Viðskipti innlent

Kaupþing og SPRON framlengja viðræðum um sameiningu

Kaupþing banki og SPRON hafa ákveðið að framlengja samningaviðræður um sameiningu félaganna.

Viðræður ganga vel og verður greint frá niðurstöðu þeirra eins skjótt og kostur er að því er segir í tilkynningu frá Kaupþingi.

Sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×