Viðskipti innlent

Viðskiptavinir Icesave í Hollandi orðnir 1.500 talsins

Nú um hádegisbilið voru viðskiptamenn Icesave í Hollandi orðnir 1.500 talsins. Er þetta mun betri árangur en forráðamenn Landsbankans gerðu ráð fyrir.

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans ræddi um Icesave í Hollandi í Markaðinum í hádeginu á Stöð 2. Landsbankinn hleypti þessum innlánsreikningum af stokkunum í morgun og ætlunin er að koma þeim upp víðar í Evrópu.

Er samtalið við Sigurjón var tekið á Stöð 2 höfðu 1.000 manns skráð sig sem viðskiptavini Icesave. Sagði Sigurjón að þetta væri mun betri árangur en þeir hefðu áttu von á. 1.000 viðskiptavinir væri sá fjöldi sem Landsbankinn taldi að kæmu fyrstu vikuna. Þeir eru orðnir mun fleiri en það á fyrsta deginum.

Landsbankinn hefur rekið Icesave með góðum árangri í Bfretlandi og urðu viðskiptavinirnar þar um 100.000 talsins á fyrsta árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×