Viðskipti innlent

Hátt í hundrað mættu á viðskiptakynningu í Mílanó

Hátt í hundrað manns sátu íslenska viðskipta- og fjárfestingakynningu í ráðhúsi Mílanóborgar, Palazzo Marino í vikunni.

Kynningin var skipulögð af sendiráði Íslands í Róm og Íslensk-ítalska viðskiptaráðinu (IICC) í samvinnu við ýmsar stofnanir og fyrirtæki, þar á meðal Mílanóborg og viðskiptaráði borgarinnar.

Borgarstjórinn í Mílanó, frú Letizia Moratti, ávarpaði fundinn, og auk Grétars Más Sigurðssonar ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Tilgangur kynningarinnar var að hvetja til frekari viðskiptatengsla milli fyrirtækja í löndunum og kynna fjárfestingamöguleika á Íslandi.

Sérstök áhersla var lögð á banka- og fjármálaþjónustu og nýtingu umhverfisvænnar orku á Íslandi. Ferðaþjónustan lék hlutverk í kynningunni og íslenskri menningu var komið á framfæri.

Dagsetning kynningarinnar var valin í tengslum við fyrsta beina flug Icelandair til Mílanó í ár hinn 24. maí sl. Kynningin hlaut góða umfjöllun í fjölmiðlum í Mílanó, og birti eitt stærsta viðskiptablað Ítalíu, Il Sole 24 Ore, stóra grein um kynninguna daginn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×