum dagsins lét Sund af hendi rúmlega 4,5% hlut í FL Group í skiptum fyrir 1,2% hlut í Glitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×